Vikan


Vikan - 09.07.1964, Blaðsíða 6

Vikan - 09.07.1964, Blaðsíða 6
- G R I LL - Grillsteikt kjöt cr ljúffengt. Þegar stcikt cr í grillofni, myndast þegar í upphafi þunn — og ljúffeng — skorpa, sem síðan hindrar þornun kjötsins viS steikinguna. Kjötið heldur þannig safa sinum og bragði óskertu — og óúsmæðurnar losna við hvimleiða steikarbræluna. Infra-rauðu geislarnir fara gegnum kjötið, sem verður sérstaklega mjúkt og bragðgott. Við steikinguna bráðnar fitan á kjötinu og drýpur af. Hana má svo nota með kjötinu, ef vill, því að hún er einnig bragðmikil og Ijúffeng, en sós- ur þarf ekki að búa til, nema þeirra sé sérstaklega óskað, enda verður þeirra vart saknað, þar sem grillstcikt kjöt er svo safaríkt og bragðgott. Hvað er hægt að grillstcikja? Flest kjötmeti er bezt grillsteikt, bæði hrygg- ur, læri og aðrir stórir bitar, þykkar og þunnar sneiðar, kótelettur, smá- bitar, pylsur o.s.frv. Grillsteiktir fuglar, svo sem kjúklingar, endur o.fl. eru kræsingar. Fiskur er góður grillsteiktur. Enfremur alls konar smárétt- ir úr kjöti, fiski, grænmeti, ávöxtum, brauði, ostum o. fl. Grillofninn býður marga kosti: Grillsteiktur matur cr hollari, þar scm hann er fituminni og léttari. Langflestum finnst grillsteiktur matur mun ljúf- fengari. Grillofn er auðveldur og hreinlegur í notkun. Húsmæður losna við steikarbræluna og þurfa lítið sem ekkert að fylgjast með steikingunni, því að í flestum tilfcllum cr steikt á teini, sem innbyggður mótor snýr með jöfnum hraða, svo að engin hætta er á, að maturinn brenni við. Mörg hjálpartæki fylgja, þannig að hægt er að steikja mæði stór, smá, þunn og þykk stykki á teinum eða sérstökum grindum. GRILLFIX grillofnarnir eru opnanlegir að ofan. Þar er Iaus panna, sem hægt er að steikja á eða nota sem hitaplötu til þcss að halda mat heitum. GRILLFIX grillofnarnir eru ennfremur búnir þrískiptum hitarofa, sjálfvirkum klukkurofa, innhyggðu ljósi og öryggislampa. Allt þetta miðar að þvi að gera húsmóðurinni steik- inguna sem þægilegasta. Og ekki má gleyma því, að grillofn þarf ekki nauðsynlega að vera ætíð staðsettur í eldhúsinu. Ilann cr léttur og hrælu- iaus, svo að tilvalið og skemmtilegt getur vcrið að nota hann í borðstofunni eða jafnvel úti á svölum cða í garðinum, þcgar það hentar og húsmóðirin vill gjama vera í návist heimilisfólksins eða gestanna. O. KORHLERU P-HAMSEM F SÍMI 12 60 6 • SUÐ.URGðTU 10 REYKJAVIK Sendið undlrrit. nánari upplýsingar (mynd, vcrð, grciðsluskilmála) Nafn ................................................................. Heimili .............................................................. Til FÖNIX s.f., Suðurgötu 1«, Reykjavik. Hvað á ég að gera? Kæri Póstur! Ég er í svo miklum vandræð- um. Svo er mál með vexti að ég er svo agalega mikið hrifin af strák sem ég kannast svolítið við. Ég er tæplega 16 ára, en hann er f jórum árum eldri. Þegar hann mætir mér á götunni eða þegar hann er á bílnum, þá horfir hann alltaf svo mikið á mig að ég fæ svo mikinn hjartslátt. Ég veit hvar hann á heima. Hvað á ég að gera, kæri Póstur, ég er svo hrifin af honum. Vonast eftir svari. ína. ■— — —- Veiztu