Vikan


Vikan - 09.07.1964, Blaðsíða 11

Vikan - 09.07.1964, Blaðsíða 11
5 DflGARfl HEIMSYNINGU I NEW YORK I TVO SUMUR MIINU 80 MILLJÚNIR MANNfl SJA SÝNINGU LANDfl OG FYRIRTÆKJA, SEM NÆR YFIR 260 HA. LANDSVÆÐI OG GEFUR HUG- MYND UM VERÖLDINA SEM VAR OG HEIM SEM ER ÖKOMINN. GREIN EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON, RITSTJÖRA. aftra sér. Það yrði ekki tekið gilt. Út um allar jarðir bar mjóturna, kúlur og hvelf- ingar við himin. Hér var fyrirheitna landið, draumurinn um framtíðina (klædd- ur áþreifanlegum raunveruleikanum. Mér skilst að 75 þjóðum og fylkjum og 350 fyrirtækjum hafi verið hóað saman af gervallri veraldarkringlunni og þau látin hafa til umráða 260 hektara land- spildu. Á þeim sama stað var raunar haldin heimsýningin 1939. Þessi heimsýning er einkafyrirtæki, ,,non profit" eins og þeir kalla það. Ágóðanum ugglaust öllum varið til mann- úðar og menningarmála. Þeir sem taka þátt í heimsýningu og verja til þess af- fjár, gera það einungis í von um auglýs- ingu; peningarnir eiga að skila sér aftur. Ef eitthvað getur talizt hafa auglýsinga- gildi, þá hefur þessi heimsýning það. Áætl- að er að sjötíu milljónir manna muni sækja hana, þar af fjörutíu nú í sumar. Af þeim ástæðum hafa risafyrirtæki eins og Ford og General Motors varið til þess svimandi upphæðum, að hallir þeirra og sýningar mættu bera langt af öðru. En þegar margir risar takast á, getur eng- inn borið langt af. ÞÞað fer ekki framhjá neinum, sem kemst inn úr einhverju af átta hlið- um heimsýningarinnar, að þar er sérstakur heimur, marglitur og margmennur, iðandi og forvitni- legur, en samt líkt og rólegur hvíldar- staður mitt í slítandi hraða og argaþrasi heimsborgarinnar. New York er mjög yfir- spennt borg og erfið fyrir mannlegar taug- ar. Flushing Meadow Park er hins vegar staður þar sem maður gengur rólega um og gefur sér tíma til að huga að því sem fyrir augum ber. Ef þessi heimsýning er fremur eitt en annað, þá dettur mér helzt í hug tækni- leg innsýn ( framtíðina. Það er ekki General Motors sýnlr líkan af borg fram- tíðarlnnar. Þar er allt með glæsibrag. Fram- tíðarbílar eru á flcygiferð á götunum. Kannf jöldinn dreifist ótrúlega jafnt yfir svæðið svo hvergi cru þrengsli. Þessi mynd cr tekin við sýningarhöll General Electric. Eitt af því scm Chysler sýnir er „Helldriving" eða vítisakstur eins og þeir kalla það. Þeir gera furðu- legar kúnstir; bílnum er ekið upp á rönd á tvcim hjóium. Sumir brynna sér í vatnshönum, sem víða eru, en aðrir svala scr á Calsberg, Lövenbrau eða öðrum tegundum af heimsfrægum bjór. VIKAN 28. tbl. — -Q

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.