Vikan


Vikan - 09.07.1964, Blaðsíða 40

Vikan - 09.07.1964, Blaðsíða 40
SPARNEYTINN OG VANDAÐUR 5 MANNA BÍLL REYNSLAN HEFUR SÝNT AÐ PRINZ 4 HENTAR ÍSLENZKUM VEGUM OG VEÐRÁTTU VEL iillllBM ÖRUGG VARAHLUTA- OG VIÐGERÐARÞJÖNUSTA Kr. 125.200,00 Sími 18670 — Laugaveg 24 — Reykjavík Akranesi. Ég sá afar lítið af þess- um uppskveruðu týpum, sem mað- ur sér allsstaðar á auglýsingaspjöld- um um sýninguna, í skreðarasaum- uðum klæðum frá Dior og Saville Row. að eru takmörk fyrir öllu, líka því hversu lengi borgar sig að standa í biðröðum. Ford-sýningin er góð fyrir hálftíma bið og vel það, ef ekki er því heitara í veðri. A með- an sáum við opna Ford-bíla líða eftir glergöngum utan á húsinu og svo kemur loks að því að þú situr sjálfur í Mercury með stönguðum leðursætum eða Mústönginni, sem mest er nú auglýst, og líður eftir þessum sömu glergöngum yfir fólk- ið í biðröðinni, sem bíður þolin- mótt og mænir upp. Þetta er ferð inn í fortíð mannsins og bílalestin er ekki fyrr komin inn í koldimm göng en allmikil eldsumbrot verða séð og skilst manni að það sé ekkert minna en sköpun jarðar. Aftur myrkur og síðan dalur með annar- legum gróðri. Þar stóðu nokkrir Dinosaurusar á beit, þessar risa- vöxnu skepnur, sem eitt sinn voru herrar jarðarinnar. Þeir jöpluðu á þessum ókennilega gróðri en auk þeirra voru nokkur minni dýr með rauðglóandi glyrnur. Og Dinosaurus er ekki fyrr að baki en bílalestin líður framhjá óvættinum Tyranos- aurus, sem þá hefur lagt undir sig gervalla heimsbyggðina fyrir mátt grimmdar sinnar og beittra tanna. Hann er Ijótari en Ijótasti Bítillinn og hvæsir grimmúðlega um leið og hann býst til að ráðast á flatvaxinn Stegosaurus en í langri fjarlægð spúa eldfjöll eimyrju. Lestin heldur áfram gegnum ára- milljónirnar og röddin, sem virðist koma út úr stólbakinu, segir: „Þetta er veröld sem var". Þá verða þau þáttaskil á yfirborði jarðar, að kvikindi nokkurt tekur upp á því að ganga upprétt og er ekki að sökum að spyrja, að allar skepnur jarðarinnar verða að láta í minni pokann. Þar eru hinir fyrstu menn, breiðleitir og ennislágir. Þeir hafa komið mammút ofan í gryfju all- mikla og hamast á honum með grjóti og frumstæðum lagspjótum. Allt eru þetta handverk Walt Dis- neys og bera að því leyti af öðr- um hliðstæðum sýningum hér, að menn og dýr eru „lifandi" á sama hátt og Lincoln, sem áður er frá sagt. eir voru enn að henda grjóti í mammútinn, þegar bíllinn leið inn í dimm göng, sem hafa vafalaust átt að tákna áraþúsundir, en næst á eft- ir urðu á veginum nokkrir hellar þar sem menn stóðu og máluðu hellamálverk eftir uppmælingar- taxta. Hellamamma reyndi hvað bezt hún mátti að komast inn úr bjórnum á dauðu skógardýri með egghvössum steini, en hellapabbi sat úti í horni og hamaðist við að finna upp hjólið. Þessi fornaldarakstur stóð í tólf mínútur. Síðan það sem koma skal: Fram- tíðarbílIinn Aurora stóð galvaskur og fullbúinn við útganginn og gæti raunar heyrt til deginum í dag, ef rafsegulmagnaðar brautir fyrir- fyndust í vegum. Þá er nefnilega hægt að stilla á autopilot, sjálf- stýringu, líkt og flugmenn gera milli landa. Stýrið í honum var eins og í flugvél. Farþegasætið við hliðina á því sneri aftur, en skeifulaga sófi um miðju bílsins og að sjálf- sögðu bar. Aftast í bílnum er barna- herbergi, skilið frá með glervegg. Mjóturnarnir á skála mor- móna rétta granna fingur til himins, en innan dyra er glögglega sýnt með myndum, hvernig guðdóm- urinn birtist Jósef Smið og hvernig hann fann gulltöflur þær í Kúmóru- hóli, sem síðan urðu mormónum testamenti. Þetta var í Palmýra- byggðarlagi, skammt frá New York. Svo er á veggjum myndskreytt frá- sögn af því erfiða en innblásna ferðalagi Bringhams Young með mormónasöfnuðinn vestur yfir ger- vallar óbyggðir Ameríku, unz birtist dalurinn fyrirheitni I Utah og Bring- ham sagði: „Hér er staðurinn". Aft- ur á móti er ekki neitt ( þessum skála til minningar um fjölkvæni mormóna, enda hafa þeir fallið frá því í seinni tíð. Það er sagt að kaþólskir séu í sókn víða um heim og óneitanlega var menningarsvipur á byggingu þeirra á heimsýningunni. Eitt dýrð- legasta listaverk Michelagelos, Pieta, María með son sinn látinn, var með allmikilli viðhöfn flutt úr Vatíkaninu til að standa á viðhafn- arstað í húsinu og voru kveðjur og góðar fyrirbænir hans heilagleika, páfans, prentaðar utan á umbúðirn- ar. Nú stendur Pieta böðuð bláu Ijósi og rammlega afgirt með þykku gleri. Er ekki laust við að sumum finnist kaþólskir vantreysta sýning- argestum full mikið í þeim vanda sem það er að umgangast lista- verk. Stílfærð mynd við aðalinn- ganginn ætti skilið heiðurspláss í Péturskirkjunni, en auk þess voru um allt húsið herskarar af heilögu fólki og dýrlingum, skorið í tré að sjálfsögðu. Þó sá ég ekki heilagan Þorlák biskup í Skálholti meðal þeirra. — VIKAN 28. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.