Vikan


Vikan - 09.07.1964, Blaðsíða 48

Vikan - 09.07.1964, Blaðsíða 48
varir yðar undur fagrar Yardley varalitirnir eru dásam- lega mjúkir og kremkenndir. Gefa vörum yðar töfrandi útlit. í hinu fjölbreytta Yardley lita- úrvali með nýjustu tízkulitunum, er liturinn yðar. Með því að nota Yardley varalit verður bros yðar yndislega bjart. YARDLEY VARALITUR LUCAS - C. A.V. - GIRLING NOTIÐ AVALLT ORGINAL VARAHLUTI: (UCAS cu. GIRIIHG varahlutir í rafkerfið varahlutir i olíukerfið og stærri rafkerfin. varahlutir í hemlakerfið. Höggdeyfar. AÐALUMBOÐ FYRIR JOSEPH LUCAS (EXPORT) LTD. R. SÆMUNDSSON umboðs- og heildverzlun Söluumboð: Laugavegi 176. Sími 23285. Laugavegi 176. Sími 37456. um úlnlið hennar og dró hana með sér. — Hvernig ætlið þér að fara að því, að komast inn aftur? — Ég hringi bara bjöllunni og bið um ölmusu. Þau hlógu aftur. Hirðsveinninn sagðist heita Henri og vera í þjónustu konungsins. Hann spjallaði um alla heima og geima og lokkaði Angelique með sér í rólegri hluta borgarinnar. Hún tók eftir því, en sagði ekki neitt. Einhvernveginn fannst henni, að eitthvað spennandi væri I vændum. Hann stanzaði og ýtti henni í dyraskot. Svo fór hann að kyssa hana. Milli kossana sagði hann ýmsar skemmtilegar vitleysúr. —■ Þú ert falleg.... Kinnar þínar eins og epli.... Augu þín eins og í kettlingi.... Hreyfðu þig ekki. Ég ætla að hneppa frá þér blúss- unni. Ég veit, hvernig á að gera Það .... Ahh! Ég hef aldrei séð svona falleg brjóst! Ég er hrifinn af þér .... Hann andaði hraðar. Hvað eftir annað .ltiaðist hann flóttalega um. Gatan var þögul, en endrum og eins var gengið framhjá. Unglingurinn stappaði niður fætinum. —• Maður getur orðið taugaóstyrkur af rninna, sagði hann. — Hvert eigum við að fara, til þess að fá að vera i friði? Jú, nú veit ég. , Hann dró hana með sér yfir torgið fyrir framan Notre-Dame-la- Grande. Þó að Angelique hefði verið í Poiters í tvö ár, þekkti hún ekkert til i borginni. Hún horfði hrifin á fagra framhlið kirkjunnar. Henri bað hana að bíða stundarkorn við kirkjudyrnar. Hann kom fljótlega til baka og hélt á lykli. — Kirkjuvörðurinn leigði mér prédikunarstólinn. — Prédikunarstólinn? — Bah! Og það er ekki í fyrsta sinn, sem hann hefur látið húsnæðis- lausum elskendum hann eftir. Hann leiddi hana niður lítinn stiga, inn í helgidóminnn, opnaði dyrnar inn í prédikunarstólinn og gekk upp á kringlóttan pallinn, þar sem presturinn stóð, þegar hann flutti ræðuna. Angelique fylgdi ósjálfrátt eftir. Henni leið ekki vel og hún var hrædd. Þau settust á teppisklætt gólfið. En svo var að sjá, að kyrrðin í kirkjunni og ilmurinn af reykelsinu hefði dregið úr ákefð piltsins. Hann tók um axlir Angelique og kyssti hana blíðlega á gagnaugað. —■ Þú ert svo falleg, andvarpaði hann. — Ég er miklu hrifnari af þér en fínu kerlingunum. En ég verð að vera þeim til þjónustu. Ef þú bara vissir .... Hann andvarpaði. — Ég held, að það sé einhver að koma, hvíslaði Angelique. Þau hlustuðu á fótatakið, sem nálgaðist. Það var einhver á leiðinni til þeirra, og loks skaut gamall prestur upp höfðinu fyrir framan þau. — Hvað eruð þið að gera hérna, börnin mín? spurði; hann. Hirðsveinninn hafði svarið á reiðum höndum. — Mig langaði að hitta systur mína, sem er á skóla í Poiters, en ég vissi ekki, hvert við ættum