Vikan


Vikan - 25.06.1964, Blaðsíða 24

Vikan - 25.06.1964, Blaðsíða 24
Afdalasveit á vetrum, í alfaraleið á sumrum. Rétt hjá höfuðborginni, en samgöngur litlar nema yfir sumarmán- uðina. Mikið landflæmi, en fáir bæir. Þingvallasveit. Það er aS verða ár, síðan ég tók að hús- vitja í Þingvallasveitinni, en ég er ekki bú- inn ennþá. Þó eru bæirnir þar innan við 20, og sumir í eyði. En fólkið er svo gest- risið og skemmtilegt, að það tekur tímann sinn að heimsækja alla. En áður en yfir- reiðinni lauk, kölluðu önnur verkefni, sem minni bið þoldu, svo Þingvallasveitin hefur legið óhreyfð niðri í skúffu. En nú er kom- ið nýtt sumar, og Þingvallasveit er aftur í alfaraleið. Sé ekið austur úr Þjóðgarðinum, er fell á hægri hönd. Síðan kemur slakki frá veg- inum niður að vatninu, og loks annað fell. Þetta fell heitir Miðfell, og við suð-austur- horn þess er afleggjari. Sé farið eftir þess- um afleggjara, kemur maður heim á hlað í Miðfelli, austasta bænum í Þingvallasveit. Bærinn stendur niður undir vatninu. Út með því eru sumarbústaðir, sem minna á skúrana í garðlöndum Reykvíkinga, og ef svo fer fram með garðlöndin sem horfir, líður varla á löngu, áður en eigendur sumarbústaðanna austan við Miðfell varða svo heppnir að eiga hús í garðlöndunum. En við vorum ekki að skoða sumarbústaði, heldur húsvitja I Þingvallasveit, og knúðum dyra á Miðfelli. Ingólfur bóndi Guðmundsson og Marta Stefánsdóttir, kona hans, tóku vel á móti okk- ur og vísuðu til stofu. Bæjarhúsin á Mið- felli eru nokkuð við aldur, en þeim er vel viðhaldið og stofan vistleg. Og þótt úti væri brakaþurrkur, settist Ingólfur hjá okkur, eins og ekkert væri sjálfsagðara. — Þú er með kúabú, Ingólfur? — Já, ég hef selt í Flóabúið, síðan um fjárskipti. — Þú hefur ekki kært þig um að fara aftur í fjárbúskapinn? — Ég er með fé líka. En kýrnar gefa raunverulega meira en féð. — Hvað ertu með mikið af skepnum? — Ég er með 11 kýr, um fjögur hundruð fjár ,og svo fáeina hesta. — Hvernig er að koma frá sér mjólk á veturna? Er ekki iðulega ófært? — Jú, það kemur fyrir. Einu sinni lokað- ist alveg frá áramótum fram í apríl. En maður hyllist til að hafa mjólkurminnst á veturna. Er sótt hingað til þín? Nei, ég verð að flytja mjólkina út að Steingrímsstöð. Það eru um fimm kílómetrar. Hefur þú nógan heyskap hér heima? — Nei, ég sæki alltaf nokkurn heyskap afbæis. Ég býst t.d. við að hirða af Hof- mannaflöt í sumar. — Hve mörg eruð þið hér á heimilinu? — Það erum við hjónin, og svo teljast tvö börn okkar hér heimilisföst, Hrafnhild- ur og Kristján. Og félagslífið hér í sveitinni? — Það er ekkert félag hér nema kven- félagið, cg ekki mikið félagslíf annað en það, sem því til heyrir. Eina skemmtunin hér er venjulega sú, að við förum á þorrablót á írafossi. 