Vikan


Vikan - 09.07.1964, Blaðsíða 22

Vikan - 09.07.1964, Blaðsíða 22
NÝJIR LESENDUR GETA BYRJAÐ HÉR: Angelique er dóttir Armands de Sancé, baróns af Monteloup. Barón- inn berst í bökkum vegna fátcektar, og ekki léttir hörö innheimta þungra skatta undir meö honum. Hann er barnmargur, og getur ekki veitt börnum sínum þaö uppeldi, sem aöalsmönnum hæfir. Þess vegna telcur hann tilboöi Molines, ráösmanns á búgaröi du Plessis de Belliére, markgreifa, en sá síöarnefndi er frændi de Sancé, um aö koma á fót múldýrarækt og hefja á ný aö starfrækja gamla blýnámu, sem er í landi barónsins. Til þess lánar Molines honum stórfé, og baróninn á- kveöur aö senda þrjár elztu dætur sínar, Hortense, Madelon og Ange- lique, á klausturskóla. Skömmu áöur en þær fara í skólann, kemur du Plessis-Belliére meö skylduliöi sínu og gestum heim í höll sína, og biöur de Sancé aö koma meö Angelique til veizlu. Þar hittir Angelique frænda sinn, Philippe, son du Plessis, en þau hafa áöur éldaö grátt silfur. Hann hefur skömm á þessari sveitastelpu, frænku sinni, og á- samt öörum hirösveinum gerir hann gys aö henn'i, þar til hún leggur á flótta. Þaö veröur til þess, aö liún veröur óviljandi vitni aö samtali milli de Condé, prins, og itáísks munks, þar sem þeir ráögera aö byrla Mazarin kardinála eitur, en hann ræöur öllu fyrir hönd kóngsins, LúÖvíks XIV, sem enn er barn aö áldri. Munkurinn lætur de Condé hafa skrín meö eitri, en fær í staöinn bréf frá mörgum framámönnum viö liiröina, þar sem þeir heita forsprákka samsærisins, Fouquet fjármála- ráöherra, állir hollustu. — Skrifið -undir, Monsigneur, sagði munkurinn. De Condé prins tók gæsapenna af dragkistunni og hvessti hann. Síðan skrifaði hann undir og innsiglaði bréfið. — öll hin bréfin eru eins orðuð og undirrituð af viðkomandi, sagði prinsinn. Ég vona, að vinnuveitandi yðar verði ánægður. — Það má teljast öruggt, Monsigneur. En ég get ekki farið héðan fyrr en ég hef fengið hinar yfirlýsingarnar. —• Þér skuluð fá Þær fyrir klukkan tólf i fyrramálið. Du Plessis, markgreifafrú, mun hugsa vel um yður, Signeur. Ég hef sagt henni, að yðar væri von. — Þangað til held ég, að við ættum að láta bréfin i skrínið sem ég lét yður hafa, því þá kemst örugglega enginn í þau. Munkurinn sýndi prinsinum, hvernig hægt væri að losa efnið, sem skrínið var fóðrað með, og stinga skjölunum þar á bak við. Síðan lok- uðu þeir skríninu og komu þvi fyrir í dragkistunni. Svo fór Italinn, en hann var ekki nema rétt kominn út úr dyrunum, þegar de Condé prins tók skrinið upp aftur og opnaði það. — Má ég sjá, sagði konan og rétti út höndina. Hún hafði ekkert látið til sín heyra, meðan munkurinn og prinsinn töluðu saman. En það var greinilegt, að hún hafði ekkert látið fram- hjá sér fara. De Condé gekk að rúminu og beygði sig yfir litlu flöskuna með föl- græna vökvanum. — Trúirðu því, að þetta sé raunverulega eins hættulegt og hann segir? muldraði hertogafrúin. — Fouquet hefur fullvissað mig um, að það væri leitun á öðrurr. betri eiturbyrlara en þessum itala. —• Mazarin er sem sagt dauður, sagði hertogafrúin lágt. — 1 raun og veru. Ég hef lif hans í höndum mínum. — Er ekki sagt að drottningin matist iðulega með sínum elskaða Mazarin? — Jú, satt er það, svaraði prinsinn eftir andartak. — Eh, mér getzt ekki að fyrirætlun þinni. — Það sem ég hef á prjónunum, er bæði snjallara og áhrifameira. Hvað væri ekkjudrottningin án sona sinna? Það væri ekkert fyrir hana að gera, annað en að hafa sig í klaustur, og syrgja þá. — Ætlarðu að eitra fyrir kónginn? hrópaði hertogafrúin skelfd. Prinsinn hló glaðlega og gekk aftur að dragkistunni með skrinið. —• Þið konurnar eruð eins og kóngurinn! Þú bráðnar af umhyggju fyrir honum, af Því að hann er svo fallegur strákur, en í okkar augum er hann hættuleg fyrirstaða í fyrirætlunum okkar. Hvað snertir bróður