Vikan


Vikan - 25.06.1964, Blaðsíða 46

Vikan - 25.06.1964, Blaðsíða 46
ÞAÐ ER SPARNAÐUR í AÐ KAUPA GÍNU Óskadraumurinn við heimasauminn Omissandi fyrir allar konur, sem sauma sjólfar. Stærðir viS allra hæfi. Verð kr. 550,00 og með klæðningu kr. 700,00. Biðjið um ókeypis leiðarvísi. Fæst í Reykjavík hjá: DÖMU- & HERRABÚÐINNI Laugavegi 55 og GÍSLA MARTEINSSYNI Garðastræti 11, sími 20672 STRETCH buxurnar frá SPORTVER eru viðurkenndir fyr- ir gæði. Fást f eftirtöldum verzlunum: Verzl. SIF, Laugavegi 44 Verzl. TIBRÁ, Laugavegi 19 Verzi. ANDRÉSAR ANDRÉSSONAR Verzl. S.f.S., Austurstræti Verzl. VERA, Hafnarstræti REYKJAVÍK hún ætti að koma fram, og hann hló að þeirri mynd, sem þau hlutu að sýna — hún i tötrum og hann í sinni óhreinu, bláu skyrtu, galla- buxum og aurugum strigaskóm. Hann fór til hennar og tók um hendur hennar. Þær voru kaldar. Hann sagði: — Honey, við erum nú meiri fuglarnir. Það er aðeins eitt vandamál. Eigum við að fá okkur mat fyrst, meðan hann er heitur, eða eigum við að koma okkur úr þessum lörfum, fá okkur bað og borða svo matinn þegar hann er orðinn kaldur? Hugsaðu ekki um neitt annað. Við erum hérna í þessu dásamlega húsi og það er allt sem máli skiptir. Nú og hvað eigum við þá að gera? Hún brosti óviss. Blá augun leit- uðu að öryggi í andliti hans. — Þú hefur ekki áhyggjur af því hvað muni koma fyrir okkur? Hún benti um herbergið með höfuðhreyfingu. — Sérðu ekki að við erum hér í gildru? — Vertu ekki of viss um það. En nú sem stendur er ekkert að gera fyrir rotturnar í gildrunni annað en að éta ostinn. Eina spurningin er hvort við eigum að éta hann heit- an eða kaldan. Hann þrýsti hendur hennar. — Svona nú, Honey, eftir- láttu mér áhyggjurnar. Hugsaðu þér bara hvar við vorum fyrir klukkutíma. Er þetta ekki betra? Láttu nú undan og taktu ákvörðun í því sem máli skiptir. Bað eða mat? — Ja, ef þú heldur . . . ég meina. Eg held, að ég myndi heldur vilja þvo mér fyrst, sagði hún hikandi. Svo bætti hún við fljótmælt: — En þú verður að hjálpa mér. Hún hnykkti höfðinu til í áttina að bað- herbergisdyrunum. — Ég kann ekk- ert á svona lagað. Hvað á maður að gera? — Það er mjög auðvelt, sagði Bond alvarlegur. — Ég skal ganga frá því fyrir þig. Meðan þú færð þér bað ætla ég að fá mér morgun- verð. Ég skal reyna að halda þín- um mat heitum. Hann sneri sér að einum innbyggða klæðaskápnum og opnaði dyrnar. Þar voru um hálf tylft af kímanóum, nokkrum úr silki og nokkrum úr lérefti. Hann tók einn léreftsslopp niður. — Farðu nú úr fötunum og í þetta og ég skal ganga frá baðinu. A eftir geturðu valið um, í hverju þú vilt vera við matinn og í rúminu. Hún sagði þakklát: — Ó, já, James, ef þú vilt bara sýna mér . . . Hún tók að hneppa frá sér blússunni. Bond langaði til að taka hana í fang sér og kyssa hana. í staðinn sagði hann: — Allt f lagi, Honey, fór inn í baðherbergið og skrúfaði frá krananum. Það var allt í þessu baðherbergi. Sérstakt baðsalt fyrir karlmenn og annað fyrir kvenfólk. Hann lét kvennabaðsalt í vatnið og í sama bili ilmaði baðherbergið eins og gróðurhús með orkideum. Sápan var af vandaðri franskri tegund. í skápnum undir speglinum voru tannburstar og tannkrem, tann- stönglar, munnskol, aspirín og and- litskrem. Þar var einnig rafmagns- rakvél, rakspíritus af góðu merki, tveir nylonhárburstar og greiður. Allt var glænýtt og ósnortið. Bond leit á sóðalegt, órakað and- lit sitt í speglinum óg brosti særðu brosi inn í grá blóðhlaupin augun. Húðin á pillunni var svo sannar- lega úr sætasta sykri. Það væri rétt að gera ráð fyrir því, að lyfið í henni væri af beiskustu gerð. Hann sneri sér aftur að baðinu og aðgætti vatnið. Sennilega væri það of heitt fyrir manneskju, sem aldrei hafði farið í heitt bað áður. Hann