Vikan


Vikan - 25.06.1964, Blaðsíða 15

Vikan - 25.06.1964, Blaðsíða 15
Thomas réttir manni eitthvað, tekur maður við því — og lætur sér vel lika. — Skál, sagði hann, og við drukkum. Svo brosti hann. — Þú hefur komið þér vel fyrir hérna, Pete. Þú ert þinn eigin herra, og enginn skiptir sér af þér alla nóttina. Það getur ekki verið betra. — Til hvers? spurði ég. — Bara fyrir smá viðskipti, sem ég hef í huga. Bara þú og ég. Og 80% — 20% skipti. Ekkert japl, ekkert jaml, engin áhætta. Ég þurrkaði mér um munninn. — Ég er heiðarlegur maður þessa dagana, Al, sagði ég, og reyndi að láta það hljóma eins og mér væri það leitt. — Læknirinn sagði mér að forðast geðshræringu. Gangverkið er ekki eins gott og það var. Það var engin lýgi. Á þessari stundu ólm- aðist hjartað í mér meir en nokkurri dælu er hollt. — Það er allt í lagi, svaraði Al. — Því í þessari vinnu er engin geðshræring. Nema, þegar þú reiknar út ágóðann. Hve hátt kanntu að telja, Pete minn? Ég sagðist ekki vita það; ég hefði aldrei reynt. Svo hló ég, eins og ég hefði sagt verulegan góðan brandara. — Þú verður að æfa þig. Æfðu þig að telja upp í þrjár milljónir. — Þrjár milljónir DOLLARA? spurði ég. — Já, og það er ekki skattskyldar tekjur. Tuttugu prósent eru sex hundruð þúsund. Heldurðu, að hjartað í þér þoli þá geðshær- ingu? ✓ Hvað gat ég sagt? Al þurfti ekki annað en gera mig ábyrgan — kannski setja eitt- hvað varhugavert drasl upp í íbúðina mína, og ég væri bókaður lífstíðarfangi. Það var ekki girnilegt. — Jamm, sagði ég. — Já, Al, ég held það. Og þannig hófst bankaránið. Nei, það byrjaði raunar ekki þannig. En þannig byrjaði þátttaka mín í málinu. Næsta kvöld fór ég að hitta Al. Hann bjó í sóða- legum leiguhjalli niðri í borginni. Hann bjó þar vegna þess, að það var næstum beint á móti bankanum. Hann var til húsa í tveggja hæða múrsteinabyggingu, og umhverfis hús- ið var hár múrsteinaveggur. Inn fyrir hann var ekki hægt að komast, nema gegnum rammgerð járnhlið, sem voru tryggilega læst. Við hliðina á bankanum var auð lóð, og þar var vélskófla að vinna. Vörubílar komu og fóru, krakkarnir voru í París á götunni, og konurnar hrópuðu á þau. Þetta var við- feldið og hávaðasamt umhverfi. Al leiddi mig út að glugganum og hnykkti höfðinu í áttina að múrsteinabyggingunni. — Þetta lítur svo sem ekki út eins og banki, sagði hann. — En á útborgunardög- um hafa þeir milli tvær og þrjár milljónir í geymsluhólfunum. — Þeir hafa líka að minnsta kosti fimm vopnaða verði með vélbyssur þarna inni dag og nótt, sagði ég. — Sex, sagði Al. — Og veizt þú, að það eru óskráð lög í þessum banka, að sá vörð- ur, sem skýtur einhvern, sem reynir að næla sér í aura, fær verðlaun? — Það er gott. Sex náungar með vélbyss- ur, sem allir reyna að verða fyrstir til að gera góða loftræstingu í okkur. — Sá, sem í henni situr, er Marty O'Bann- ion. Náunginn, sem keyrir trukkinn, er Legs Judson. Fingralangi Maxie, Súpu Boner og Fljóti föstudagur eru allir einhvers staðar í nágrenninu. Marty hefur verið að vinna í þessu í meira en ár. Hann hefur verið að bíða eftir því, að koma einhverjum að í bankanum, en nú er það klárt. Nú er allt til- búið. Á fimmtudagsnóttina, þegar þeir eru að telja útborgunarpeningana, lætur Marfy til skarar skríða. — Vinnið þið Marty saman? spurði ég, þótt ég vissi betur. — Að nokkru leyti, Pete minn. Ég var að þvælast niður í borg fyrir þrem mánuðum, þegar ég sá að Legs Judson var kominn á vöurbíl. Ég varð forvitinn. Ég komst að því, að Marty á byggingarfyrirtæki niður í borginni — undir öðru nafni. Hann á líka lóðina þarna. Marty er ekki alls varnað. Þegar menn hans áttu að vera að styrkja múrsteinsveggina utan um bankann, svo að hann hryndi ekki ofan í grunninn, gengu þeir þannig frá honum, að hann myndi steypast niður, ef köttur hnerraði. Og þá eiga þeir greiðan aðgang. Ég sagði, að Al væri svo sannarlega bú- inn að reikna þetta út. Mér tókst að láta það hljórna eins og ég dáðist að honum. — Þeir búa allir saman, hinum megin í borginni. Ég komst að því og leigði næstu íbúð og setti nokkra hljóðnema inn til þeirra. í tvo mánuði hef ég heyrt hvern minnsta andardrátt þeirra, svo þú þarft ekki að velta fyrir þér hvað ég viti mikið. Ég veit það allt. Ég sagðist ekki vera að velta neinu fyrir mér. Ég lét það hljóma sennilega. Al sagði, að það gleddi sig. - Eg veit hvar þeir komast inn og út aftur, sagði ég. — En