hans, Petit Monsieur, þá er hann ekki annað en hálfgeggjaður krakki, sem hefur ekki gaman að öðru en að klæða sig í kvenmannsföt og láta karlmenn klappa sér. Hann á enn síður skilið að setjast í stjórnar- stól en bróðir hans. Nei, þú getur reitt þig á mig. Þar serrii Gaston d,- Orleans er, höfum við konung eftir okkar höfði. Hann er auðugur og ístöðulaus. De Condé læsti dragkistunni og stakk lyklinum í vasann. — Ætli sé ekki kominn tími til, að við sýnum gestgjöfunum okkur? Maturinn hlýtur að vera rétt tilbúinn. Angelique var farið að verkja i skrokkinn, þar sem hún húkti á veggsyllunni, en hún kom sér ekki að því að klöngrast niður. Inni í herberginu var prinsinn og ástmær hans að klæða sig með aðstoð herbergisþjónanna. Loks var enginn i herberginu. Angelique skreið hljóðlaust í gegnum gluggann. Með liðugum fingrum tók hún lykilinn úr vasa náttsloppsins, opnaði dragkistuna og tók skrínið. Svo lokaði hún dragkistunni aftur, og lét lykilinn þar sem hann áður var og klifraði út um gluggann með skrínið undir handleggnum. Allt i einu langaði hana til að hlæja. Hún imynd- aði sér svipinn á de Condé, þegar hann uppgötvaði, að bæði eitrið og þessi hættulegu bréf voru horfin. Hún vissi nákvæmlega, hvar hún átti að fela herfangið. Turnarnir, sem italski arkitektinn hafði sett við hvert horn hallarinnar voru bara til skrauts. Þeir voru byggðir sem smáútgáfa af borgarturnum miðaldanna. Þeir voru holir að innan og á þeim voru litlir gluggar. Angelique stakk skríninu í þann turninn, sem næstur var. Þar myndi engum detta í hug að leita að því. Svo klifraði hún léttilega niður aftur og gekk fram fyrir höllina. Fólkið hafði safnazt inn. Þegar Angelique kom inn í anddyrið, fann hún ilminn af góðum mat. Fram hjá henni gengu nokkrir þjónustu- sveinar með stór silfurföt. Glamur í postulíni og kristalsglösum heyrðist innan úr sölunum, þar sem gestirnir sátu umhverfis borðin. Angelique stanzaði í dyrunum inn í stærsta herbergið og kom auga á de Condé prins, með du Plessis markgreifafrú öðrum megin við sig og de Beaufort hertogafrú hinum megin. Du Plessis markgreifi og sonur hans, Philippe, sátu einnig við sama borð og prinsinn, ásamt nokkrum dömum og herrum. Þar var munkurinn og kápa hans stakk mjög í stúf við skrautklæðnað aðalsmannanna. Hefði du Sancé barón verið þar, hefði klæðnaður hans og munksins verið mjög í stíl. En hvern- ig sem Angelique litaðist um, kom hún ekki auga á föður sinn. Allt I einu kom einn hirðsveinninn auga á hana. Það var sá sem mest hafði hæðzt að henni fyrir la bourré. —■ Nei, þarna er barónessa sorgarklæðanna! hrópaði hann hæðnis- lega. — Hvað má bjóða yður að drekka? Eplavin eða svolítið af góðri súrmjólk? Hún rak út úr sér tunguna framan í hann og gekk rak- leitt að borði prinsins. — Almáttugur, sagði Beaufort hertogafrú. — Hvað kemur þarna? Madame du Plessis leit í sömu átt og kallaði síðan á son sinn sér til hjálpar. — Philippe! Philippe! Viitu vera svo vænn að vísa de Sancé frænku þinni á borð herbergisþernanna. Drengurinn leit á Angelique. — Það er stóll hér, sagði hann oý benti á auðan stól við hliðina á sér. — Ekki hér, Philippe, ekki hér. Þetta sæti er frátekið handa Made- moiselle de Sellis. — Mademoiselle de Sellis hefði þá getað verið svolítið stundvísari. Þegar henni þóknast að sýna sig, kemst hún að raun um, að önnur er komin í sætið hennar, sagði, hann og brosti hæðnislega. Borðfélagar hans flissuðu. Angelique settist. Hún þorði ekki að spyrja eftir föður sinum. Ljósið glitraði i glösunum, vinflöskunum, silfurfötunum og demöntum kven- anna. Það eina, sem hún gat gert, var að rétta úr sér og bera höfuðið hátt. De Condé prins sat næstum beint á móti henni og arnaraugu hans hvíldu á henni. — Þér eigið svo sannarlega furðuleg ættmenni, monsieur du Plessis. Hver er þessi grái andarungi? — Þetta er lítil frænka mín