Vikan


Vikan - 25.06.1964, Blaðsíða 26

Vikan - 25.06.1964, Blaðsíða 26
AnHUWT I AlfARAlEIO Gjábakki. Þar er nýlegt íbúðarhús og sæmileg útihús. Bær- inn vel í sveit settur og stendur á fallegum stað. Túnið í rækt. Bærinn er í eyði O -£> Séö heim r.ð Skógarkoti eftir hcimreiðinni. Örin vísar á rústirnar. Umhveríis kargaþýft túnið er hlaðinn steingarður. Grjótið er nærtækt. aS segja en það, að þeir fengju að horfa á ljósin í Efrafallsvirkjun- inni og KR-skálanum. Og hann sagði mér örnefni: Veiðibjöllu- tangi. Hnan er eiginlega beint á móti bænum í Mjóanesi, og þar verpir veiðibjallan. Hjallhólmi. Hann er nokkru utar, og þar voru einu sinni hjallar. Dansvík. Þar dunaði dans um ísa hér í fyrnd- inni, þegar unga fóikið dansaði bara af því að það var gaman. Það var komið fram yfir há- degi, þegar við fórum frá Mjóa- nesi, eftir að hafa þegið glænýja bleikju hjá hjónunum þar. Á leiðinni upp á veg komum við í fjárhelliim uppi á túninu. Hann er allra þokkalegasta f járhús, og við enda hans stendur hlaða. Hún var lokuð núna, nema hvað hún var opin ofan í hellinn og hellir- inn opinn út. I hlöðunni voru nokkrir smáfuglar á flögri og börðu gluggana, en höfðu ekki vit á að stinga sér ofan um myrkt hellisopið til frelsisins. Skyldu ekki annars margir fuglar týna líi'inu á þann hátt, að fljúga inn eftir hellum og gjótum en ekki ramba á rétta leið til baka? Milli Miðfells og Arnarfells er nokkurt undirlendi, íil þess að gera sléttir móar og hraun. Mér finnst, að einhvern tíma, þegar ég var pínulítill, hafi ég sé!3 hreindýr þarr.a niðri í hrauninu. Kannski er það vitleysa. Kannski rugla ég því saman við ljósmynd, sem var til hcima, o.g sýndi ekk- ert ncma eyðilega flatneskju, nvr.ii hvað tvö hreindýrshorn lyftu sér yfir sjóndeildarhríng- inn. En þetta getur staðizt, því í Arnarfelli var hreindýrarækt hér áður fyrr, og það er ekki ýkja langt síðan síðasta hreindýrið livarf af þessum slóðum. Vegurinn heim að bænum Arnarfelli liggur niður með fell- inu austanverðu og suðurfyrir það. Þetta er langur afleggjari og erfiður, sjáifsagt ófær mest allan veturinn. Svo það er ekki að furða, þótt Arnarfell sé í eyði. En það er fallegt og vinalegt í Arnarfelli. Bærinn stendur fremur hátt yfir vatninu, þótt stutt sé niður að því; stígandinn í landslaginu er ör, og yfir gnæf- ir fellið, tígulegt og rólegt. Tún- ið liggur upp af bænum og norð- ur eftir, nokkuð stórt og mis- hæðctt, og þar var verið að heyja, þegar við komum. Það var Ein- ar í Heiðarbæ, sem hirti túnið. Hús cru uppistandandi í Arnar- felli, iííið en þokkalegt íbúðar- hús, og útihús nokru ofar. Aust- ar, os niður við vatnið, stendur braggi, sumarbústaður ábúanda jarðarinnar, Matthíasar Matthías- Bíllinn hans Símonar, sem stendur fyrir framan bæ í Vatnskoti. Hér er ekki verið að hugsa um drullu- sokka, spegla eða áklæði á stýrið. Þetta er vatnareiðhjólið hans Símonat. Á þessu þeysti hann með ströndum og gekk vel. |) f Markús í Svartagili hugsar vel um dýrin