Vikan


Vikan - 09.07.1964, Blaðsíða 41

Vikan - 09.07.1964, Blaðsíða 41
International Plaza — þar eru söluskálar frá þjóðum í vestri, austri og suðri. Þar eru handiðnir hvers- konar falboðnar og minjagripir seldir. Tyrkneska búðin var raunar nauða lík öðrum viðlíka á barzarn- um í Istambul; flúrað kopardót og inniskór með uppbrettum tám eins og tíðkaðist í kvennabúrum með- an soldánar réðu ríkjum. Aðeins vantaði hér tötralýðinn og óþefinn, sem fyllir þessar búðir í borginni við Bosborus. Viltu kaupa handof- in pils frá Júgóslavíu, bróderaða dúka frá Grikklandi, frjósemisgyðj- ur frá Ghana, Efri Volta og Fíla- beinsströndinni, Búddalíkneski frá Thailandi, víkinga úr tekki frá Dan- mörku, kristalsvörur frá Kosta og Gustafsberg í Svíþjóð, blævængi frá Japan, viltu kaupa myndavélar og sjónvarpstæki frá Japan, svissn- esk úr, austurrískan skíðafatnað, úlfaldasöðla frá Egyptalandi eða eftirmyndir af Pietu Michelangelos — þá er það allt hér, en kostar talsvert mikið. Sértu þreyttur, þá geturðu tyllt þér í eitt af þeim 17 þúsund sætum, sem fundin verða á almannafæri. Sértu þyrstur, geturðu fengið drykkjarvatn með þv( að þrýsta á hnapp á vatnshana, þú getur keypt þér hverskonar kælda drykki í næsta sjálfsala og sé þér bjórinn hugstæður, þá bera þeir þér Carls- berg og Tuborg hjá Dönum — já, meira að segja smörrebröd með ef þú vilt. Þú getur fengið Heineken, Lövenbrau og amerískan dósabjór — allt nema Egil sterka. Hjá Japön- um drekkur meður te í undurfögru bambushúsi með japönskum garði í kring og dömurnar, sem afgreiða eru að sjálfsögðu klæddar í klmono. Hjá Aröbum er hægt að fá svo sterkt kaffi að það drýpur varla, enda hefur það alltaf verið þeim á móti skapi að fara ósparlega með vatn. Hvort þig langar í sænska smörgás, ítalska Mastro Pizza eða vöfflur frá Hollywood með heims- ins stærstu jarðarberjum, skiptir ekki öllu máli, því það er allt nær- tækt. Sumir setja markið hátt og telja það næstbezta aldrei koma til greina. Þeir gætu litið inn í Toledo í spænska skálanum, í svissneska veitingahúsið og nokk- ur önnur sem hafa á boðstólum öll gómsæti veraldarinnar, komi doll- arar fyrir. Þyrlurnar sem sjá um mannflutn- inga eru stöðugt að skrúfa sig nið- ur á Heliport, þyrluvöllinn á þaki eins stærsta hliðsins. í mexíkanska húsinu hefur verið kveikt og gömul sverð og söðlar varpa skugga sín- um á sementsveggina meðan indíánakerlingarnar servera bjórinn. Við einteinungsbrautina f skemmti- garðinum niðri við vatnið standa feður með syni sína; það á að fara eina ferð í þessu farartæki fram- tíðarinnar áður en haldið sé heim eftir viðburðaríkan dag. Þannig er þessi heimsýning í Flushing Mead- ow Park; iðandi af lífi og fyrirheit- um, ævintýri, sem enginn leið er að ímynda sér að óreyndu. Það er satt sem þeir segja: Hún er meira en sýning, hún er vettvangur þjóða, menningarviðburður og áhrifamiðill, alheimsþing með fögrum fyrirheit- um um framtíðina. G.S. [ FULLRI ALVÖRU Framhald af bls. 2. orðin skökk og skæld og bjöguð, lokið orðið flatt og dottið af. En hún gat sjálfri sér um tkennt. Hún álli ekkert með að festast. En ös'kukarlarnir skelltu á hana undnu lokinu, og þar með var hreinsuninni lokið. Björgunar- maðurinn frækni, sem hafði hætt sér upp á hílinn til að koma vit- inu fyrir tunnuna, skellti saman lófum eftir vel unnið verk, og geikk niður með bílnum til að setjast inn. í sama bili kom ótugt- arleg vindkviða, greip ,það sem upp úr stóð ruslakistunni á híln- um, þvi hún var orðin full, og demdi þvf ofan yfir höfuðið á manninum. Persónugerfingur hreinlætisins lét sér fátt um finn- ast, hrisli aðeins hausinn og flýtti sér inn i bílinn, nieðan innihald tunnunnar flugsaðist liér niður hrekkuna, sem við erum alltaf að reina að fialda hreinni, í sam- ræmi við stolt Reykjavíluir. Svo ók hreinlætið leiðar sinnar. Mér datt i hug, hve þessi vinnu- hrögð eru táknræn fyrir þetta hlessað þjóðfélag okkar. Virðing ifyrir verðmætum er alls engin, og ef einhver annar á það, sem verið er að nota, skiptir meðferð þess ails engu máli. Sama er að segja um virðinguna fyrir vinn- unni og vinnuveitandanum. Hún er ekki lil. Hugsanagangurin er sá, að fá sem mesl fyrir sem minnst, og ef ekki sést til, að svikjast um eftir mætti. Mér dettur í hug símamennirn- ir, sem nú eru að leggja sima i KARLMANNASKÓR VIKAN 28. tbl. — ^

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.