héðan úr nágrenninu, monsieur. Ó veslings ég. 1 stað þess að hlýða á tónlistarmennina og veral í félags- skap okkar ágætu kvenna, varð ég í stað Þess að hlusta á bænakvabb barónsins föður hennar og mér líður enn ekki allskostar vel eftir ó- lyktina út úr honum. Eins og skáldið sagði: „Það er vart úr nösum nás neinn fnykur á við bændamás." Allir yiðstaddir hlógu. — Og vitið þið, hvað hann bað um? hélt markgreifinn áfram. — Nei þið getið aldrei upp á Því. Hann fór þess á leit að ég útvegaði honum skattfrelsi fyrir nokkur múldýr, sem hann á, og þar að auki fyrir blý, sem hann telur sig geta grafið, svo klumpum skiptir, upp úr eldhús- garðinum. Ég hef aldrei heyrt! þvilíka vitleysu. — Pestin hirði þennan sveitaaðal! muldraði prinsinn. — Þeir óvirða skjaldarmerki okkar með bændahegðun sinni. Konurnar réðu sér ekki fyrir kátínu. — Sáuð þið fjöðrina á hattinum hansf — Og skóna! Grasið var ennþá á hælunum á þeim! Angelique hafði svo mikinn hjartslátt, að hún trúði ekki öðru en Philippe heyrði það. Hún leit snöggt á hann og sá, að blá augu hans hvildu tjáningarlaust á henni. Ég get ekki látið það viðgangast, að faðir minn sé svívirtur, hugsaði hún. Hún fölnaði og dró andann djúpt. — Það getur vel verið, að við séum fátæk, sagði hún hátt og greini- lega, — en við reynum þó ekki að eitra fyrir kónginn! Hláturinn dá út umhverfis hana og Þögnin, sem fylgdi, var svo Þung, að hún dreifðist jafnvel út til næstu borða. Allt samtal dó út. Allra augu mændu á de Condé prins. — Hver? ... Hver? ... Hver? ... Stamaði du Plessis markgreifi. — Þetta var undarlega mælt, sagði prinsinn að síðustu og átti í miklum erfiðleikum með að hafa stjórn á skapi sínu. — Þessi unga stúlka kann ekki að haga sér í samkvæmum. Hún lifir enn í heimi ævintýranna...... Ef hann getur sagt meira, gerir hann mig hlægilega og þá henda þau mér út eða hóta að berja mig< hugsaði Angelique í örvæntingu. Hún hallaði sér lítið eitt áfram og leit yfir á hinn endann á borðinu. — Mér er sagt að munkurinn Þarna sé mestl sérfræðingur konung- dæmisins í eiturbyrlun. Það fór kliður um salinn. — Djöfullinn hefur tekið sér bólfestu í stúlkunni! hrópaði Madame du Plessis og beit í vasaklútinn sinn. — Hún hefur orðið mér til ó- bærilegrar skammar. Þarna situr hún eins og engill, og allt í einu opnar hún munninn og lætur svona hræðilega hluti út úr sér! — Hræðilega? Hvers vegna hræðilega? spurði prinsinn mjúklega, en augu hans kvikuðu ekki af Angelique. —< Þeir væru hræðilegir, ef þeir vær-u sannir. En þetta er aðeins hugarburður lítillar stúlku, sem hefur ekki vit á að halda sér saman. — Ég get haldið mér saman þegar ég vil, sagði Angelique ákveðinn. — Og hvenær myndi það vera, mademoiselle? — Þegar þér hættið að hæða föður minn og veitið honum þetta lítilræði, sem hann biður um. Monsieur de Condé var skyndilega dökkur í framan. Þetta var há- mark hneykslisins. Fólkið, sem fjarst var í salnum klifraði upp á stól- ana sina. — Megi pestin! Megi pestin.... hreytti prinsinn út úr sér. Svo reis hann skyndilega á fætur, sveiflaði handleggjunum, eins og hann væri að stjórna her sínum í árás gegn Spáni. — Fylgdu mér! öskraði hann yfir borðið. Nú ætlar hann að drepa mig, hugsaði Angelique. Samt fylgdi hún prinsinum möglunarlaust. E'ins og lítill grár andarungi á ef-tir stórum og fallegum páffugli. — Nú erum við ein, sagði de Condé prins og sneri sér við. — Mademoiselle ég vil ekki reiðast við yður, en þér verðið að svara spurningum mínum. Mýktin í rödd hans skelfdi Angelique meira en reiðikastið áðan. Hún fann, að hún hafði hætt sér út í ævintýri, sem hún réðil ekki al- mennilega við. Hún hörfaði og reyndi að vera aðeins innantóm sveita- stelpa. — Ég ætlaði ekki að gera neitt ljótt. — Hvers vegna dettur yður þá x hug að segja svona? 22 — VIKAN 2*. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.