að fara. — Talaðu ekki svona hátt í húsi guðs, sagði presturinn. -— Rísið á fætur, bæði tvö og komið með mér. Hann tók þau með sér inn I skrúðhúsið og settist. Svo lagði hann hendurnar á hnén og leit á þau á víxl. Hvítt hárið, sem gægðist fram undan kufli hans, var eins og geislabaugur um andlitið. Henri var allt I einu orðinn hræðslulegur. — Er hann elskhugi þinn? spurði presturinn. Angelique roðnaði, en hirðsveinninn flýtti sér að segja: —■ Hún er ekki svoleiðis. —- Ég óska þér til hamingju, dóttir min. Ef þú ættiri fallegt perlu- hálsband, myndirðu þá kasta þvi á mykjuhaug, svo grísirnir gætu leik- ið sér að því, með sýnum skítugu trýnum? Svaraðu mén barnið mitt, myndirðu gera það. — Nei það myndi ég ekki gera. — Á sama hátt máttu ekki kasta frá þér meydómi þínum, heldur átt þú að geyma hann þangað til þú giftir þig. Og Þú, Þrjóturinn þinn, hvernig fékkstu þá vanhelgu hugmynd, að taka með þén unga stúlku í prédikunarstólinn í kirkjunni. — Hvert áttum við að fara? spurði hirðsveinninn fýlulega. — Það er ekki hægt að tala saman í ró og næði á götunum í þessari borg. Og ég vissi að kirkjuvörðurinn lánar stundum prédikunarstölinn til þessara hluta. —■ Ja, ég á mikið ólært af þér, drengur minn, sagði presturinn, dá- lítiö kaldhæðnislega. — Predikunarstóllinn kostar 30 livres og skriftastóllinn 20, prestur minn. — Ekki rengi ég þig, svaraði prestur. Svo rétti hann fram höndina. — Láttu mig hafa lykilinn. Ég veit allt of vel í hverskonar umhverfi þú lifir, veslingurinn. Það væri betra fyrir þig að fá að vaxa upp eins og eðlilegur unglingur, i staðinn fyrir að vera leikfang fyrir fullþroska konur. Já, ég sé að Þú roðnar. Þú skammast þín fyrir henni, sem er • hrein og ósnert. Hann reis á fætur, lagði hendurnar á axlir unglinganna og ýtti þeim á undan sér út úr dyrunum. — Lömbin mín, sagði presturinn. — Þið hafið reynt að gæða ykkur á grænum ávexti ástarinnar, þessvegna finnið þið tómleik í hjörtum ykkar. Lofið lífsins sól að fullþroska það, sem alltaf hefur verið ætlað til þess að blómstra. Þið getið ekki hrifsað til ykkar ást á hlaupum. Þá finnið þið hana aldrei. Er nokkur verri hegning til, fyrir óþolin- mæði og undanlátssemi, en sú að fá aldrei annað en súra og óþroskaða ávexti? Nú skuluð þið fara sitt í hvora áttina. Þú, drengurinn minn, til vinnu þinnar, sem þú verður að stunda af samvizkusemi. Og þú, stúlka mín, til systranna og vinnunnar. Angelique leit ekki um öxl, fyrr en hún var kominn að klaustur- dyrunum. Hún fann til friðar hið innra. Henni fannst eins og styrk hönd prestsins hvíldi enn á öxl hennar. Án þess að mögla, tók hún við refsingunni fyrir þessa síðustu ó- hlýðni. Og þegar allt kom til alls, var hún betri nemandi eftir en áð- ur. Hún stundaði námið af meira kappi og virtist að lokum hafa sam- ræmizt ströngu klausturlífinu. 1 september yfirgaf Hortense, systir hennar, klausturskólann. Gamall ættingi vildi fá hana til Niort. Þessi ættingi var gömul kona, gift rík- um dómara af vafasamri ætt, og henni var mjög umhugað að sonur hennar varpaði meiri ljóma á ættina, með því ð giftast stúlku af há- um stigum. Ungi maðurinn hafði nýlega fengið embætti sem procureur du Roi, málafærslumaður í París. Þetta var semsagt mjög þagstæður

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.