Vikan


Vikan - 25.06.1964, Blaðsíða 22

Vikan - 25.06.1964, Blaðsíða 22
FramhaEdS’ sagan 11. hilutl Brattinn varð stöðugt meiri. Þau sóu gráa næturskimu gegnum rif- una í skotvörninni. Dögunin var í nánd. Uti fyrir var að hefjast ann- ar dagur steikjandi hita, amoníaks- mettaðs vinds og stybbu af fenja- uppgufun. Bond hugsaði um Quarr- el, hetjuna sem ekki mundi sjá nýjan dag. Þann dag þegar þau áttu aftur að fara til strandarinnar á leið til óhultari staðar. Hann minntist líftryggingarinnar. Quarrel hafði skynjað dauða sinn. Samt hafði hann fylgt Bond í blindni. Traust hans á Bond hafði verið sterkara en ótti hans. Og Bond hafði brugðizt honum. Mundi Bond einnig verða orsök dauða þessarar stúlku? Ökumaðurinn hallaði sér fram að mælaborðinu. Fyrir framan vél- ina heyrðist stutt hljóð úr lögreglu- vælu. Rétt í sama bili nam vélin staðar og malaði í lausagangi. Maðurinn þrýsti á rofa og tók hljóð- nema af krók við hliðina á sér. Hann talaði í hann og Bond heyrði málmkennda röddina í hátalaran- um fyrir utan: — Ókey. Náðum Bretanum og stelpunni. Hinn er dauður. Þetta er allt óg sumt. Opn- ið þið. Bond heyrði að rennihurð á járn- rúllum var opnuð. Ökumaðurinn sleppti kúplingunni og þau runnu hægt áfram fáeina metra og námu svo staðar. Maðurinn drap á vél- inni. að heyrðist skellur þegar járn- hurðin var opnuð að utanverðu. Ferskt loft og bjart Ijós komu inn í klefann. Hendur gripu í Bond og drógu hann skeytingarlaust afturá- bak og niður á steingólf. Bond stóð upp. Hann fann byssuhlaup þrýst- ast inn í hlið sina. Rödd sagði: — Vertu kyrr þar sem þú ert. t'ngar brellur. Bond leit á manninn. Þetta var einn Kínnegrinn enn, alveg eins og hinir. Gul augun rannsökuðu hann forvitnislega. Bond sneri sér kæruleysislega undan. Annar maður potaði í stúlkuna með sinni byssu. Bond sagði hvasst: •— Láttu stúlk- una vera. Hann gekk til hennar og staðnæmdist við hlið hennar. Menn- irnir tveir virtust undrandi. Þeir stóðu kyrrir og héldu byssunum reiddum. Bond litaðist um. Þeir voru inni í einu húsinu, sem hann hafði séð neðan frá ánni. Þetta var verkstæði og verkfærageymsla. „Drekinn" hafði verið stöðvaður yfir smur- gryfju í steinsteypunni. Sundurtek- inn utanborðsmótor lá á einum bekkjanna. Hvítar flouresentl jós- ræmur lágu eftir endilöngu loftinu. Það var lykt af olíu og útblásturs- reyk. Ökumaðurinn og aðstoðar- maður hans voru að skoða drekann. Nú komu þeir. Annar varðmannanna sagði: — Sendi skilaboðin. Við fengum fyrir- mæli um að senda þau í gegn. Allt í lagi? Aðstoðarökumaðurinn, sem virt- ist vera æðsti maðurinn á staðn- um sagði: — Auðvitað. Svolítil skot- hríð. Ljósin farin. Geta verið ein- hver göt á dekkjunum. Látið þið strákana fara alveg yfir hann. Ég skal fara með þessi tvö og svo ætla ég að fá mér blund. Hann sneri sér að Bond: — Aílt í lagi, hreyfðu þig. Hann benti út að aðaldyrun- um. Bond svaraði: — Hreyfðu þig sjálfur. Og reyndu að haga þér skikkanlega. Og segðu þessum öp- um að hætta að benda á okkur með byssunum. Þeir eru svo tauga- óstyrkir, að það er ómögulegt að segja nema þeir skjóti. Þar að auki virðast þeir vera afskaplega heimsk- ir. Maður kom nær. Hinir þrír komu fast á hæla hans. Augu þeirra voru rauð af hatri. Formaðurinn lyfti krepptum hnefa, stórum eins og slaghamri, og hélt honum undir r.ofi Bonds. Hcnn átti fullt í fangi með co halda stjórn á sér. Hann sagði tltvandi af bræði: — Viltu h'jrfa á mig herra minn. Stundum er okkur strákunum lofað að fylgj- ast mcð ánægjunni til enda. Ég ætla aðeins að,vona, að