Vikan


Vikan - 09.07.1964, Blaðsíða 20

Vikan - 09.07.1964, Blaðsíða 20
ouu };< IOKK) Smásaga efftir Rossa Williamson FYRIR EINNI STUNDU HAFÐI HÚN____ VERIÐ ÁSTFAN6IN OG HAMINGJUSÖM. NÚ VAR HÚN ÖRVILNUÐ OG NIÐURLÆGÐ - SVIKIN í TRYGGÐUM. Hún hafði verið að dansa við Martin Bowen og hafði gengið með honum út á mjúka og svala grasflötina, þegar líf hennar lá allt í einu í rúst! Martin hafði hugann við að kveikja í pípunni sinni og blossinn frá eldspýtunni lýsti upp blómaskrúðið í kringum þau. Þau gengu áfram og framhjá stórum, angandi sýr- enurunna. Þar stanzaði Karen skyndilega og stóð þar stjörf. Frammi fyrir þeim í tungls- ljósinu stóðu ung stúlka og karlmaður í innilegum faðm- lögum. Þau kysstust og koss þeirra bar ekki vott um neina yfirborðsvináttu. Hann var þrunginn ástríðu. Maðurinn var Steve Chap- man, unnusti Karenar, og unga stúlkan var Nell Taylor, sem vann á sömu skrifstofu og hann. Karen tók andköf. Martin leit upp frá pípunni sinni og lagði svo handlegginn um herðar henni og leiddi hana burt af staðnum. Þá fór hún að titra frá hvirfli til ilja, og hann herti takið um axlir hennar eins og hann vildi vernda hana. — Vertu róleg, sagði hann blíðlega. — Reyndu að taka þessu rólega, vina mín. Henni tókst með herkjum að hafa hemil á skjálftanum og leit upp til hans ringluð og óttaslegin. — Viltu aka með mig heim, Martin? Gerðu það fyrir mig, sagði hún í bænarrómi. — Nei ,ekki strax, Karen. Þú verður að koma með mér inn og við skulum dansa einn dans. Það lítur betur út. Hún reyndi að losa sig af taki hans. — Ó, nei! Það get ég ekki. Þú mátt ekki neyða mig til þess. — Það er samt bezt, vina mín. Sérðu það ekki sjálf? — Nei! Rödd hennar var bitur. —- Karen, sagði hann ákveðinn. —- Það er engin ástæða til að fá móðursýkis- kast! Komdu með inn og láttu eins og ekkert hafi komið fyr- ir. Hún gekk með honum inn og lét hann fara með sig út á dansgólfið. Henni tókst meira að segja að brosa að- eins. Hún bauð veröldinni byrginn og sýndi að Karen Scott gat staðið upprétt hvað sem á gekk. Heimur hennar lá í rúst, en hún dansaði þurr- eygð. Það var ekki meira en klukkutími síðan að hún hafði verið hamingjusöm ung stúlka, sem trúði því að hún væri elskuð. Nú var hún sorg- bitin og svikin í tryggðum. Martin hélt henni styrkri hendi og augnaráð hans var alvarlegt og næstum hörku- legt. Engin ástæða til að fá móðursýkiskast, hafði hann sagt. En nú vonaði hún, að hann færi að fylgja henni heim. Hún gerði sér enga grein fyrir, hve marga hringi þau höfðu dansað í salnum, þegar hún sá Nell og Steve koma inn. Þau stóðu andartak og horfðu út á dansgólfið, en svo var eins og þau drægjust hvort að öðru með ómótstæðilegu afli — og byrjuðu að dansa. Á þeirri stundu gerði Karen sér ljóst, að þetta hafði ekki verið nein ímyndun, sem hún sá úti í garðinum. Hún hafði misst Steve og hringurinn á fingri hennar táknaði ekki leiflbr neitt. —- Jæja, sagði hún örmagna, •—- getum við nú farið? Martin gekk með henni út, enn rólegur og strangur. Um leið og hún settist inn í bíl- inn, sagði hún: — Ég mun aldrei leyfa sjálfri mér, að verða ástfang- in framar. Nú bar ekki lengur neina nauðsyn til að vera strangur, og Martin brosti um leið og hann svaraði: — Þú yfirvinn- ur þetta, Karen mín. Hún vaknaði þennan sunnu- dagsmorgim við öll hin þekktu hljóð heimilisins. Hún heyrði móður sína ganga inn í bað- herbergið og suðið í rafmagns- rakvél föður síns. Svo sneri hún sér á hina hliðina og dró sængina upp fyrir höfuð. Hún treysti sér ekki til að hitta neinn strax, fyrst varð hún að fá tíma til að hugsa málið. Hún hafði ekkert hugsað í nótt. Aðeins grátið og reynt að kæfa versta ekkann í kodd- anum. Á heimleiðinni hafði Mart- in sagt: — Hjörtu bresta aldrei alveg, Karen. Tuttugu ára gamalt hjarta á töluvert þrek, meira en þú gerir þér ljóst. Þú yfirvinnur þetta. Gráttu bara eins og þú þarft, en mundu það, að það var Steve, sem sveik þig, en þú ekki hann. —• Jæja, hugsaði hún með sér. Það er rétt, en ekki bæt- ir það mikið úr skák. En hún var honum þakklát fyrir að koma í veg fyrir það, að hún léti alveg yfirbugast. Hún hafði þekkt Martin allt sitt líf. Hann átti heima í sömu götu, hafði gengið í sama skóla og háskóla og eldri bróðir hennar. Nú var hann lögfræðingur á eigin mála- færsluskrifstofu. Hann var enginn framúrskarandi ræðu- maður í réttinum, hafði fað- ir hennar sagt, en hann leysti úr vandamálum fólks á ró- legan og árangursríkan hátt. Það var barið að dyrum. Karen lá grafkyrr. — Kem- urðu með í kirkjuna? spurði móðir hennar varlega. Karen svaraði ekki og frú Scott fór aftur, og svo heyrði hún hvíslandi raddir frá herberg- inu við hliðina. Hún kveið fyrir að segja þeim fréttirnar — að brúð- kaupið, sem móðir hennar var þegar byrjuð að undirbúa, yrði ekki haldið. Hvers vegna hafði hún verið svona grun- laus? Hafði hún verið alltof hamingjusöm, alltof viss um sjálfa sig? Þegar hún fór að hugsa sig um, mundi hún eftir því, að Steve hafði undanfarið sagt, að hann hefði ákaflega mikið að gera. —- Vilji maður kom- ast áfram við að selja trygg- ingar, er um að gera að hafa sig allan við. Og kossarnir hans, höfðu þeir verið fremur blíðir og vorkunnsamir en ástríðufullir? Sársauki fór um hana við tilhugsunina um það, sem hún hafði séð úti við sýrenurunn- ann. Steve mundi sjálfsagt hringja til hennar í dag. Hún var viss um það. Hann mundi vita, að hún hefði komizt á snoðir um þetta, vegna þess að hún fór svona skyndilega úr veizlunni í gærkvöldi. Hún ætlaði að afhenda honum hringinn og láta hann síðan 20 — VIKAN 28. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.