24 — VIKAN 28. tw. — Já, þið eruð hér í góðri sambúð við rafmagnið. — Já, nema hvað við fáum það ekki. — Hvað ertu að segja? — Nei, það er víst of dýrt að leggja það hingað. Rafmagnið er aðeins kósningabeita, og það er of fátt fólk hér, til þess að það borgi sig að láta okkur fá rafmagn. — Svo þið hafið ekkert af Sogsvirkjun- inni að segja? — Ekki nema það, að það varð stórtrufl- un á veiði, þegar virkjunin var gerð. Og á tímabili var tekið af mér neyzluvatnið, ég hafði ekki einu sinni handa skepnunum. — Og hvernig fórstu að? — Það bjargaði, að þetta var um sumar- tíma, annars hefði það verið óviðráðanlegt. — En fiskurinn hefur ekki náð sér síðan stíflan var gerð? — Nei, það þyrfti að koma upp uppeldis- stöð við vatnið, svo fiskurinn kæmist aftur í sitt fyrra horf. Hann var miklu meiri hér áður fyrr og jafnfeitari. Það er svo undar- legt, að mýbitið hvarf eiginlega alveg, þegar stíflan kom. Og það hefur náttúrlega sitt að segja með fiskinn. -— Þú veiðir náttúrlega alltaf samt? •— Já, ég hef alltaf nokkur net. •— Hvernig er með draugagang hér í Þing- vallasveitinni, Ingólfur? — Það eru engir draugar hér. En þó get ég sagt ykkur frá einum atburði, sem ég get ekki skýrt. Ég var lítill þá. Þetta var um vetur, og engir karlmenn heima. Við vor- um að koma úr fjósinu, og ég man eftir því, að áður en við fórum, lokuðum við hundinn, sem var stór og sterkur — hét Vígi —- inni í hlöðunni. Svo þegar við erum nýkomin inn, kemur eitthvað upp á þekj- una, og við heyrðum eins og eitthvað væri dregið eftir henni. Þetta var svo þungt, að það brakaði í þakinu. í sama bili heyrum við, að hundurinn er kominn út og lætur eins og vitlaus sé. Við þorðum ekki út, fyrir okk- ar litla líf, en hundurinn lét svona Ianga hríð, eins og hann væri að berjast við eitt- hvað, ýmist uppi á þaki eða úti um túnið. Svo hætti þetta nú einhvern tíma, en við þorðum ekki út fyrr en um morguninn. Þá fundum við hundinn í hlöðunni, blóðugan gjog rifinn og illa til reika, og það var svo af honum dregið, að hann lá fyrir í um það bil mánuð. Við fundum, hvernig hann hafði komizt út, því það var rifið gat á hlöðuna við baggagatið, hver sem hefur gert það og hverriig. Og verksummerki fundum við, bæði á þekjunni og eins á harðfenni. Það voru rispur, eins og eftir fjórar klær á hverjum fæti, og blóð, en það gat hafa verið úr hund- inum. Og slóðin lá niður á klappir hér við vatnið, en hvarf þar. — Og hvað heldurðu, að þetta hafi verið? — Ég veit það ekki. Þetta var áreiðan- lega engin skepna, sem maður þekkir. Og það hefur varla verið neinskonar fugl. Ég held, að þetta hafi verið skepna úr vatninu. — Hefur þú orðið var við eitthvað, sem bendir til að þar búi fleiri skepnur en vitað er um? Ekki annað en þetta. Ef farið er niður að vatninu, gengið fyrir Múla og Hrafnsklett, er ekki ýkja langur gangur yfir að Mjóanesi. Það er drjúglengri Feðginln á Miðfelli, Hrafnhildur og Ingólfur. Marta var önnum kafin inni í eldliúsi og gat ckki komið út. () Heimilisfólkið í Mjóanesi — cins og þaö var í fyrrasumar. Önnur frá vinstri cr Guðrún húsfreyja, en Pétur er næstyztur frá liægri. [) Þetta er knár strákur og kann vel ára- lagið. Hann var sumarsveinn hjá Pétri í Mjóanesi í fyrra, og hjálpaði Pétri við netadráttinn. |‘, Bærinn í Mjóanesi, og hluti af útihúsunum. í haksýn cr Miðfcll. O

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.