Vikan


Vikan - 09.07.1964, Blaðsíða 16

Vikan - 09.07.1964, Blaðsíða 16
Hver og einn reynir aS auglýsa sig og sitt land eftir beztu getu. Sviss hefur komið upp þessari feiknarlegu skíðalyftu þvcrt yfir svœðið til að minna á, hvert hinir vandlátu fara til að bregða sér á skíði. Þær þjóðir sem á annað borð eiga einhverja hcfð í 'byggingar- list hafa reynt að halda henni á sýningunni. Hér er skáli Thai- iands, útfærður í þessum sér- kennilega, flúraða stíl, scm hvergi finnst annarsstaðar en aust- ur þar. ■J^g — VIKAN 28. tbl. 5 dagar á heimsýningunni ana og Unisphere, járnhnöttinn, sem er miðpunktur og symbol sýningarinnar. Það er líka búið að kveikja í polinesisku strákofunum og leirkúluskálanum frá Jórdaníu. Sumir njóta þess að sjá þetta úr lofti: Utsýnisturnarnir eru alltaf þéttskipaðir fólki, þota frá Pan American kem- ur í sveig yfir svæðið og svissneska skíðalyftan er alltaf í gangi og flytur fólk fyrir fimmtíu cent þvert yfir sýn- ingarsvæð'ið. Ég sé að svarta fjölskyldan, sem situr næst mér á grasflötinni skoðar þetta allt saman með mikilli athygli, rétt eins og hver og einn hugsi með sér: Þessa stemn- ingu skal ég varðveita með sjálfum mér og muna. En elskendurnir lengra úti á flötinni láta þetta lönd og leið; þeir hafa öðrum mikilvægari hnöppum að hneppa. Sunnudagur. — Enn bakar sólin landið og fólkið, sem komið er úr fjarlægum heimshornum eða bara úr New York og nágrenni. Lestirnar eru yfirfullar, þar blandast hvítir, svartir og gulir' án þess að komi til nokkurra óþæginda. Hér eru ekki sérstakir vagnar fyrir „colored", hina þeldökku, eins og í Suðurríkjunum. Beint á móti mér í lestinni sitja hjón með börn sín. Þau eru á leið á sýninguna og öll í hátíðaskapi. Hann er alhvítur og sköllóttur, hún múl- atti. Annað barn þeirra hefur öll einkenni hvíta kyn- stofnsins, hitt er með breitt nef, þykkar varir og smá- hrokkið hár. Hjónabönd hvítra og svartra hafa oft orðið hinn mesti harmleikur í Ðandaríkjunum; það fólk verð- ur einangrað og útundan, hvorki hinir hvítu né hinir svörtu vilja við þcð kannast. Þannig er það sumstaðar að minnsta kosti. Tower of light — Ijósturninn. Það er raunar enginn turn heldur höll og ein sú fegursta og frumlegasta, sem ég hef augum litið. En ég ráðlegg öllum að halda sig við ytra borð hennar því innan dyra er í hæsta máta ómerkileg sýning á tækni við rafmagnslýsingu. Aftur á móti er IBM-kúlan vel þess virði að standa einn hálf- tíma eða svo í biðröð, þegar þess er gætt að þar er forsæla og þar að auki dægurlagasöngvari með gítar til að létta biðina. Það er IBM sem meðal annars fram- leiðir þessa óskiljanlega fullkomnu rafmagnsheila, sem eiga ekkert annað eftir en finna það út hvernig þeir eiga að tímgast og útrýma svo manninum á eftir. Það má til sanns vegar færa, að IBM bjóði gestum sínum á kvikmyndasýningu. Það er hvorki cinerama né Todd A-O, heldur sjö myndir samtímis. Þó er þeim svo meistara- lega fyrir komið, að maður nýtur þess allt að einu. Og ekkert er svo ótrúlegt, að það sé ekki tekið sem sjálf- sögðum hlut. Bráðum missa menn hæfileikann til að undrast og stara forviða á það, sem aldrei hefur áður fyrir augu borið og algjörlega er ofvaxið mannlegum skilningi. j ætti ég í því sambandi minnast á þau skil, sem Abraham Lincoln, Bandaríkjaforseta, eru gerð fyrir mátt tækninnar. Þeir hafa alltaf talið sér Lincoln í lllinois, enda átti hann heima í Spring- field öil manndómsár sín og allt fram til þeirra síðustu ára hans, sem hann gegndi forsetaembætti. Fylk- ið lllinois hefur byggt skála til að heiðra minningu þessa mæta manns og það er einmuna smekklega gert. Utan á húsinu má lesa nokkrar frægar setningar úr ræðum Framihald á bls. 39. M

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.