sín. Tvo heima- alninga, tvo hunda og kettling. O O Markús í eldhúsinu sínu. Hann hefur ekki rafmagn, en kveður gaseldavélina góða. 26 VIKAN 26. tbl, O Símon bóndi í Vatnskoti í bæjardyrunum ásamt Helg- unum, dóttur sinni og dótturdóttur. sonar. Það var faðir hans, sem ræktaði hreindýr í Arnarfelli. Beint niður af bæn- um var himbrimamamma á sundi með börnin sín og dýpkaði á sér, þegar hún varð okkar vör. Hún kallaði á afkomendur sína með djúpri röddu og þeir flýttu sér til hennar, svo vatnið myndaði rastir fyrir aftan þá. Það er víðar fallegt en þar, sem æski- legt þykir að búa. Svo er einnig um Gjá- bakka. Allir þeir, sem hafa farið um Lyngdalsheiðarveg, sem svo er kallaður, frá Þingvöllum yfir á Laugardalsvelli, vita hvar Gjábakki er, því hjá honum liggur Lyngdalsheiðarvegur upp frá Þing- völlum. Það er annars skrýtið, hvernig örnefni færast til. Mér er sagt, að Lyng- dalsheiðarvegur liggi hvergi upp á Lyng- dalsheiðina. Samt er hann alltaf kallað- ur Lyngdalsheiðarvegur. Samkvæmt korti liggur hann upp yfir Gjábakkahraun, yfir Tagíaflöt, fram hjá Hellum og Tindtrón, og fyrir Reyðarbarm niður á Laugardals- velli. Kannski Lyngdalsheiðarvegarnafn- giftin sé tilkomin á sama hátt og þegar Reykvíkingar tala um Kjósina, og eiga þá við þrjár sveitir: Mosfellssveit, Kjalar- nes og Kjós. Að vísu eru allar þessar sveitir í Kjósarsýslu, en það er Seltjarn- arnes líka. Samt dettur engum í hug að tala um Kjósina, þegar átt er við Sel- tjarnarnes. Jæja, Gjábakki er allavega á sínum stað og í eyði. Þarna er stórt og fallegt, nýlegt íbúðarhús, og allstór útihús í sæmi- legu standi. Túnið er ekki stórt, en mér er sagt, að nytjarnar af vatninu bæti það vel upp. Og margir munu fáanlegir til að setjast að á Gjábakka. En bærinn stendur innan Þjóðgarðsins, og þar er búpeningi hannaður aðgangur. Ekki eru menn þó á eitt sáttir um ágæti þeirrar ráðstöfunar. Það er gert til þess að friða landið, svo skógarvesöldin okkar Islend- inga eigi auðveldara uppdráttar á þess- um stað. En sumir telja, og líklega með nokkrum rétti, að sauðféð geri kjarrbasl- inu meira gott en illt. Því sauðfé geri meira en að bíta lauf, það erjar um leið jörðina og lætur frá sér áburð. Og áburð- urinn er öllu lífi nauðsynlegur, og því heldur, sem hann er lífrænni. Ég minnt- ist á það við gamlan Þingvelling, Halldór frá Hrauntúni, að ég hefði verið að ráta um Þingvallahraunið. Þá sagði hann: — Jahá. Og heyrðirðu nokkurn fuglasöng? Og viti menn: þegar ég fór að hugsa um það, minntist ég þess, hve allt var hljótt í lirauninu og lítið um fugla. í Þórsmörk, þar sem girðingarnar eru þó ekki beysnari en svo, að alltaf er slæðingur af fé inn- an afgirta svæðisins, er loftið fullt af glað- legum fuglasöng. — Nei, svaraði ég Hall- dóri, — það var lítið um það. — Já, sagði hann,-— fuglinn er að mestu horfinn. Hann hvarf með fénu. Og gróðrinum hefur far- ið aftur. Ég hef ekki til samanburðar, hvernig gróðurinn í Þingvallahrauni hefur breytzt, en ég