Vikan


Vikan - 25.06.1964, Blaðsíða 43

Vikan - 25.06.1964, Blaðsíða 43
sig til að komast í gegnum gatið. I sama bili heyrði ég skell og Al riðaði, svo féll hann beint áfram. Vöruskemmudyrnar opnuðust og einhver hl|óp í burtu. Fótatakið hafði sömu áhrif og þau, sem mað- ur heyrir í dularfullum, ógnþrungn- um, glæpaleikritum í útvarpinu. Ekill mjólkurvagnsins hafði rank- að við sér. Hann hafði annaðhvort beðið eða verið á leiðinni burt þeg- ar Al rétti höndina í gegnum gatið til að smokra sér innfyrir. Hann hafði sparkað í Al og lagt svo á flótta. Myndi hann koma aftur? Ég hélt ekki. Það var ólíklegt; að hann næði sambandi við Marty eða nokk- urn annan í bráðina, og hvernig gat hann vitað, hvað við værum margir? Þegar hann uppgötvaði, að hann hafði misst af öllum pen- ingunum, mundi hann sennilega hlaupa í einum spretti, þangað til hann kæmist að kanadísku landa- mörkunum. Ég lyfti Al og sneri honum við. Það var stór skurður á höfðinu á honum og blóðið streymdi úr hon- um. Ég reyndi eins og ég gat, að stöðva það með vasaklútnum mín- um og með því að binda hálsbind- ið hans undir hökuna á honum. Það hjálpaði svolítið, en ekki nóg. Hann var eins og framliðinn háfur. Hann komst til s|álfs síns, meðan ég var að bisa við hann, og stau'- aðist á fætur. — Hann sló mig, sagði hann illskulega og átti erfitt með mál, af því að hann var vankaður og bindið, sem ég batt undir kjálkana á honum gerði sitt. — Ég hefði átt að mola á honum hausinn strax. Hann slangraði að líkvagninum, — Hjálpaðu mér inn, sagði hann. — Við breytum áætluninni. Ég get ekki beðið hér. Við skulum strax fara til likbrennslunnar. Við verð- um að fela þýfið. Þú gerir mig í stand og fylgir mér heim. Já, það er það, sem við verðum að gera. Þú keyrir, Pete, og krossaðu þig svo við verðum ekki stöðvaðir. Ég hjálpaði honum inn, og hann lagðist niður við hliðina á líkkistu Andrews B. Cash. Svo keyrði ég líkvagninn út. Við urðum að skilja hestinn og mjólkurvagninn eftir, þó að þeir fyndust kannske fyrr fyrir bragðið. Það voru tíu skemmur til líkbrennslunnar. Ég krossaði mig og allt sem ég gat. Ef lögreglubíll sæi líkvagn á götunni á þessum tíma nætur . . . Sem betur fer sá okkur enginn. Ég fór bakdyramegin upp að lík- brennslunni og dró andann léttar. Ég fór út og opnaði vagninn. — Við erum komnir, sagði ég við Al, og hann skreiddist á fætur. Það var ekkert gagn af honum, en ég tók Andrew B. Cash út og setti hann á keflin og renndi honum inn í móttökuherbergið. Al kom á eftir. Blóðið lak úr honum, vasaklúturinn, sem ég hafði bundið um sárið á höfðinu var löngu orðinn gegnvot- ur- Hann leit út eins og slasaður hermaður úr fyrstu víglínu. Hann hafði undarlegan litarhátt. iiiailiir dagsi KLÆÐIST FÖTUM FRÁ OKKUR

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.