Vikan


Vikan - 25.06.1964, Blaðsíða 40

Vikan - 25.06.1964, Blaðsíða 40
HERRASKÓR — Komdu, sagði hann. Við laum- uðumst niður stigann, út um bak- dyrnar, gegnum garðinn og út á næstu götu. Eftir stutta göngu komum við að strætisvagnastöð. A einum bekkn- um sat kona, sem leit út fyrir að vera hreingerningakona. Við sett- umst á annan bekk. Al sagði ekk- ert. Ég sagði ekkert. Ég varð að bíta á jaxlinn, svo tennurnar glömruðu ekki. Mig langaði til að hlaupa, en fæturnir gengdu mér ekki. Strætisvagn kom. Konan fór með honum. Við vorum kyrrir. Ofar á götunni var mjólkurvagn á leiðinni til okkar. Hófar hestsins skullu takt- fastir í götuna. Al reis á fætur. — Komdu. Við lögðum af stað á móti mjólkurvagn- inum. — Láttu sem þú sért fullur. Reyndu að kaupa pela af mjólk. Haltu athygli hans. En engan há- vaða. Svo skauzt hann yfir götuna. Ég vissi ekki, hvað hann ætlaðist fyrir, en gerði eins og mér var sagt. Ég reyndi að slaga svolítið. Það var erfitt, ég var hálf máttlaus í hnjá- liðunum. Mjólkurvagninn nálgaðist mig. Ekillinn, ungur strákur ( brún- um galla með húfu, hljóp upp og niður tröppur húsanna, lét frá sér mjólkurflöskurnar, kom aftur að sækja meira. Hesturinn þrammaði áfram með jöfnum hraða, stanzaði ef ekillinn stanzaði, hélt áfram, ef hann hélt áfram. Ég stillti svo til, að ég mætti þeim einmitt, þegar ekillinn stökk út úr vagninum með fulla körfu af mjólkurflöskum. — Heyrðu, sagði ég. — Heyrðu, seldu mér pela af mjólk. Ekillinn reyndi að komast fram- hjá mér. Ég gekk í veg fyrir hann og tók í handlegginn á honum. — Heyrðu, bíddu, sagði ég. — Kerlingin sendi mig út til að ná í mjólk. Það eru allar búðir lok- aðar. Ég þarf að fá flösku af mjólk. — Ég sel ekki mjólk, ég bara ek henni út, sagði hann. — Komdu þér í burtu, róni. — Ég verð að fá mjólk, sagði ég. — Ég verð að fá mjólk, ég get ekki farið heim . . . Þá sló hann mig. Ég veit ekki hvað hann notaði. Kannske baru hnefana. Það var eins og hrossið hefði sparkað í mig. Það eina, sem ég veit, var það, að ég lá á göt- unni og hann beygði sig yfir mig og mér fannst ég sjá kylfu lyft. Svo gat ég ekki náð andanum, ekill- inn hafði hlunkazt ofan á magann á mér. Al dró hann ofan af mér og reisti mig á fætur. — Hjálpaðu mér að koma hon- um inn í vagninn, áður en einhver kemur! Ég tók utan um ekilinn, sem var máttlaus eins og mjölpoki, og við drógum hann að vagninum. Hest- urinn hafði numið staðar. Við hent- um manninum inn í vagninn, þang- að sem hann ekki sást og Al sendi mjólkurkörfuna á eftir honum. — VIKAN 26. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.