Vikan


Vikan - 25.06.1964, Blaðsíða 11

Vikan - 25.06.1964, Blaðsíða 11
0 Þarna eru Fransmenn lifandi komnir. Þetta er „Le style 1900“, sem cr eftir því sem frönsk blöð segja, tízka í Frakklandi, en gæti þó einungis verið loftbóla, sem antík-kaupmenn reyndu að blása upp. Hitt er svo annað mál, að Frans- menn hafa altlaf verið veikir fyrir öllu því í húsbúnaði, scm kcnnt er við Lúðvíkana þeirra. Hér höfum við andstæðu við myndina að ofan: Allt einfalt og látlaust, hreinir fletir, gler, viður og stílhrein hús- gögn. En ef til vill er þetta samt dálítið nakið og skortir það að geta orðið heimilislegt, ef eingöngu er hugsað um áferð efnis og flata. c» byggingarefnið ræður miklu um stíl og útlit. Réttlínu- byggingar nútíðarinnar eru skilgetin afkvæmi þeirra skilyrða, sem steinsteypa setur. Talsverðar vonir eru tengdar við plast eða einhver ámóta efni og það kynni að hafa í för með sér verulegar stílbreytingar. Samt sem áður er alltaf rík tilhneiging til að nota náttúru- efniviðinn, timbur og grjót. Trúlegt er að það haldi áfram með aukinni borgarmenningu. Einskonar ,,Hans og Grétu“ stíll virðist eiga ítök í fólki úti á megin- landi Evrópu. Þeir sem efni hafa á því að byggja ■ sér dýrar villur utan við borgirnar, byggja sem sagt ekki endilega í Kaliforníustíl með heilum glerveggj- um. Þeir byggja ef til vill alveg eins hús með firna háu stráþaki og koma því fyrir í fallegu rjóðri í skógi. Þarna gætir mikillar íhaldssemi við gamalgróið byggingarlag, sem tíðkazt hefur á meginlandi Evrópu og víðar síðan á miðöldum. Réttlínur steinsteypunnar hafa líka kallað á bylt- ingu, en hún er veikluleg og hjáróma enn sem komið er. Sumir arkitektar hafa gert tilraunir með hringlaga form, „hið fullkomna form“ og „hið náttúrulegasta allra forma“ eins og það hefur verið kallað. Danski arkitektinn Arne Jakobsson, teiknaði eitt slíkt hring- laga hús, sem síðan var byggt og virðist vera afbragðs hús á margan hátt. Önnur byltingartilraun við rétt- línurnar er að hafa hvert herbergi í einu húsi óreglu- Framhald á bls. 30. . swl . -q| ■tai i lllilippi 8 f illltil s s \'s" s\' sss 'S \SS \s' \ ' \ SK: : «■' *■r. s» ' : ........ PlliPl iSliillíi ■ ■

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.