það, fna mín, að við fáum 10—20 bréf á hverri viku, sem eru svo til nákvæm- lega eins og þetta. Hvernig í ósköpunum ættum við að gefa öllum þessuin ínum ráð, sem mundi reynast óbrigðult við þessu aldagamla vandamáli? Ef við gætum það, þá værum við fyrir löngu hættir að gefa út vikublað, en sætum bara heima í hægindastól og værurn að telja milljónirnar okkar. Þetta er alveg undir þér sjálfri komið, mín kæra. Hvernig væri t.d. að þú reyndir einhverntíma, þegar þið hittist á götu, að segja: „Halló!“ -— og vita hvað skeður? Enga útúrsnúninga...! Ég hef þann leiðinda ósið, að bleyta fingurgómana með munn- vatni og sleikja varirnar, svo þær eru alltaf hálf rakar. Get- ur þú sagt mér, hvað ég á að gera til að hætta þessu? Mér finnst leiðinlegt t.d. á götum úti þegar ég byrja á þessu. Ég hef reynt að venja mig af þessu en ekki gengið vel. Gætir þú gefið mér gott ráð við þessu, Vika mín? P.s. Helzt enga útúrsnúninga, ég vil taka það fram, að þetta er enginn kækur því það er ekki langt síðan ég byrjaði á þessu. --------Ef það er ekki kækur, —- hvað er það þá? Auðvitað er það kækur og ekkert annað. Kækur er ávani eða ósiður, og þetta er hreint ekkert annað. Þó er aðeins - - aðeins — til sá möguleiki, að þetta sé vegna ofþurrks í líkamanum, sem kem- ur þá sérstaklega fram á þessum stöðum. Reyndu því að bera ein- hvern feitan áburð á fingur og varir og nudda honum vel inn, sérstaklega í þurrki. Það sakar ekki að hafa áburðinn bragðvond- an, þá manstu kannske frekar eftir því, að þú átt ekki að sleikja þig allan (alla) að utan. — Og svo: Hættu þessum ekkisens kæk! Pabbi minn er lögga! Mér fannst nú bara gaman að greininni og myndunum um kraftajötnana, Póstur minn, þótt. það væri lítið að marka hana. Frændi minn hérna fyrir austan væri ekki lengi að slíta í sundur mælirinn fyrir ykkur, ef hann bara fengi að reyna. Hann rétt- ir upp járnskeifur eins og ekk- ert og janfhendir okkur tvo í einu. Þið ættuð að leita betur næst, þegar þið farið að leita að kraftajötnum. Það þýðir ekkert að treysta á eintóma lögreglu- þjóna, þótt einn sæmilega vel fær hafi slæðst þarna með. Þið ættuð bara að sjá hvernig við förum með þá á böllunum hérna fyrir austan! En meira af slíku. Þórhallur S. K. P.S. Hvernig er skriftin? — — -— Þetta er allt saman þér sjálfum að kenna, því við vorum fyrir löngu búnir að auglýsa eftir sterkum mönnum til að taka í mælinn, en þeir voru sárafáir, sem gáfu sig fram. En mælirinn er til ennþá, og verður í framtíðinni, svo þú get- ur sagt frænda þínum að líta við hérna hjá okkur, þegar hann á leið um. P.S. Ég vil helzt ekki svara PéessS-inu þínu. Er GK jaki-eSa hvaS? Mig langar til að vita sann- leikann, Póstur minn, um hvort hann GK ykkar er eins mikill jaki og hann sýnist vera undir fjögur augu í blaðinu núna um daginn, þegar hann var að tala um kraftajötna. Ég er nefnilega alveg hættur að trúa þeim gæja, og honum hefði verið vel trúandi til að fiffa myndina eitthvað til. Mikill svaka poki var þetta við hliðina á honum annars. Næst- um eins Ijótur og GK . . . Sir Strong.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.