Vikan


Vikan - 25.06.1964, Blaðsíða 17

Vikan - 25.06.1964, Blaðsíða 17
 rw v'x.þ:;:;'.;' L|g|j| m ■ u B 11 , • f.4mn fí ilit (|Í| jy "p m ll .: jt w ‘iɧ m »vp;: ii $ t| % m KBfigKtt j i BM ! I . i m 'wkj i 1 m mmm i »:•;•:>: I L:i i ifi ff *5;j | 4 h f iiiil 1 1 1 fl 1 H m w .L JL !! MB i m ! í.;í rörum, áttu að hafa minnkað hraða hans um fimm hundruð kílómetra á klukkutíma. Það var ekki mikið — aðeins fimmti hluti þess hraða, sem þotuflaugar höfðu farið undanfarin ár — en nægjanlegt til að hemla ferð hans og senda hann í stórum boga aftur til jarðar. Þeir, sem höfðu smíðað þetta litla tæki, létu ekkert leika á reiðanum. Hver vél hafði tvær kveikjur. Þær þurftu aðeins eina, en þær voru tvær til frekara ör- yggis. Til þess að ræsa hverja vél þurfti aðeins einn rofa. Hver vél hafði tvo rofa. Og leiðslurnar frá rafgeyminum til kveikj- anna voru þannig útbúnar, að engin ein bilun gat orsakað að vélarnar ynnu ekki. Kerfið var asnaöruggt. f því voru svo margir aukahlutir að jafnvel varakerfið hafði varakerfi. Það var asnaöruggt. Það hafði aðeins einn galla. Það hafði svikið. Og þess vegna var major Richard J. Pruett — í flugher Bandaríkjanna, með fráviki frá þjónustu vegna starfa sem geimfari hjá NASA í áætlunum „Mercury" og „Gemini“ — dauður maður. Eða öllu heldur: hann mundi vera það innan tveggja sólarhringa, með nokkra klukku- tíma mismun til eða frá, sem enginn gat reiknað út með nokkurri vissu. Það var kapphlaup við tímann — og aðeins hann gat tapað. Ef braut hans kringum jörðina mundi lækka nægilega áður en súrefnið yrði upp- urið, mundi bíða hans frægð mannsins, sem nauðuglega komst undan dauðanum í geimnum. Ef súrefnið yrði uppurið áður en brautin lækkaði nægilega — ja, þá hafði hann aflað sér langsamlega dýrustu líkkistu, sem nokkurt lík hefur legið í. Hann kipraði saman vörunum við hugs- unina, og hafði af því nokkra fróun, að kímnigáfuna hefði hann þó ekki misst ennþá. Hann vissi að enginn hafði reynt að hafa samband við hann á meðan hann svaf. Engin sendistöð mundi vilja trufla svefn hans. Svefn var honum nauðsyn- legur, og það hafði ekkert með líkamlega þreytu að gera. Svefn þýddi tímaspamað. Á meðan hann svaf, minnkaði líkaminn starfsemi sína. Hann hafði þurft minni hita. Hann dró úr efnabrennslu. Etna- brennsla þýddi súrefni. Því lengur, sem hann gat treynt sér súrefnið, því lengur mundi hann lifa. Hann þarfnaðist . . . ja, fyrst og fremst, meiri tíma. Hann hafði sjálfur gert nokkra útreikn- inga. Samkvæmt þeim átti geimfarið að lækka sig niður í lofthjúpinn af sjálfs- dáðun, tuttugu til tuttugu og fimm klukkutímum eftir að súrefnið var búið hjá honum. En þessir útreikningar þurftu heldur ekki að vera svo nákvæmir. Aðeins einn klukkutími, aðeins nokkrar mínútur lengur en súrefnið entist, mundi þýða öruggan dauða. Möguleikarnir voru ekki glæsilegir. f rauninni þóttist hann viss um að þeir væru engir. En það var aldrei að vita. Ómögulegt að segja nema rafmagnsheil- arnir niðri á jörðu kynnu að benda á einhvern möguleika, sem öðrum hafði yfirsézt að athuga. Hann opnaði senditækið. Merkistöð Muchea, merkistöð Muchea. Þetta er Mercury sjö. Heyrði þið til mín? Yfir. VIKAN 26. tbl. — YJ

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.