Vikan


Vikan - 25.06.1964, Blaðsíða 34

Vikan - 25.06.1964, Blaðsíða 34
VANDLÁTRA VAL. Þeir vandlátu velja Willys jeppann, vegna hinna óumdeilanlegu kosta hans, enda er 20 ára reynzla hér á landi, við allar hugsan- Iegar aðstæður, næg trygging þeim, er ætla að kaupa léttan, sterkan, lipran og spar- neytinn bíl. Varahlutir á sanngjörnu verði eru ávallt til á lager, og róma bifvélavirkjar mjög, hve auðvelt er að komast að öllum viðgerðum á jeppanum. Ódýrir varahlutir og auðveldar viðgerðir eru ekki svo lítið atriði í viðhaldskostnaði. Bjóðum nú hin vinsælu, traustu, Egils-stálhús, með niðurskornum hurðum er auðveldar farþega að komast upp í jeppann. Egils-stálhúsin eru sérstaklega sterkbyggð og hafa margoft komið í veg fyrir stórslys. Bjóðum yður styttri eða lengri gerð af Willys jeppum, með Egils-stál- húsum, tvær tegundir af amerískum stálhúsum, Koenig eða Jeep orginal stálhús og tvær gerðir af blæjum. Leitið upplýsinga. Pantið yður Willys jeppa tímanlega. TIL ALLRA STARFA ALLTÁSAMA STAÐ HREEIIM PERLA I' HUSVERKUIMUM Þegar þér hafil einu sinni þvegiö meö PERLU komizt þér aí raun um, hve þvotturinn getur oröiö hvítur og hreínn. PERLA hefur sérstakan eiginleika. sem gerir þvottinn mjallhvitan og gefur hominr nyjan, skýnamli hte sem hvergi i sinn lika. PERLA er mjijg notadrjúg. PERLA fer sérstaklega vel meö þvottinn og PERLA léttir yður störfin. Kaupið PERLU i dag og gleymið ekki, að með PERLU fáið þér hvitari þvott, með minna erfiöi. inn aðeins deigur í botn um miSjan júlí. Enda hef ég heyrt þjóðsögu um það, að stundum hafi orðið svo vátnslaust í Hraun- túni, að fólkið hafi orðið að þvo sér upp úr mjólk. Ég trúi því ekki, að mjólkin hafi verið svo mikil þar hér áður fyrr, að fólk- ið hefði ekki heldur kosið að hafa skítinn, en drekka mjólkina. Hrauntún er einn þeirra staða, sem maður skoðar með furðu. Hvernig nokkrum manni hefur getað dottið í hug, að setja sig niður í miðju öllu þessu grjóti og hefjast handa með að gera sér þarna tún til þess að lifa af húskap. Hafandi lítið vatn og stopult og langt að sækja bæði það og heyskap. En þetta fólk hafði lifandi trú, og búskapur- inn blessaðist. Og blessaðist meira að segja vel. Úr því við erum komin upp undir Ármannsfell, er rétt að líta í leiðinni heim að Svartagili. Þá er farið út af veginum rétt neðan við skeiðvöllinn fræga, sem sagður er standa við Skógar- hóla — en það er eitthvað að þvælast fyrir mér, að líkt sé á komið með þá nafngift og Lyng- dalsheiðarveginn — og ekið til vesturs, þar til kemur í fremur þröngt en hlýlegt dalverpi. Þar stendur Svartagil. Niðri við tún- hliðið stendur stórt fjárhús, en ítaúðarhúsið er ekki eins reisu- legt; það er eins og kassi, sem settur hefur verið upp á stein. Það brann í Svartagili fyrir ekki ýkja löngu og það er ekki auð- hlaupið fyrir einyrkja að byggja sér nýtt hús. Markús bóndi í Svartagili stóð á tröppunum og tók á móti okk- ur, ásamt einum ketti, tveimur hundum og tveimur heimaalning- um. Hann klóraði sér í kollin- um og glotti, þegar ég útskýrði fyrir honum erindið með heim- sókninni. Svo sagðist hann eiga 5 kýr, um 200 fjár og eitt hross svo gamalt, að það væri komið á ellilaun. Hann sagði okkur af fyrra bragði, að þetta íbúðarhús væri aðeins til bráðabrigða, en vafasamt, hvort hann hefði sig í nýtayggingu. Það hefðu komið skúrkar til hans um nótt og brennt ofan af honum bæinn, en engar fengi hann skaðabæturnar fyrir það. Þetta hefðu verið eignalausir aumingjar, og þótt þeir hefðu verið settir á letigarð- inn, kæmu þeir tæpast svo loðn- ir um lófana þaðan, að það nægði fyrir nýju húsi í Svartagili. Er það tilfellið, að maður verði að þola það bótalaust, að skúrk- ar brenni ofan af manni húsa- skjólið? —• Þú hefur ekki haft neina konu til að hugsa um þig upp á síðkastið. Er það ekki erfitt? — Jú, það er erfitt að vera kvenmannslaus. Maður finnur það bezt, þegar maður er orðinn kvenmannslaus, hve mikið þær gera. Jú, ég er mikið einn, sér-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.