Vikan


Vikan - 09.07.1964, Blaðsíða 27

Vikan - 09.07.1964, Blaðsíða 27
skki dauður! í Mercury umsjónarstöðinni á Cape Kennedy brotnaði penninn í hendi George Keith og hann kastaði brotnu hlut- unum beint í vegginn. Menn- irnir fyrir aftan hann, þreytt- ir, órakaðir og óhreinir, sýndu engin svipbrigði við þessi til- þrif yfirmanns þeirra. Hann hafði verið rólegur og örugg- ur sem klettur í hafinu, þegar tilkynningin um að hemla- rakettur Pruetts hefðu brugð- izt. Richard J. Pruett mundi nú deyja, ef Keith og samstarfs- menn hans gætu ekki gert eitthvert kraftaverk til að bjarga honum. Og tíminn leið . . . — George, hér er Mercury sjö. George Keith smellti heyrn- artækjunum á eyrun. Rödd Pruetts heyrðist skýrt og greinilega úr geimnum. Keith dró andann djúpt að sér. — Dick, þetta er George Keith. — Saludos, amigo! Hefurðu nokkrar góðar fréttir handa mér? — Já og nei. Ég . . . —■ Segðu bara satt, George. Þá verður þetta auðveldara. •—- Gott og vel. Okkur hef- ur ekki tekizt að finna ástæð- una fyrir því að hemlarakett- urnar biluðu. Ég endurtek, við höfum ekkert fundið, sem gæti gefið okkur vísbendingu um hvers vegna hemlarakett- urnar biluðu. Keith þagnaði. í tækjunum heyrðist aðeins þytur. — Cape Kennedy til Merc- ury sjö. Heyrirðu til mín, sjö? Komdu inn. Nokkrir sekúndur liðu. — Já, ég heyri ágætlega. Það tók mig nokkrar sekúnd- ur að jafna mig. Þetta er greinilega vonlaust? — Nei! Ég endurtek, það er ekki vonlaust. Við . . . — Ertu með tromp uppi í erminni, Keith? George Keith hló. — Já, Dick. Þetta er ekki búið enn- þá, langt í frá. Við hugsum okkur að fara þannig að ... Ósjálfrátt varð honum litið á rauðan vísinn á veggnum. sem tifaði stöðugt áfram og sýndi hvert augnablik, sem leið. — Við undirbúum að skjóta upp Geminiflaug. Ég endur- tek. Við hugsum okkur að skjóta upp Gemini eldflaug, með manni um borð, eftir um það bil tuttugu og fjóra tíma frá því nú, og . . . — Þú lýgur! — Bara rólegur. Við höfum tekið ómannaða geimfarið frá Titan-flauginni og erum að tengja Gemini-geimfar við hana. Það ætti jafnvel . . . einn samstarfsmanna Keith kinkaði ákaft kolli . . . já, Dick, það er búið að tengja það. Ég endurtek: það er búið að tengja Gemini-geimfarið við Titan-eldflaugina. — En þú getur ómögulega komið henni á loft innan tuttugu og fjögurra tíma! Það er óhugsandi. Það . . . ég skil að þú viljir reyna, en þú hefur ekki einn möguleika af þús- und. — Cape Kennedy til Mer- cury sjö. Við getum gert það, og við munum hafa það til- búið til skots innan tuttugu og fjögurra tíma frá . . . — Hvaða geimfari? — Dougherty. Dougherty hafði lengi verið einn bezti vinur Pruetts. — Þú getur ekki skipað honum þetta, Keith! Það geng- ur ekki. Þú hefur ekkert leyfi til þess! Þú sendir hann beint í dauðann. Hann getur ekkert gert í Geminifari. Það er byggt fyrir tvo menn og það veiztu ósköp vel sjálfur. Af öllu því vitlausa, sem . . . George Keith tók snöggt frammí fyrir honum: — Cape Kennedy til Mer- cury sjö. Þú hefur skipun um að ræða ekki neitt annað frá þessu augnabliki, en það sem hefur beint með Gemini-ferð- ina að gera. Röddin var köld og hörð, og orðin kaldranaleg. En það var bezta ráðið til að stöðva þessa óvissu, sem Pruett átti við að stríða. George Keith bað þögla bæn. Hann vissi alltof vel hve litlir möguleikarnir voru á að þeim tækist að framkvæma þetta áform. Margir verk- fræðingar og embættismenn geimrannsóknarstofnunarinn- ar voru á móti þessu ævin- týri með Gemini. Keith hafði framkvæmt skjótt og skýrt, allt frá því augnabliki að hann gerði sér Ijóst hvernig á stóð hjá Pruett. Hann vissi það þegar, að ef einhver yrði ekki til þess að taka af skarið þegar í stað og hefja framkvæmdir, mundu möguleikarnir á björgun Pru- etts hverfa með öllu. Hann hafði hringt