þetta hverfi er byggt á eyju. Það liggja aðeins fjórar brýr hingað, og hvað nú ef það er gefið þjófamerki? Lögreglan verður búin að loka þessum brúm áður en þú getur snýtt þér. — Pete minn, sagði Al, með þjáningu. — Láttu mig um smáatriðin. Svaraðu bara einni spurningu: Treystirðu þér til að aka likvagni? Það sem eftir var dagsins nagaði ég neglurnar. Þegar ég var kominn upp í kviku hætti ég. Svo Al Thomas hafði í hyggju að láta Marty O'Banaion og félaga hans gera mesta rán sögunnar, svo ætlaði hann að sölsa undir sig fenginn. Og ég einn átti að hjálpa honum. Pete Wilson, 170 cm nær- sýnn, hef aldrei skotið úr byssu á allri minni ævi. Ég hafði aldrei komizt lengra en að dirka upp bakdyr í bensínstöð eða verzlun. Ég tók fram bankabók mína til að reikna út, hve langt ég gæti komizt, ég kæmist ekki langt á tvö hundruð þrjátíu og fimm dollurum, alls ekki nógu langt. Al Thomas þarfnaðist hjálpar minnar. Það sem Al ætlaði sér, fékk hann. Hvers vegna hann valdi mig, vissi ég ekki. En hann hafði einhvern veginn komizt að því, hvar ég var niðurkominn, og þegar hann komst á bragðið hjá Marty, hafði hann ákveðið að blanda mér í málið. Og smám saman greip hugmyndin um þess- ar þrjár milljónir mig fastari tökum. Hver hafði nokkurntíman heyrt talað um, að tveir menn rændu öðru eins? Og það meira að segja frá harðsvíraðosta glæpamannaflokki landsins. Hugmyndin skelfdi mig, en ég gat ekki hætt að hugsa um það. Tuttugu prósent af þremur milljónum eru sex hundruð þúsund. Ég reyndi að vera raunsær. Al myndi aldrei láta mig hafa tuttugu prósent. Kannske tíu prósent. Nei, líklega ekki nema fimm prósent. Það var samt eitt hundrað og fimmtíu þús- und. Hann gat ekki látið mig hafa minna en fimm prósent. Eg lagði niður fyrir mér, hvað var með og hvað var á móti og það var fleira með. A1 var með og ég var móti, með lífstiðar- fangelsi yfir höfði mér, ef ég væri ekki góð- ur. Eg vissi ekki enn, hvað Al ætlaði mér að gera og hann sagði mér það ekki. Þetta sama kvöld, eftir miðnætti, skaut hann aftur upp kollinum í líkbrennslunni. Ég sýndi Al staðinn. Það var þögult á nóttunni, að minnsta kosti borið saman við daginn. Að vísu var þetta lítil likbrennsla, en ný og fullkomin. Bakdyramegin voru kisturnar tekn- ar inn, rennt á rúllum beint inn í móttöku- herbergið, og þaðan inn í likbrennsluofninn, nema ef einhver skyldi óska þess að haldin væri athöfn í kapellunni fyrst. Ég sýndi honum gaskyntan ofninn og hreinan bláan logann, sem vann allt verk- ið. Viðskiptavinunum var rennt inn í ofninn í Ijósum viðarkistum og skömmu seinna gat umsjónarmcsðurinn sópað öskunni saman í krukku og afhent fjölskyldunni. Danny elsk- aði þennan ofn, og hann var aldrei ánægð- ari, en þegar við tókum svo sem tíu til tólf viðskiptavini og gengum þannig frá þeim, að þeir komust allir fyrir í einni tösku. Auk þess að ræða offjölgunarvandamálið, gat hann talað tímunum saman um það, að landið yrði fljótlega einn allsherjar kirkjugarður, ef líkbrennsla yrði ekki tekin upp í ríkari mæli. Hann hafði einhverntíman lesið grein um þetta, og það var það eina, sem hann gleymdi ekki aftur. Danny þvældist í kringum okkur og hélt fyrirlestra fyrir AI, þangað til ég rak hann burt. Svo fór ég upp á skrifstofu með Al, af því hann langaði að fá að sjá skjölin, sem voru nauðsynleg til þess að líkbrennsla mætti fara fram. Þvert ofan í mótmæli mín, tók Al eitt ein- tak af hverju eyðublaði. — Þú færð þau aftur, sagði hann. — Ég þarf á þeim að halda. Við hittumst aftur um miðnættið á fimmtudagskvöldið á meðan skaltu hafa taugarnar í lagi. Gerðu ekkert sem þú iðrast eftir síðar. Ég vissi hvað hann var að fara. Ég sagð- ist ekki mundi gera það. Þegar hann var far- inn reyndi ég að halda áfram að lesa glæpa- söguna mína en festi ekki hugann við hana. Ég hélt áfram að velta því fyrir mér, hvernig Al ætlaði að snúa á Marty O'Bannion og félaga hans, með aðeins mig sér til hjálpar. Hvernig? Hvernig? HVERNIG? Og myndi ég geta ekið líkvagninum? Eða myndi mér verða ekið í honum? Fimmtudagskvöldið kom með ógnarhraða. Ég tók fram bankabókina mína hvað eftir annað og velti henni fyrir mér. Það voru samt ekki nema tvö hundruð þrjátíu og fimm dollarar í henni. Það var ekki nærri nóg. Ég komst ekkert. Éa var á mínum stað, þegar Al kom aftur á fimmtudagskvöldið. Framhald á bls. 39. VIKAN 26. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.