Vikan


Vikan - 09.07.1964, Blaðsíða 49

Vikan - 09.07.1964, Blaðsíða 49
Ef svo, þá er lausnin friér Framleiðum hina þekktu „1001“ skápa í þrem stærðum, 16, 24 og 32 skúffu. |l Eigið þér í erfiðleifrcum meS hirzlu undir skrúfur og annaS smádót? VINNUHEIMILIÐ AÐ REYKJALUNDI Aðalskrifstofa Reykjalundi, sími um Brúarland. Skrifstofa í Rvík, Bræðaborgarstíg 9, sími 22150 ráðahagur fyrir báða aðila. Brúðkaupið var haldið svo að segja við komu Hortense til Niort. Um sama leyti sneri hinn ungi konungur, Loðvík XIV., sem sigur- vegari heim til höfuðborgarinnar. Mazarin stóð sem fyrr honum við hægri hlið. Angelique hafði nýlega fyllt sautján ár, þegar hún fékk tilkynning- una um andlát móður sinnar. Um leið sá hún aftur bróður sinn Raymond, sem flutti henni þessa sorgarfregn. Unga stúlkan tók á móti honum í gestaherberginu eins og klausturreglurnar mæltu fyrir. Fyrst var henni ekki ljóst, að þessi ungi prestur var bróðir hennar. Ekki fyrr en hann sagði: — Þetta er Raymond, Angelique. UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A. HVAR E R ÖRKIN H AN S NOA1 l*að er alltaf saml lelkurlnn i hénnt Ynd- isfríð okkar. Hún hcfur falIS örklna hans Nóa elnhvers staSar f blaSinu og heitlr góSum verSlaunum hanða þcim, sem getur fundið örkina. Verölaunin eru stór kon- fektkassi, fuUur at hezta konfckti, og framlelSandlnn er auðvitaS Sælgætlsgcrð- in Nói. Nafn HclmiU örkln er & bls. Síðast er dregið var hlaut verðlaunln: Auður Gilsdóttir, Kjartansgötu 8, Rvík. Vinninganna mi vitja á skrifstofu Vikunnar. 28. tbl. Svo sagði hann henni varlega, hvílík ógæfa hafði dunið yfir fjöl- skyldu þeirra. Hann sagði henni einnig, að þrátt fyrir mótmæli föður þeirra, hefði hann afsalað sér aðlinum og lagt klaustureiðinn. Og Gontran hefði ekki heldur viljað taka við honum, heldur farið til Parísar til að læra —• ja, enginn vissi fyrir víst hvað. Svo arfurinn og aðalstignin varð að bíða eftir Denis, sem nú var þrettán ára. Meðan ungi presturinn talaði, virti hann ungu systur sína fyrir sér. — Og þú, Angelique, hverjar eru þinar fyrirætlanir? Hún sagðist ekki vita það. Ári seinna var Angelique aftur kölluð inn í gestaherbergið. Þar beið gamli Guillaume og leit út nákvæmlega eins og hún mundi eftir honum. Hann hafði lagt frá sér lensuna út í horni. Hann sagðist vera kominn til þess að sækja hana. Nú væri skóla- dvöl hennar lokið, og hún var orðinn fullþroska stúlka. Og ráðahagur hennar hafði verið ákveðinn. II. hluti. HJÓNABAND 1 TOULOUSE. 11. KAFLI. De Sancé barón leit á dóttur sina með óblandinni ánægju. — Þessar nunnur hafa gert fullkomna dömu úr þér, villingurinn minn. —■ Fullkomna! Bíddu og sjáðu! og hún hristi höfuðið frekjulega sem fyrrum. Föðurstolt Armands lét ekki að sér hæða. —Þú ert að minnsta kosti fallegri, en ég þorði að vona. Hörund þitt er ef til vill heldur dekkra, en augun og hárið krefjast, en það fer þér ekki illa. Þar að auki hef ég tekið eftir þvi, að flest barna minna hafa dálítið dökka húð. Ég býst við, að það stafi af því, að næstum allir í- búar Poitou hafa dálitinn slatta af arabísku blóði I æðunum. Hefurðu séð Jean-Marie, litla bróður þinn? Hann er nú bara eins og lítill Mári. Svo breytti hann skyndilega um umræðuefni: — De Peyrac de Morens,, greifi, hefur beðið um hönd þína. — Ég,-mig.-mína? sagði Angelique. — Ég þekki hann ekkert! —• Það skiptir ekki máli. Molines þekkir hann og það er fyrir mestu. Hann segir, að ég geti eklti látið mig dreyma um betri tengdason. Armand barón ljómaði af ánægju. Hann og Angelique voru á morg- ungöngu úti á enginu, og í strákslegri gleði sinni sló baróninn ofan af nokkrum vorrósum með stafnum sínum. Angelique hafði komið heim til Mounteloup kvöldið áður, í fylgd með gamla Guillaume og Denis bróður sínum. Þegar hún lét í ljós undrun sína yfir því, að hann skyldi vera í fríi úr skólanum, sagðist hann hafa fengið nokkurra daga frí til þess að vera viðstaddur brúð- kaup hennar. — Hvaða þvaður er þetta um brúðkaup og hjónaband? hugsaði unga stúlkan. Hún hafði ekki tekið þetta alvarlega, en nú, þegar faðir hennar minntist á það, gat hún ekki lengur komizt hjá því. Hann hafði ekki elzt mikið á þessum síðustu árum. Eina breytingin voru fáein grá hár i yfirskegginu og litla hökutoppnum. Angelique hafði búizt við, að VIKAN 28. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.