til yfirmannsins fyrir Gemini-farinu. Þegar hann lagði svo símtólið á aft- ur, eftir fimmtán mínútna við- tal, voru framkvæmdir þegar hafnar. f blaðamannaklúbbnum í Cape Colony Inn, biðu tugir blaðamanna frá blöðum, út- varpi og sjónvarpi, illa haldn- ir af svefnleysi. Ekkert hafði skeð, ekkert skeði, en þolin- móðustu blaðamennirnir neit- uðu að fara úr klúbbnum. Þeir höfðu beint samband við blaðamannasalinn, en þar vissu menn nú raunar minna en nokkurstaðar annarstað- ar. Nokkrir blaðamenn sváfu í óþægilegum stólunum, og frá eldhúsinu voru bornir kaffibollar í stöðugum straum. Þeir elztu höfðu séð sér fyrir birgðum af skozku whisky og eyddu tímanum með því að sötra úr glösunum og tauta blótsyrði hver iraman í annan. Síminn hringdi. Bill Nowa- slowski frá Dallas Times stundi af áreynslunni við að lyfta heyrnartækinu. — Blaðamannaklúbburinn. Hvað er að? Hann settist snögglega beinn í stólnum. Það var nóg til að vekja eftirtekt. Maður- inn, sem var að gefa í póker- spilinu, stanzaði með eitt spil í hendinni yfir borðinu. Þeir sem sváfu voru vaktir óþyrmi- lega. Allir störðu á Nowa- slowski. — Talaðu ekki svona hratt í heita helv . . . ! Hann hlustaði spenntur. Munnurinn opnaðist eins og hann ætlaði að fara að segja eitthvað, en það varð ekkert úr því. ■—• Ja, hvert í heitasta! Taut- aði hann loks. Bíddu eitt augnablik . . . Nowaslowski hélt hendinni fyrir hljóðnem- anum og sneri sér að þeim, sem hlustuðu á . . . — Það er annað geimfar uppi. Það er eitt geimskip í viðbót komið upp . . . það er uppi núna, á sömu braut og Pruett! Menn hentust hver um ann- an þveran á leiðinni til sím- anna. Allir hrópuðu hver í kapp við annan. — Haldið þið kjafti ,svo ég geti heyrt í símanum! Þögn á stundinni. — Já, já, ég skil . . . Hann glennti upp augun ... — Nálg- ast hann? Þeir mætast? Hve- nær? . . . Nowaslowski stóð hægt upp úr stólnum. — Já, ég heyrði. Hringdu aftur ef þú heyrir meira. Takk. Hann lagði tækið hægt á. — Jæja, út með það. Hvað er það? — Það er annað geimfar uppi. Það koma inn radartil- kynningar um allan heim Mér heyrðist hann segja, að geimförin nálgist hvort annað og það er talað um að þau mætist, tilraun til að ná í . . . —• Hvert í heitasta! Ég sagði alltaf að þeir væru að vinna allan sólarhringinn á skotpallinum. Guð minn, en sú saga! BILL! Hvenær heldurðu að Gemini komist til hans? — Gemini? — Já, asninn þinn. Gemini- geimfarið. Hvenær halda þeir að það komizt til Pruetts? — Hver hefur sagt eitthvað um Gemini? — En þú varst að segja ... —Það er rússneskt g e i m f a r ! Á 47 gráðum, 22 mínútum norðurbreiddar og 65 gráðum, 25 mínútum austurlengdar er grænt land og fagurt, mishæð- ótt og víðlent vaxið háum birkitrjám og þéttum greini- skógum. Þar er staður, sem nefndur er Baikonur. Breiður vegur með fjórum akreinum sker skóginn og hæðarnar. Þann 25. júlí, næstum fimm dögum eftir að bandaríski geimfarinn Richard J. Pruett lagði af stað frá Cape Kenn- edy, var maður staddur djúpt niðri i kjallara steinsteyptrar byggingar í Baikonur, og hrópaði þar upp í hljóðnema leiðbeiningar og tölur, sem voru síðasti liðurinn í undir- búningi að skoti geimskips frá jörðinni. Á nákvæmlega sama augna- bliki og maðurinn kom að síð- asta hljóðmerkinu fyrir geim- skotið, lá Pruett í sínu geim- skipi, 32 gráður norðlægrar breiddar og 48 gráður aust- lægrar lengdar. Geimskipið þaut þar áfram þegjandi og hljóðlaust hátt uppi í tóminu yfir Iran. Á því augnabliki var Pruett um 480 kílómetra austsuðvestur af Bagdad og 530 km suðvestur af Teheran og hafði stefnu aðeins norðan austurs. Nú kallaði maðurinn í Bai- konur: — Tri! — Dav! — Odin . . . Og síðan eins hátt og hann gat: — NATCHINAI ZHAR! Pramhald á bls. 36. VIKAN 28. tbl. — 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.