bætti í það köldu vatni. Þeg- ar hann hallaði sér yfir kerið, var tveimur handleggjum vafið um háls hans. Hann stóð upp. Gullbrúnn lík- aminn skar sig vel úr í hvítflísuðu baðherberginu. Hún kyssti hann fast og klunnalega á varirnar. Hann vafði handleggjunum utan um hana og þrýsti henni að sér og hjarta hans barðist ákaflega. Hún sagði andstutt við eyra hans: — Mér fannst óviðkunnanlegt að vera í þessum kínversku fötum. Og hvort sem er, þú sagðir þessari konu að við værum gift. Bond hélt um vinstra brjóst henn- ar. Geirvartan var hörð af ástríðu. Kviður hennar þrýstist að honum. Hvers vegna ekki? Hvers vegna ekki? Láttu ekki eins og asni! Þetta er ómögulegur tími til þess. Þið eruð bæði ! lífshættu. Þið verðið að halda höfðinu köldu eins og ís, ef þið ætlið að komast út úr þessu. Seinna! Seinna! Láttu nú ekki und- an. Bond sleppti brjósti hennar og tók utan um hálsinn á henni. Hann nuddaði andliti sínu við hennar, leitaði að munni hennar og kyssti hana löngum kossi. Svo hélt hann henni armslengd frá sér. Eitt andartak horfðu þau hvort á annað og augu þeirra vorú skær af þrá. Hún andaði ört og varir hennar voru aðeins aðskildar, svo að hann sá glitra í hvítar tenn- urnar. Hann sagði og röddin var óstöðug: — Honey, farðu í baðið, áður en ég rassskelli þig. Framhald í næsta blaði. Framhald af hls. 13. 1 sömu andrá tók ráðsmaðurinn eftir Angelique. Hún hallaði sér upp að dyrakarminum og hlustaði. Baróninn sneri sér við og hnyklaði brýrnar, þegar hann sá hana. — Komdu hingað Angelique, sagði hann reiðilega. — Þú ert farin að venja Þig á að liggja á hleri. Þú skýtur alltaf upp kollinum, Þegar verst stendur á og lætur aldrei til Þín heyra. Það er megnasta ókurt- eisi. Molines leit rannsakandi á hana, en var ekki eins reiðilegur og faðir hennar. —• Heyrðirðu, hvað við vorum að tala um? spurði baróninn. — Já, pabbi, svaraði Angelique og gekk ófeimin inn í skrifstofuna. — Molines sagði, að Josselin gæti farið í herinn og Hortenze i klaust- ur, ef Þú fjölgar múldýrunum. —■ Þú orðar nú stundum hlutina öðruvísi en aðrir. En hlustaðu nú á mig: Þú verður að lofa, að segja engum frá Þessu. Angelique leit beint í augun á honum. — Hvað fæ ég í staðinn? Ráðsmaðurinn bældi niðri í sér hláturinn. — Angelique! hrópaði faðir hennar. —■ Fyrst verðið Þér að sanna okkur, að Þér getið varðveitt leyndar- mál, Mademoiselle Angelique, sagði ráðsmaðurinn. — Ef af Þessum félagsskap verður, Þurfum við fyrst að tryggja okkur, að fyrirtækið, blómstri, og ekkert af fyrirætlunum okkar hafi síazt út. Standist það, skulum við finna handa Þér verðugan eiginmann að launum. Angelique velti Þessu fyrir sér. — Allt í lagi. Ég lofa, sagði hún svo. Hún fór aftur fram í eldhús og horfði á Madame Molines setjá köku í ofninn. — Er maturinn alveg að koma, Madame Molines? spurði hún. — Ekki alveg strax, stúlka mín. —• Hef ég tíma til að skreppa heim að höllinni? — Já, Það getur þú gert. Ég skal senda eftir Þér, þegar búið er að leggja á borðið. Þetta var sannarlega ævvintýrahöll. Allar aðrar hallir voru nokkurn veginn eins og Monteloup, gráar, augnlausar og mosavaxnar. E'n hér hafði ungur ítalskur arkitekt stækkað gluggana og súlnagöngin að miklum mun. 1 hallarsikinu var hreint vatn og þar uxu vatnaliljur. Með undraverðri leikni, klifraði Angelique upp á neðstu svalirnar og síðan upp á svalirnar á annarri hæð. Hún þrýsti nefinu að glugga- rúðunni. Hún þreyttist aldrei á að horfa inn i þetta herbergi, þar sem glampaði af silfri og fílabeini í húsgögnunum. Veggirnir skinu í skær- um litum, og málverkin voru sem lifandi. Fjarst í herberginu var gull- saumað veggteppi og yfir opnu eldstæðinu var stórt málverk úr heimi

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.