sá ltyrkinginn, sem kominn var í rabbarbarann á Gjábakka. Ef farið er frá Gjábakka niður á veg, yfir sporðinn á Hrafnagjá, fyrir Hallvík og inn í hotn á Vatnsvíkinni, hefur maður Tjarnir á liægri hönd. Sé leitað vendi- lega norðan við Tjarnir, má greina gaml- an götuslóða, sem liggur upp í haunið. Og þessi götuslóði liggur heim að rústum gamals eyðibæjar, sem er einn merkileg- asti staður á Þingvöllum. Því þar var fyrst bruggað á íslandi svo skjalfestar heimild- ir séu tíl um. Það mun hafa verið nokkrum árum eft- ir kristnitöku á Islandi, að maður nokkur bjó þar sem hétu Þórhallsstaðir í Bláskóg- um. Maðurinn hét Þórhallur, og bruggaði mungát til að selja á þingum, og má því með sanni segja, að hann hafi verið fyrir- rennari þeirra, sem nú selja mönni-m hressingu í Valhöll. Um hann segir svo, í sögu sem við hann er kennd, að hann hafi verið „vel fjáreigandi ok heldr við aldr, er saga sjá gerðist. Lítill var hann ok Ijótr. Engi var hann íþróttamaðr“. — „Engi var Þórhallr veifiskati kallaðr og heldr sínkr. Honum váru augu þung. Oftliga var þat siðr hans at hafa kofra á höfði og jafnan á þingum, en af því at hann var maðr ckki nafn- frægr, þá gáfu þingmenn honum þat nafn, er við hann festist, at þeir kölluðu hann Ölkofra". Það fylgir sögunni, að mjög hafi Öl- kofri verið misjafnt þokkaður og eins öl hans. En þó hefði hann sennilega aldrei komizt í bækur, hefði hann ekki gert það sér til dundurs eitt haust, að fara í skóg þann, er hann átti, „upp frá Hrafnabjörg- um og austr frá Lönguhlíð“, þeirra er- inda að brenna kol. Þá varð honum það á að sofna yfir kolunum, og gæti maður látið sér detta í hug, að hann hefði farið að eins og Hvítasunnusöfnuðurinn hiun nýi á íslandi og haft með sér mjöð nokk- urn til útilegunnar. Nema þegar hann vaknar, er eldurinn hlaupinn úr kolagröf- inni í „limit hjá, ok logaði þat brátt“. Þá var orðið hvasst nokkuð, er Ölkofri vakn- aði, „ok varð hann því feginn, at hann gæti sér forðat“. Er það ekki til orðleng- inga, að þarna brann mikill skógur og heitir þar síðan á Svíðingi, en hefði þó lítið verið að gert, hefði ekki eldfjandinn líka hlaupið í skóg, sem áttu sex gildir goðar. Stefndu þeir honum fyrir skógar- brunann og létu liggja að, að svona at- ferli væri skóggangssök. Eftir mikið japl fékk Ölkofri liðsinni Brodda Bjarnason- ar, mágs Þorsteins Síðu-Haílssonar, og eftir því sem mér bezt skilst, blés Broddi þessi málinu út úr heiminum með því að brígzla þeim goðunum ótæpilega á þingi. Það er allavegu ekki Ijóst, hvað af Ölkofra varð, enda ekki fýsilegt fyrir hann að gerast skógargangsmaður, eftir að vera búinn að hrenna upp bróðurpart Blá- skóganna. En sennilega hefur liann orðið að hætta áð brugga, því á þessu þingi vildi enginn við hann verzla og trúlega þá ekki á þeim næstu, til að eiga ekki reiði goðanna yfir sér. Svo þetta hafa líklega verið hálfgerð bindindisþing. Framhald á bls. 33. VIKAN 26. tbL — £7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.