Vikan


Vikan - 09.07.1964, Blaðsíða 10

Vikan - 09.07.1964, Blaðsíða 10
Þegar Matthías Jochumson tók sig til og orti um Skagafiörð- inn, þá var hann að vonum hikandi og vissi ekki hvar skyldi standa og hvar skyldi byria. Enda útsýnið ærið; Vall- hólmurinn endilangur norður í fjörð, Blönduhlíðin og Drang- ey. Mér fór svipað og Matthíasi, þegar ég leit heimsýningar- svæðið í Flushing Meadow Park: Hvar skyldi byrja, hvar skyldi standa. Ég vildi að hann hefði staðið þar við hlið mér, skáldið á Sigurhæðum, albúinn þess að yrkja geirneglt kvæði í þjóðskáIdastíl um þessa heim- sýningu. Það mætti segja mér, að þá hefði honum fundizt Skaga- fjörðurinn tiltölulega aðgengilegt viðfangsefni. Ég hafði flogið vestur með Loftleiðum um nóttina og það hafði verið tíðindalaust ferðalag. Þeir lentu á Goose Bav í Labrador í kaldri rigningu; það var snjór í botni furuskógarins og eins óyndislegt og hugsazt gat. Nokkrir harðindalegir menn með bláar og sinaberar hendur afgreiddu vélina. Mér datt í hug vísan eftir Stein: í nótt mun ég krókna úr kulda í kofa við Hudson Bav. Þú mikli eilífi andi ókei. Að ofan: XBM-eggið. Þar er fimm hundruð manns lyft upp í eggið í einu lagi til að sjá sjö kvikmyndir í cinu. Að neðan: Sýningarskálarnir eru sumir furðuverk í byggingarlist og þar ægir saman mörgum mcrkum nýjungum. Hér eru ísienzkir blaðamenn framan við sýningarhús Jórdaníu. Hudson Bay eða Goose Bay, ætli það sé ekki sama í hvorri Grinda- víkinni maður rær. Má ég þá heldur biðja um Tjörnes eða Melrakka- sléttu. Þar er þó altént sauðkropp og snjólaust seint í maí. Skógarnir hættu að vera svartir og tóku á sig græna og Ijósbláa slikju þegar sunnar dró. Vegurinn af John F. Kennedy flugvelli og inn til borgarinnar er greiðfarinn og markaður sex akreinum. Þar aka allir eins og þeir eiga lífið að leysa og veitir ekki af því tímahrak skilst mér að ami flestalla verulega vestanhafs. En þeir eru góðir bílstjórar og flestum, sem séð hafa umferðina þar, er fyrirmunað að skilja, hvernig geta orðið árekstrar í Reykjavík. Það eru ýmsar leiðir til að komast af Manhattan og út í útborg- ina Queens, þar sem sýningarsvæðið er. Auðveldast er að taka fyrsta leigubíl framan við hótelið, en það kemur meir við pyngjuna en aðrar samgöngur; kostar þrjá dali í meðalumferð eða rétt um 130 krónur. Það er um þriggja kortéra ferðalag. Ódýrara er að taka strætisvagn og fljótlegast er að fara með lest, sem leggur af stað neðanjarðar, en kemst upp á yfirborð jarðar utan við asfaltfrum- skóginn á Manhattan. Allt er þetta fremur auðvelt, jafnvel fyrir ókunnuga og Kanar eru ólmir að segja ókunnugum til vegar og bæta alltaf við: „You cannot miss it". Þess vegna gat ekkert forðað því, að ég stæði við eitt aðalhlið heimsýningarinnar um hádegisbilið á laugardegi seint í maí. Var ég búinn að geta þess, hversu óskaplegur hitinn var? Heitustu maídagar í New York á þessari öld, langdrægt fjörutíu stig, loftið þungt og ákaflega rakamettað. En nú var maður kominn alla leið utan af fs- landi með fimm daga til stefnu og hlægilegt að fara að láta hitann

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.