Vikan


Vikan - 25.06.1964, Blaðsíða 21

Vikan - 25.06.1964, Blaðsíða 21
Lucy Fray var þrjátíu og fjögurra ára gömul og tíu barna móðir, þegar læknarnir sögSu henni aS hún væri meS krabbamein og gæti í hæsta lagi lifaS í eitt ár. ÞaS eina, sem hún hugsaSi um, var þaS, hvernig hún gæti komiS börnum sínum fyrir, og lagSi á ráSin um þaS á óviSjafnanlegan hátt. Teikning Baltasar AÖeins tíu dogum eft- ir að Lucy Fray kom heim af sjúkra- húsinu með tíunda barnið sitt nýfætt, vissi hún að hún var dauð- vona. Það gat dregizt í nokkrar vikur eða nokkra mánuði, en í mesta lagi eitt ár. Hún sagði Ivan, mann- inum sínum ekki frá þessu, því hún vildi vita vissu sína áður en hann og börn- in heyrðu þessar hræði- legu fréttir. Lucy Fray var tæplega þrjátíu og fjögurra ára gömul og átti heima í bæn- um Ottuma í Iowa í Banda- ríkjunum. Það var stuttu eftir að hún eignaðist Step- hen, tíunda barnið, að hún fann harðan hnút í vinstra brjóstinu. Hún talaði ekki um það við lækninn á fæð- ingarheimilinu, því hún hélt að þetta væri hættu- laus bólga, sem stæði í sambandi við fæðinguna. En nokkrum dögum eftir að hún kom heim aftur, var hnúutrinn enn í brjóst- inu, og hún nefndi það við manninn sinn. — Þetta er sjálfsagt ein- hver erting eða þvílíkt, sagði hún. — Það verður væntanlega horfið eftir nokkra daga. En hnúturinn hvarf ekki. Hann stækkaði dálítið, en olli engum sársauka. Lucy, sem var há og grönn og ennþá næstum eins falleg og þegar hún giftist Ivan fyrir fimmtán árum, hafði engin óþægindi af honum. Ivan og Lucy áttu lítinn búgarð, sem ekki gaf mikið af sér, en veitti þeim og börnunum þeirra tíu, húsa- skjól og fæði. Á vetrum fór Ivan stundum í vinnu inn í borgina og bætti það töluvert fjárhaginn, en hann þjáðist af gigt og síð- asta árið hafði hann verið rúmliggjandi. Það leið ekki meira en vika þar til Lucy gerði sér Ijóst, að berið í brjóstinu var ekki eins hættulaust og hún hafði látið í veðiú vaka við fjölskylduna. Samt leið næstum mánuður áður en hún ók inn í borgina til að hitta lækni. Hann skoðaði hana, en vildi ekki segja neitt ákveðið fyrr en hann hefði talað við sérfræðing. — Ég hef enga sérþekk- ingu, sagði hann við Lucy, — og ég get ekki gert fullnaðar sjúkdómsgrein- ingu, nema að leita ráða sérfræðings. Hann bað Lucy um að hafa ekki óþarfa áhyggjur og lofaði henni tíma hjá sérfræðingi eins fljótt og auðið væri. — Það verður ekki hjá því komizt að framkvæma uppskurð, sagði hann. — En ég vona að meinsemdin sé aðeins á afmörkuðu svæði, svo auðvelt verði að nema hana burt. Það liðu tveir mánuðir áður en Lucy var skorin og síðan átti hún að koma aftur eftir tvo mánuði til nýrrar rannsóknar. Þá gat hann aðeins fært henni þær fréttir, að sjúkdómur- inn hefði því miður verið kominn á of hátt stig og þýðingarlaust væri að gera aðra skurðaðgerð. — Þegar uppskurðurinn var gerður í upphafi, gerð- um við okkur vonir um að komast fyrir meinsemdina, sagði læknirinn, —■ að minnsta kosti gat hann lengt líf yðar um nokkra mánuði og það reyndist rétt. Lucy Fray var alveg ró- leg þegar hún spurði: -—■ Lengt líf mitt, lækn- ir? Hve lengi hefði ég lif- að, ef þér hefðuð ekki skor- ið mig upp? — Þér væruð ef til vill dáin núna, frú Fray, svar- aði læknirinn. — Við vild- um ekki hræða yður. Þér eigið stóra fjölskyldu og við gerðum það sem við gátum til að lengja líf yðar um nokkra mánuði. — Það er þá ekkert hægt að gera mér til hjálp- arþ spurði Lucy rólega. — Enginn mannlegur máttur er þess megnugur, var svarið. Stóru gráu augun litu beint á lækninn um leið og hún spurði: — Hve lengi get ég lifað? —■ Viljið þér að ég svari yður hreinskilningslega, frú Fray? spurði læknirinn. ■— Já, það vil ég. Ég þarf að hugsa um fjöl- skyldu mína og gera ýms- ar ráðstafanir áður en ég dey. - Þér getið ef til vill gert yður vonir um tíu mánuði, en sennilegra er, að þeir verði aðeins sex. Lucy Fray sýndi enga geðshræringu þegar hún kvaddi hann. Hún fór aftur heim á bóndabæinn og var jafn brosmild og blíðleg og alltaf áður. Enginn gat séð það á henni að hún vissi af dauðanum á næstu grösum. Hún baðaði yngsta barnið og sá um matinn áður en hún sagði manni sínum, að hún ætlaði að ganga út og hafa tal af prestinum. :— Það er ýmislegt, sem mig langar til að tala við hann um, sagði hún, og maður hennar spurði einskis. Hann var rúm- fastur af gigtinni. Lucy sagði prestinum allt af létta um örlög sín. — Ég hef verið að hugsa um, hvernig muni fara fyrir börnunum mínum. Þegar ég var að baða Stephen litla í kvöld, gat ég varla hugsað til þess að hann og öll hin börnin ættu eftir að fara á barna- heimili. En það var eins og einhver stæði við hlið mér, ekki mað- frá ráðagerð sínni við- víkjandi börnunum og hann var henni sam- þykkur, eins og í flestu öðru síðan þau giftust. Næsta morgun kallaði hún á börnin og sagði þeim að þau ættu að flytja á ný heimili. — Það kemur bráð- um að því, að ég get ekki lengur hugsað um ykkur, því ég er á för- um til guðs, sagði hún rólega og lét enga geðs- hæringu á sér sjá. En áður en ég fer, langar mig til að sjá ykkur hamingjusöm hjá nýju foreldrunum ykkar, sem ur, heldur einhver vold- ugur ójarðneskur andi. Þessi andi sagði mér, að það hlyti að vera margt gott fólk hér í Ia|wa, sem vildí taka börnin mín og láta sér þykja vænt um þau, og gæti hjálpað þeim til að þroskast í góða menn og konur. Ég verð að reyna að finna þetta fólk, svo að ég viti að börnin mín hafi það gott, þó ég sé farin frá þeim. Þegar hún kom heim, sagði hún Ivan, að hún mundi ekki lifa sumarið út. Hún sagði honum verða ykkur góð. Ég ætla að finna ykkur öll- um nýjan pabba og nýja mömmu, sem mun þykja eins vænt um ykkur og verða ykkur jafn góð og við höfum verið. Eftir nokkra daga skrifuðu blöðin í ná- grenninu um dauðvona móðurina, sem væri að leita að heimilum fyrir litlu börnin sín tíu. Það- an bárust fréttirnar til stærri blaða og brátt birtu öll blöð í Norður- Ameríku söguna um Lucy Fray. Hún vakti Framhald á bls. 31. VIKAN 26. tbl. 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.