Vikan


Vikan - 09.07.1964, Blaðsíða 8

Vikan - 09.07.1964, Blaðsíða 8
„Hann gleymdi aö ffá sér PÓLAR RAFGEYMI áður en hann ffðr I sumarfriið“ Daglega umgangist Þér fjölda fólks DELFOL BYÐUR FRISKANDI BRAGÐ OG BÆTIR RÖDDINA. Framleitt mea einkaleyfi:LINDAh.f. Akureyri r MIÐAÐ VIÐ VERÐ: MJÖG GÓÐUR ***** Hillman GÓÐUR Emp ★ ★ ★ ★ ALLGÓÐUR ★ ★ ★ SÆMILEGUR ★ ★ VIÐUNANDI ★ LÉLEGUR Bíla- prófun Vikunnar Það var í Þýzkalandi einhvern tíma fyrir stríð, að teiknaður var bíll, sem átti að verða farartæki handa almenningi. Þetta var fremur ljótur bíll í augum þess tíma, einna líkastur öfugum meiða á rugguhesti. Svo kom stríðið, og það varð ekkert úr framleiðslu á fyrirbrigðinu, fyrr en því lauk. Farartækið hlaut á þýzku heitið Volkswagen, sem þýðir nánast þjóðarbíll. Hann varð á skömmum tíma mjög vin- sæll, þótt enn í dag líti hann næstum eins út og í fyrstu. Það má segja, að hann hafi unnið það stríð, sem Hitler tap- aði, því VW hefur lagt flest lönd heims meira og minna undir sig. Og auðvitað þarf að berjast við svona stórveldi. Þess vegna hafa allflestar bílafabrikkur sent frá sér bíla, sem hafa átt að vera til höfuðs honum. Hins vegar hafa þær flestar hverjar lagt meira í sína bíla, og þeir hafa orðið heldur dýrari. Sums staðar hefur munurinn verið svo lítill, að keppinautunum hefur orðið talsvert ágengt, en þar sem inn- flutningsgjöldum og tollum er háttað eins og hjá okkur, hefur munurinn margfaldast svo, að ekki hefur orðið um samkeppnis- grundvöll að ræða. Enda hafa keppinautarnir verið svo mikið öðru vísi, að það eitt hefur breytt miklu um. En nú loksins er kom- inn bíll, sem bæði hvað snertir eiginleika og verð er mjög svipað- ur VW. Sumt er að vísu lakara, en sumt er betra, en ég þori ekki að hætta mér út í slíkan samanburð. Þessi bíll er HILLMAN IMP. IMP er lítill, laglegur fimm manna bíll (með lagi. Er í raun- inni ekki nema 4 manna, fremur en aðrir smábílar, taldir 5 manna). Fyrir ökumann og far- þega er hann rúmbetri en helztu keppinautar, en farangursrúmið er mjög af skornum skammti — jafnvel heldur minna en t.d. í VW. Á hinn bóginn er IMP að vissu marki stationbíll, það er að segja, að hægt er að opna afturgluggann upp á gátt, og leggja niður bakið á aftursætinu. Þar kemur nokkuð gott samfellt farangursrúm, þannig að bíllinn verður ágætur ferðabíll fyrir tvennt (eða tvo eða tvær), og auðveldara að geta stungið því inn að aftan, heldur en að þurfa endilega að baksa því öllu inn um hliðardyrnar. Sé aftursætis- bakið uppi og bíllinn fullur af fólki, er ekki um annað farang- ursrúm að ræða en þolanlega skúffu aftan við sætisbakið, og smáhólf milli framhjólanna, yfir fótum þeirra, sem sitja frammi í Ef maður skreppur á bílnum nið- ur í bæ til að kaupa í helgarmat- inn, er öllu til skila haldið, að það komizt fyrir í þeirri skúffu, ásamt varahjólinu og tjakknum. Hins vegar er líkamsrúm all- gott í bílnum. Meira að segja fyrir fæturna. Kannski hafa hæstu menn nokkur óþægindi af því, að finna hárið sífellt strjúk- ast við loftið, en ég hygg að þeir þurfi að vera ólánlega langir til að þurfa að beygja sig. Sætin 8 VIKAN 28. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.