Vikan


Vikan - 25.06.1964, Blaðsíða 50

Vikan - 25.06.1964, Blaðsíða 50
BRIDGESTON E BRIDGESTONE MEST SELDU HJÓLBARÐAR Á fSLANDI ♦ inn minn. Ég lét lesa særingar yfir þeim. — Og þeir hurfu? — Já, innan tveggja daga. — Þegar þeir voru búnir með allt ætilegt, imynda ég mér. Angelique sá du Plessis markgreifa og son hans skiptast á þýðingar- miklu augnaráði. Þessar vesalings manneskjur, sagði augnaráðið, eru ótrúlega barnalegar. Þegar risið var upp frá borðum, sá Angelique sér færi á að skjótast út. Hún stóð frammi i dimmum ganginum og reyndi að átta sig á at- burðum kvöldsins. Allt í einu tók hún viðbragð og skauzt inn í kol- dimmt skot. Philippe gekk; framhjá án þess að sjá hana. Hún heyrði hann ganga upp þrepin og kalla á þjónana, sem voru að lagfæra svefn- herbergi hans í daufu skini litilla vaxkerta. — Það er óskiljaniegt hirðuleysi, að engum ykkar skyidi hugsast að kaupa almennileg ljós fyrir síðasta hluta ferðarinnar, hrópaði hann. — Ykkur mátti vera ljóst, að þessir svokölluðu aðalsmenn í þessum afdölum, eru ekki vitundarögn skárri en bændalýðurinn. Þið hafið þó vonandi heitt vatn handa mér að baða mig úr? Þjónarnir muldruðu eitthvað, en Angelique heyrði ekki orðaskil. Svo hélt Philippe áfram í mæðutón: —. Jæja, ég verð að Þvo mér upp úr venjulegum bala. Sem betur fer eru tvö baðherbergi í kastalanum, eftir því sem faðir minn segir mér. Það verður gott að komast þangað. Annars finnst mér, að ég muni aldrei losna við lykt þessarar fjölskyldu úr nösunum. Angelique sá hvar Philippe kom aftur út úr herberginu og niður þrepin. Þegar hann kom móts við hana kom hún fram úr felustaðnum. — Hvernig vogar þú, að tala svona dónalega um okkur við þjónana þína? Það er auðséð, að Þú ert kominn út af hóruunga konungs, en okkar blóð er hreint! — Eins hreint og þú ert skítug, svaraði hann kuldalega. I sama bili kastaði Angelique sér á hann og sperrti út fingurna til að klóra hann. En pilturinn greip um úlnliði hennar og kastaði henni hranalega upp að veggnum. Svo snerist hann á hæl og gekk rólega burt. Angelique stóð eins og steingerð og hjartað í henni hamaðist. Ég hata hann, hugsaði hún. Einhverntíma skal ég hefna mín. Ég skal neyða hann til að skríða fyrir mér og biðja mig fyrirgefningar. En þessa stundina var hún ekkert annað en litil, óhamingjusöm stúlka, í gömlum, saggafullum kastala. Það heyrðist marra í hjörum og Angelique greindi hvar gamli Guill aume kom með tvær fullar fötur af sjóðandi vatni i baðið unga herr- ans. Hann stanzaði, þegar hann sá hreyfingu. —• Hver er þar? — Það er ég, svaraði Angelique á þýzku, eins og hún var vön, þegar hún var ein með þessum gamla herramanni. — Hvað ertu að gera þarna? spurði Guillaume á sama máli. — Það er kalt. Af hverju ferðu ekki inn í setustofuna og hlustar á markgreif- ann segja sögur? Það er skemmtilegra en að hanga þarna. — Ég hata þessa menn, sagði Angelique heiftúðug. — Þeir eru ófor- skammaðir og öðruvísi en við. Þeir eyðileggja allt, sem þeir snerta, og skilja okkur svo eftir, einmana og tómhent, en snúa sjálfir aftur heim til sinnar dásamlegu hallar, sem er full af allskonar fallegum hlutum. —• Hvað er að þér litla mín? spurði gamli Guillaume rólega. — Þol- irðu ekki dálitla stríðni? Angelique var gripin ofsalegri vanlíðan. Kaldur sviti spratt út á enni hennar. —Ætlar þú lika að verja þá! hrópaði hún í bræði. — Þú líka? Af því þeir eru fallegir — af Því þeir eru rikir .... Beiskt bragð kom fram í munninn á henni. Hún hallaðist upp að veggnum og riðaði. Svo féll hún í ómegin á gólfið. ÖIl réttindi áskilin. Opera Mundi. Paris. Framhald í næsta blaði. f FULLRI ALVÖRU Framhald af bls. 2. öðru máli að gegna. Þar er miklu erfiðara fyrir fúskara að slá ryki í augu manna. Ef menn eru ekki alvöru listamenn í þessum grein- um, þá eru þeir einfaldlega hróp- aðir niður. Þar virðast allir geta orðið sammála um ákveðnar kröfur, sem verður að gera til hlutgengs listamanns. Hver og einn getur séð livort söngvari eða leikari stendur í stykkinu. Þar þarf fólk ekki á þvi að halda að látast sjá nýju fötin keisar- ans. En hvernig er þá hægt að kenna fólki að virða og meta góða ljóðlist fram yfir þvaður, góða myndlist framyfir fúsk? Framar öllu öðru gæti það orðið hlutverk gagnrýnendanna, þeirra sem skrifa um bækur ag sýningar í blöðin, að tendra Ijós í þessu myrkri. En því mið- ur hafa stundum valizt til þess menn, sem eru kyrfilega ruglað- ir í riminu sjálfir og lialda mjög eindregið fram einni ákveðinni stefnu. Þá getur hvorki orðið um neitt frjálslyndi að ræða né heldur leiðsögn fyrir alinenning. G. gQ _ VIKAN 26. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.