það verði að þessu sinni. Einu sinni létum við það endast heila viku. Og drottinn minn, ef ég fæ þig . . . Hann þagn- aði. Augu hans endurspegluðu fúl- mennskuna, sem inni fyrir bjó. Hann leit framhjá stúlkunni. Augun urðu að munnum, sem sleiktu út um. Hann þurrkaði sér um hendurnar á buxnaskálmunum. Tungubroddur hans var fölbleikur milli skarp- rauðra varanna. Hann sneri sér við og leit á hina þrjá: — Hvað segið þið, strákar? Hinir mennirnir horfðu einnig á stúlkuna. Þeir kinkuðu kolli og voru eins og börn, sem standa fyrir fram- an jólatré. Bond langaði til að ganga bers- erksgang. Berja á andlit þeirra með hlekkjuðum úlnliðunum og taka á móti blóðugri hefnd þeirra. En stúlk- unnar vegna vildi hann ekki gera það. Allt, sem hann hafði unnið nú, með hreystilegum orðum sín- um, var að gera hana skelfda. Hann sagði: — Allt í lagi, allt í lagi. Þið eruð fjórir og við erum tvö og við erum bundin á höndum. Komið nú. Við skulum ekki meiða ykkur. Far- ið þið bara svolítið sæmilega með okkur. Dr. No verður kannske ekki of ánægður ef þið gerið það ekki. Þegar hann nefndi þetta nafn, breyttust andlit mannanna. Þrenn augu litu af Bond á formanninn. [ um það bil mínútu starði formaður- inn grunsemdaraugum á Bond, hann var hugsi; það var eins og hann væri að velta því fyrir sér, hvort Bond hefði einhver tök á yfir- manni þeirra. Hann opnaði munn- inn til þess að segja eitthvað, en sá sig um hönd. Hann sagði óákveð- inn: — Allt í lagi, allt í lagi. Við vorum bara að stríða. Hann sneri sér að hinum mönnunum, til þess að fá staðfestingu þeirra: — Er það ekki rétt, strákar? — Vist svo, víst svo, muldruðu þeir allir í kór. Svo litu þeir undan. Næstum með virðuleika sagði formaðurinn: — Þessa leið. Bond tók um úlnlið stúlkunnar og fylgdi eftir. Hann tók vel eftir þeim áhrifum, sem nafn dr. No hafði. Það var rétt að minnast þess, ef þau ættu eftir að hafa frekari viðskipti við starfsliðið. Þau komu að þykkum viðardyr- um. Það var bjölluhnappur við hlið- ina á þeim. Maðurinn hringdi tvísv- ar og beið. Svo heyrðist smellur og dyrnar opnuðust. Frá þeim voru klettagöng um það bil tíu metra löng að öðrum dyrum, fallegri og máluðum í rjómagulum lit. Maðurinn steig til hliðar: — Beint áfram. Berjið á dyrnar þarna. Það verður tekið á móti ykkur. Það var enginn kuldi í röddinni og augu hans voru tjáningarlaus. Bond leiddi stúlkuna inn í gang- inn. Hann heyrði dyrnar lokast fyr- ir aftan þau. Hann nam staðar og leit á hana. Hann sagði: — Hvað nú? Hún brosti veikt: — Það er gott að finna gólfteppi undir fótum sér. Bond þrýsti hönd hennar. Hann gekk hratt í átfina að rjómagulu dyrunum og barði. Dyrnar opnuðust. Bond fór inn og stúlkan á eftir honum. Hann snarstanzaði. Hann fann ekki, að stúlkan gekk aftan á hann. Hann aðeins stóð og glápti. 13. KAFU. SYKURHÚÐ Á PILLUNNI. Þetta var móttökusalur, eins og gerist í stærstu bandarísku fyrir- tækjum fyrir forstjóraherbergjunum í skýjakljúfunum í New York. Sal- urinn var um sex metrar á kant. Á gólfinu var þykkt vínrautt wilton- teppi og veggirnir og loftið voru máluð í fölgráum lit. Litprentanir af ballettmálverkum Degas héngu á veggjunum og lýsingin kom frá stórum, nýtízku standlömpum með dökkgrænum silkiskermum. Hægra megin við Bond var stórt mahogníborð með grænu leðurá- klæði ásamt þokkalegum stólum og á borðinu var dýrasta gerð af inn- anhústaltæki. Tveir stórir gamal- dags stólar voru fyrir gesti. Hinum megin í herberginu var sóffaborð 22 — VIKAN 26. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.