Vikan


Vikan - 09.07.1964, Blaðsíða 4

Vikan - 09.07.1964, Blaðsíða 4
x-ý-íílíi ......jr.. PÝRASTI FARKOSTUR ÍSLENPINGA_ TIL NEW YORK A m KLST. Cloudmaster flugvélar LoftleiSa hafa reynzt hin prýðiiegustu farartæki og fyrir væntan- lega heimssýningargesti og aðra farþega til Evrópu eða Ameriku, getum við algjörlega mælt með þeim. Hins vegar er því ekki að neita, að það eru allmikil viðbrigði, þegar ferðin vest- ur — eða austur yfir Atlantshafið tekur aðeins sex og hálfan tima í stað 10 — 12 eftir að- stæðum. Nú hafa allmargir íslendingar ferðast á milli landa með hinni nýju Rolls Royce flugvél Loftleiða, dýrasta farartæki í eigu landsmanna, og geta borið um, að lhin hefur gert allar vegalengdir allmikið styttri, eða sem því nemur sem hér að framan er sagt. Það vakti mikla athygli, að Loftleiðir skyldu ekki þurfa ríkisábyrgð til kaupa á þessu 300 milljóna farartæki og annarri flugvél samskonar, sem afhent verður i haust. Það er Canad- air Ltd. í Montreal, sem hefur smíðað flugvélina. Hún er búin 4 Rolls Royce skrúfuþotu- hreyflum af Tyne gerð, sem brenna steinoliu; hver þeirra er 5730 hestöfl. Eftir hverjar 2800 llugstundir eru þeir endurnýjaðir. Flugvélin sýnist risastór borið saman við þær flug- vélar, sem venjulegast er að sjá á Reykjavíkurflugvelli, enda getur liún ekki lent þar; Reyk- víkingar hafa ekki ánægju af þvi að sjá þessa flugvél svífa yfir bæinn, hún hefur bækistöð á Keflavíkurflugvelli. Pramhald á bls. 43. ÞaS eru fjórar flugfreyjur og þar að auki bryti til að stjana við farþcga. Þjónustan cr afbragðs góð, sætin þægileg og yfirleitt öll skilyrði til þess að njóta flugsins. Eftir hverjar 2800 flugstundir eru þessir risa- stóru mótorar endurnýjaðir. Hvcr þeirra hcfur viðlíka orku og 140 — citt hundrað og fjörutíu Volkswagenbílar og samtals cr þá flugvélin búin orku 560 Volkswagenbíla.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.