Vikan


Vikan - 25.06.1964, Blaðsíða 30

Vikan - 25.06.1964, Blaðsíða 30
UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A. HVAR E R ORKIN HANS NOA? l»að cr alltaf saml leikurlnn í hénni Ynd- isfríð okkar. Hún hcfur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góðum verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verðiaunin eru stór kon- fektkassi, fullur af bezta konfekti, og framleiðandinn er auðvitað Sælgætisgerð- in Nói. Nafn Ileimlli örkln er & bls. Síðast er dregið var hlaut verðlaunin: Sigurgeir Þorvaldsson, Mávabraut 8c, Keflavík. Vinninganna má vitja á skrifstofu Vikunnar. 26. tbl. MATUR Framhald af bls. 20. Appelsínukrem. 3 egg, % bolli sykur eða tæp- lega það, 2 appelsínur, Vz sítróna, 6 blöð matarlím. Þeytið eggjarauðurnar og syk- urinn mjög vel saman, pressið safann úr sítrónunni og appelsín- unum og rífið appelsínubörkinn og blandið öllu í eggjablönduna. Bræðið matarlímið íneð örlitlu af vatni og látið það aðeins kólna áður en það er sett í eggjablönd- una. Síðast eru eggjarauðurnar stífþeyttar og blandað saman við. Látið standa á köldum stað með- an það kólnar. Gott er að skera örþunnar skifur af súkkulaði og leggja ofan á kremið. Líka má nota þeyttan rjóma með. Fiskur soSinn í græn- meti. Rífið gulrætur og sellerí og eitt súrt epli á rifjárni og sker- ið eina púrru í sneiðar. Leggið roðlaus fiskflök ofan á, saltið og kryddið með pipar. Hellið nokkr- um matsk. af tómatsósu eða chilisósu og blöndu af vatni og mjólk yfir. Margskonar krydd má nota, t.d. karry og timian. Smjörbitum raðað ofan á og bak- að í ofni í ca 25 mín. Etonkaka. 200 gr. smjörl., 175 gr. flór- sykur, 4 egg, 250 gr. hveiti, 1 tsk. lyftiduft, 100 gr. kokkteilber, 100 gr. sykursoðinn ananas, 75 gr. stórar rúsínur, 50 gr. grófsaxað súkkat, 100 gr. grófsaxað suðu- súkkulaði, svolítill sítrónusafi. Smjörlíkið og flórsykurinn hrært vel saman, eggin þeytt vel saman og þeim bætt í, lyftiduft- inu blandað í hveitið og það sett smám saman í eggjablönd- una. Ananasinn á að að skera í smástykki og öllum ávöxtunum velt upp úr hveiti áður en þeir eru settir i deigið ásamt súkkat- inu og sítrónusafanum. Bökunar- mót penslað með bræddu smjöri og raspi stráð innan í það allt og deigið síðan sett í. Bakað við hægan hita (175 gr.) í lVz—2 tíma. Bláherjabúðingur. Bláber í sykurlegi eru notuð í búðinginn. Kringlótt skál er þakin með skorpulausum frans- brauðsneiðum, síðan er sett í hana til skiptis bláberjamauk og skorpulausar fransbrauðsneiðar, þar til skálin er full, en efst á að vera fransbrauðssneiðalag. Geymt i ísskáp í sólarhring áður en það er borið fram. Borðað með þeyttum rjóma. Valhnetukaka frá Portúgal. Þetta er dýr kaka í landi þar sem valhnetur eru jafndýrar og hér, en einhver hefði kannski samt gaman af að reyna hana. 4 egg, 100 gr. flórsykur, 125 gr. valhnetukjarnar. Eggjarauðurnár hrærðar í 10 mín. með flórsykrinum. Hnetu- kjarnarnir hakkaðir í möndlu- kvörn og settir saman við. Eggja- hvíturnar stífþeyttar og settar síðast í. Bakað í tveim vel smurð- um lagkökuformum í 30 mín. Annan botninn á að þekja með kaffiglassúr, og gott er að hafa