Vikan


Vikan - 25.06.1964, Blaðsíða 6

Vikan - 25.06.1964, Blaðsíða 6
§) Shodr Sffellt vinsælli í öllum löndum — Traustir og sérlega ódýrir — - Hagsýnir kaupa SKODA - TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ H.F. Vonarstærti 12 — Sími 2-1981 ODHNER reiknivélar mefl um 40 ára reynslu hér á landi, hafa aldrei brugðizt Reykjavík g — VIKAN 26. tbl. 11 Freknur Kæri Póstur! Við erum hérna tvær ungar stúlkur sem þjást af áhyggjum út af freknum í andliti. Þegar líða fer á vorið fara freknurnar að koma í ljós, aldeilis ekki í smá- um stíl. Við fáum dökkbrúna bletti í andlitið, sérstaklega á nefið og undir augunum eru þær mestar. Okkur finnst þetta til mikilli lýta. Getur þú nú ekki, Póstur minn, gefið okkur gott ráð til að losna við freknurnar t.d. með meðulum eða einhverju slíku. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Tvær freknóttar. --------Þið hefðuð átt að senda þetta neyðarkall beint til ein- hverrar snyrtivöruverzlunarinn- ar í Reykjavík. Ég er ekki í nokkrum einasta vafa um að þær hafa á boðstólum allskonar blöndur og aðferðir til að losna við freknur, jafnvel þótt þær séu aldeilis ekki í smáum stíl. Segja mætti mér að þið gætuð ekki talið upp að þrem áður en frekn- urnar hverfa með öllu, með því að nota slík meðul. Annars skal ég fræða ykkur á því, að mörgum karlmönnum finnast freknur mjög heillandi hjá kvenfólki, og — oftast nær hverfa þær að sjálfsdáðun á viss- um aldri. Nú er illt í efni! Kæra, góða Vika mín! Við erum hérna tveir krakkar að rífast um það hvenær Hall- grímur Pétursson fæddist (hvaða ár) og hvenær hann fermdist. Svo þakka ég þér innilega fyrir allt góða efnið þitt. Svaraðu mér svo fljótt og ekki með útúrsnún- inga. Vertu svo ævinlega bless- uð. Gróa F. --------Ég veit það ekki, Gróa mín. Var það hann, sem fann upp HP-sósuna? Frímerkjafrekja Kæra Vika! Ég þakka þér kærlega fyrir allar ánægjustundirnar, sem þú hefur veitt mér, sérstaklega krossgáturnar. Svo langar mig til að spyrja þig að dálitlu, svo er mál með vexti, að ég fékk í gær böggul að sunnan, og fékk náttúrlega fylgibréf fyrst. Á því voru mörg frímerki, alls fyrir 35,00 kr. Svo vildi ég hafa frímerkin en póst- maðurinn sagði að ég fengi þau ekki. Þetta finnst mér ekki rétt- látt, því að sá, sem sendi mér pakkann er búinn að borga frí- merkin, og þá hlýt ég að eiga þau. Eða hvað finnst þér? P.s. Hvernig er skriftin? Svenni Þ. — — — Nei, nú lástu í því, Svenni minn! Athugaðu bara sjálfur, hvernig fylgibréfin eru útbúin. Aftan á bréfið, alveg hinum megin við frímerkin, verður þú að skrifa þína kvittun um það, að þú haf- ir móttekið sendinguna. Þessa kvittun fær pósthúsið, þegar þú færð pakkann — og frímerkin með. Á vinstri helming fylgi- bréfsins er rönd, sem þú mátt klippa af og heitir auðvitað „af- klippingur“. Þar á eru engin frí- merki. En annað ráð skal ég kenna þér. Reyndu að leysa upp frí- merkin af fylgibréfinu áður en þú afhendir það, og vittu hvað skeður! Skriftin gæti verið betri. Vantar klossa í miSjuna Kæri Viku-póstur! Ég hef aldrei leitað til þín áður, en ég sé að þú leysir marg- an vandann og gerir það eflaust nú. Eruð þið ekki góðir skíða- menn þarna á Vikunni? Ég á ný skíði, askskíði, með stálkönt- um og nú er spurningin. Er ekki betra að bera eitthvað á skíðin áður en maður setur þau í geymslu yfir sumarið? Ég bar vaselin á stálkantana er það gott? Er ekki gott að láta þau snúa botnunum saman og glenna þau sundur í miðjunni? ha? Mikið værir þú nú góð ef þú vildir svara þessum spurningum. Vik- an er bezta vikublað landsins og ég mun kaupa hana á meðan ég lifi. Þetta er ekkert smjaður, ég meina það. Skíðamaður 8-2-4. -------—Þótt ég sé ekki skíðamað- ur, þá veit ég að þetta er alveg rétt hjá þér. Þú átt að bera ein- hverja feiti á stálkantana, en láttu hana ekki fara í viðinn.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.