Vikan


Vikan - 25.06.1964, Blaðsíða 25

Vikan - 25.06.1964, Blaðsíða 25
spotti að fara upp fyrir Miðfell og niður með því hinum megin en þannig liggur vegurinn. í Mjóanesi er mesta silungsveið- in á einum bæ í Þingvallasveit. Ég fékk að fara unTmorgun og vitja um net með Pétri Jóhannssyni, bónda í Mjóanesi, en hann býr þar ásamt konu sinni, Guðrúnu Sæ- mundsdóttur. Á sumrin er hjá þeim hópur unglinga, en á veturna eru þau aðeins tvö, og kunna því vel. I fyrrasumar átti Pétur á fjórða hundrað fjár og tvær kýr, en bjóst við að fækka fjárstofninum eitthvað, því þetta er of mikið fyrir einn mann að hugsa um. Pétur átti sjö net í vatninu þennan morgun, og auk okkar var í hátnum unglingur, sem aðstoðaði við netadráttinn. Mér varð ekki alveg um sel, þegar við lögðum af stað, og stefndum inn með Mjóanesinu á land, í stað þess að beina förinni í áttina út á vatn, eins og ég hafði búizt við. En þetta var ekki fyrsta ferðin hans Péturs, og hann rataði. Eftir skurði þar sem Mjóanesið mætti landi, og út á víkina norðan við það. Þetta stytti róðurinn að miklum mun. Svo fór hann að draga, en ég horfði á. Það var ekki mikið í netunum þennan morgun. En bleikjan falleg og lífleg. Við fikruðum okkur út með nesinu, og það fjölgaði heldur í balanum hjá okkur. Rennilegar bleikjurnar renndu sér um, ein- staka ein skellti sér upp að vatns- yfirborðinu og gleypti loftbólu. Svo fór að dofna yfir þeim. Þegar þær eru í litlu vatni, eru þær fljótar að eyða súrefninu, og þá verður að skipta um vatn. Þá taka þær fjör- kipp, en svo dofnar yfir þeim aftur. Það þarf því að skipta þétt um vatn, svo greyjunum líði vel. Þegar við komum fyrir nesið, var hópur himbrima þar á sundi. Þeir forðuðu sér, þegar þeir sáu okkur, á sinn sérstaka himbrimaliátt, ekki með því að fljúga, heldur stinga sér í kaf og koma ekki upp fyrr en langt, langt í burtu, og einhvers staðar allt annars staðar en maður heldur. Og himbriminn er svo gæt- inn fugl, að hann kemur ekki alveg úr kafinu, fyrr en hann er öruggur um sig. Hins vegar hefur hann svo langan háls, að hann getur skimað vítt um og séð vel yfir, þótt hann geri ekki annað en reka hálsinn upp úr og kannski herðakambinn. Það var betra í netunum sunnan við nesið, og Pétur sagði mér sitt af hverju, meðan hann losaði úr og Iagði að nýju. Hann selur bleikjuna mest til Reykjavíkur, og það er góð- ur markaður fyrir hana. Á veturna er hægt að veiða hana niður um ís, en ekki nema rétt til að hafa nýtt í soðið. Hann sagði mér líka frá því, að nú hefði Sogsvirkjunin framleitt rafmagn í 27 ár, en Þing- vellingar hefðu ekki meira af því Texti og myndii' Sigurður; Hreiðar fi *■*1 Fyrri hButi Einar í Ileiöarbæ var að h,eyja í Arnarfelli, þegár okkur bar að. Sveinbjörn Einarsson var að ýta saman görðunum O Bærinn í Arnarfelli stendur auður. O VIKAN 26. tbl, 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.