kaffismjörkrem á milli þeirra. Sé kakan notuð sem ábætisrétt- ur, er ljúffengt að hafa vanillu- ís milli laganna. ★ HVERT STEFNIR STÍLLINN? Framhald af bls. 11. legt að lögun. Sum eru tigullaga, önnur allt að því þríhyrnd, loft- unum hallar á ýmsa vegu og sem sagt allt gert til að forð- ast þetta venjulega kassalag. Enda þótt Norður-Ameríka og Vestur-Evrópa séu meira og minna ein menningarleg heild, þá hafa einstakar þjóðir ríka til- nneigingu til að halda fast við gamlar erfðavenjur, hvað sem alþjóðlegri tízku líður. Það á ekki sízt við um Fransmenn. Þeim virðist það í fleiru en einu tilliti mikilvægt að standa á eigin fót- um sem sjálfstætt og óháð stór- veldi og telja sig bæði geta kom- izt af án þess að kunna enska tungu eða innrétta hús sín eftir amerískri tízku. Þeim eru þeir Napóleon og Lúðvík XIV miklu hugstæðari, og húsgögn þeirra og innréttingar standa föstum fótum í glæsilegri fortíð. Nýlega kynnti stórblaðið Paris Match nýja tízku í húsbúnaði og innrétting- um eins og það var kallað: Le style 1900. Eftir myndinni að dæma hefði hún getað verið frá einhverju reykvíksku hefðar- heimili frá því um aldamótin, en þá var Reykjavík hálfdanskur bær og Danir gengu dyggilega fram í því að stæla franska tízku. Svo kom einskonar „hláka“ á Norðurlöndum og það má segja, að þær þjóðir hafi gengið í far- arbroddi fyrir nýjum stíl. Sem hluti af þeirri velferðarpólitík, sem rekin hefur verið á Norður- löndum, hefur það verið gert að þýðingarmiklum hlut, að hús, húsgögn og innréttingar séu hag- kvæm og við hæfi fjöldans. Aft- ur á móti er hætt við því, að antík-stíll Fransmanna sé dýr í framleiðslu og fremur fyrir fáa útvalda. Hér á íslandi virðist erfitt að lækka byggingarkostnaðinn eða finna hentugra byggingarefni en steinsteypuna. Meðan svo er, mun stíllinn verða svipaður. Ekk- ert bendir til skjótra breytinga. Það er ekki líklegt, að hér verði farið að byggja Hans og Grétu- hús og franskt endurhvarf til aldamótanna eða aftar er heldur ekki líklegt. Mér þykir líklegt, að húsagerð hér og á hinum Norð- urlöndunum muni haldast tals- vert í hendur því hugsunarhátt- ur er líkur í þessum löndum. Þó hafa þeir múrsteininn umfram okkur og nota hann mikið. Það er skaði, að hér skuli ekki völ á neinu hliðstæðu efni, sem ekki þarf að húða. Með bættum að- ferðum við að verja timbur fyrir fúa, mætti segja mér, að notkun þess færi vaxandi. Það hefur ýmsa kosti framyfir steininn þeg- ar að öllu er gætt. Vísindamenn álíta að andrúmsloft verði heil- næmara í timburhúsum en stein- húsum og þau hafa einhvern sér- stakan þokka sem steinhúsum er fyrirmunáð að hafa. Auk þess er auðvelt að breyta þeim eða jafnvel rífa þau alveg. Og hver þorir að fullyrða, að barnabörn okkar vilji yfirleitt sjá að búa i þessum járnbentu steinkumb- öldum okkar, sem við byggjum með ærnum kostnaði? Gísli Sigurðsson. NEVA, SÍÐASTI MÖGU- LEIKINN Framhald af bls. 29. í staðinn fyrir Moskvu, en eng- inn spurði neins. Aðeins fáeinir /v<\ LÍKA ’A Aakvöldin HEFURN OPAL VÖLDIN !^o ( OPAL hressir.bœtir og kœtir! ) ------------ 3Q — VXKAN 26. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.