Vikan


Vikan - 25.06.1964, Blaðsíða 31

Vikan - 25.06.1964, Blaðsíða 31
DRALON KODDI DRALON SÆNG F'ISLÉTT ÞOLIR ÞVOTT sængurstær ÍSir 140x200 100x140 110x90 koddastærðir 50x70 40x50 33x40 i* voru óstyrkir. Það var aðallega uggur í fótboltaliðinu frá Baku. Myndu þeir komast í tæka tíð til keppni í Moskvu? Klukkan 12.10 kom skipunin: Spennið öryggisbeltin. Næstum því í sömu andrá drap annar mótorinn á sér, þótt mæli- ljósið sýndi enn bensín í geym- unum. Og svo hinn mótorinn. Það var enn spottakorn í flug- brautina. Fyrir neðan svífandi vélina lá Leningrad og áin Neva eins og silfurband gegnum hana. Most- ovoi tók ákvörðunina — hún var eina vonin: Hann varð að lenda á ánni. Velin tapaði ört hæð, þegar hún hafði misst mótorana. Hún stefndi óðfluga niður að ánni. Það lá við, að hún strykist við Ochtinskij-brúna. Mótorbátur skaut allt í einu upp stefninu framan við vélina. Með allri sinni flugtækni tókst Mostovoi að lyfta vélinni yfir bátinn. Svo skall hún í vatninu. Það fór þungur hnykkur um vélina, þegar hún lenti. En allt gekk vel. Hún stanzaði við Finn- landsbrúna og flaut rólega á öld- um árinnar. Eftir á var það reiknað út, að aðeins hefðu lið- ið 14 sekúndur, frá því að vélarn- ar drápu á sér, þar til flugvélin lenti. Dráttarbátur kom og dró vélina að næstu bryggju, og far- þegarnir tíndust út. Síðastur frá borði var Viktor Mostovi. Þegar hann var kom- inn upp á bryggjuna, sneri einn farþeganna sér að honum og spurði: —- Hvernig í ósköpunum gaztu vitað, að ég átti einmitt heima hér? DAUÐVONA MÓÐIR 06 ÚRRÆÐI HENNAR Framhald af bls. 21. aðdáun allra, þessi kona, sem ekki óttaðist dauðann og bar að- eins framtíð barnanna sinna fyrir brjósti. Mörg hjón komu óravegu að til að bjóðast til að taka börnin, en Lucy vildi ekki afhenda börnin alveg strax. Hún hafði gert lista yfir þá eiginleika, sem nýju for- eldrarnir áttu að hafa. Þeir foreldrar, sem Lucy áleit hæfa til að taka barn, fengu að taka eitt af börnunum í tíu daga reynslutíma, en síðan átti barn- ið að koma aftur heim, svo Lucy gæti talað við það og komizt að því, hvort barnið langaði til að edga heima hjá þeim. Þannig heyrði hún það frá barninu sjálfu, hvernig því líkaði á nýja heimil- inu. Yngsta barnið, Stephen, var fyrsta barnið, sem fór að heiman. Síðan fór Warren, þriggja ára. En þegar Linda, tveggja ára, var sótt af nýju foreldrunum, urðu hin börnin áhyggjufull. Fram til þessa hafði þeim virzt þetta sem skemmtilegur leikur, en gerðu sér nú ljóst, að þetta var alvara. Johanna, sú elzta, bað móður sína að segja þeim sannleikann. — Sannleikurinn er sá, að ég mun bráðum deyja, og enginn getur komið í veg fyrir það, sagði Lucy, og reyndi að dylja geðshræringu sína. Ég vil ekki að þið þurfið að alast upp á barnaheimili. Og ég vil að þið getið heimsótt hvert annað, þannig að þið verðið alltaf ein VIKAM U. tW. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.