Vikan - 06.08.1964, Qupperneq 12
/.
HRAKFALLABALKUR
Melissa haföi sína aöferö til aö ná sér í mann
- áhættusama aðferö en álirifamikla
Smásaga efftir D. K. Fíndlay
Loftur Guömundsson þýddi
V-
Einhvernveginn tókzt henni aS festa fótinn 1 þrepi a færistiga
í hinu mikla verzlunarliúsi. Tæknilega séð átti slíkt að vera
meS öllu útilokaS, en lienni tókzt þaS nú samt; trjónuhæll-
inn á öðrum skónum hennar sat þar blýfastur, og allt komst
í uppnám; viðskiptavinir verzlunarinnar þyrptust að henni
og öll afgreiðsla stöðvaSist á meðan verið var aS losa hana
úr færistiganum.
Þetta var fremur smávaxin stúlka með stór augu og hárið klippt
samkvæmt italskri tízku; rjóð i vöngum, að minnsta kosti á meðan
veriS var aS losa hana, en að því i)únu hvarf liún sjónum eins og
silungur undir lækjarbakka. Hún hét annars Melissa Blix, borin
og barnfædd í Eastham Falls i New Yorkfylki, og hún var1 starfs-
stúlka þarna í verzluninni; vann við gluggasýningar, og þó að eng-
in hefði þá liugmynd um það enn, var liún hættulegri en, nokkur
timasprengja.
Tveim dögum siðar gerðist svo þetta i sambandi við reiðhjólin
í sportvörudeiidinni. AfgreiSslufólkið í þeirri deild var ýmsu vant;
furðulegustu óhöppum eins og þegar konan setti utanborðshreyfil-
inn í gang í ógáti, svo að hann liamaSist um allt gólfið eins og snar-
brjálaður stórfiskur. Þessháttar atburðir voru daglegt brauS i sport-
vörudeildinni, en engu að siður fékk afgreiðslufólkið þar góða og
gilda ástæðu til að muna Melissu litlu alveg sérstaldega.
Það hittist svo á, að hún var á, gangi um deildin-a, þegar engu
mátti muna að veiðimanni tækist að krœkja í hana öngli, þar sem
hann var að reyna kaststöng. Hún hörfaði í skjól bak viS grind, þar
sem fimmtán kappakstursreiðhjólum var komið fyrir, þannig aS
hverju þeirra um sig var haldið uppistandandi með lítilli málm-
klemmu, sem greip neðst um hjólin. En það átti ekki af henni að
ganga, þvi að í sömu svifum renndi strákpatti á þríhjóli á hana
aftanfrá, með þeim afleiðingum að hún riðaSi til falls, greip i eitt
hjólið, sem losnaði úr klemmunni og skellti þvi næsta úr klemm-
unni, en það þvi þarnæsta og þannig koll af kolli og öll kappakst-
urshjólin fimmtán hrundu úr grindinni. VarS af þvi slikur skark-
ali og glumrugangur, að viðskiptavinunum liélt við taugalosti, en
þegar mestu ósköpin voru um garð gengin, var Melissa dregin und-
an reiðhjólahrúgunni; þá var hún stóreyg, en annars ekki sjón að
sjá hana, enda var hún ekki lengi að koma sér á brott.
ÞaS var þriðja slysið, sem hún lenti í, sem vakti á henni athygli
eins af yfirmönnunum í verzlunarhúsinu. f einni deildinni hafði
verið sett upp sýning á hollenzku postulíni. Þvi var þannig fyrir-
komið, aS þarna myndaSist einslconar blómabeð — beðið sjálft
gert úr postulínsdiskum og fötum, en stórar blómjurtir úr bollum
og undirskálum, sem hengt var á stöngla og greinar úr sterkum,
samanundnum málmvír. Þetta var Ijómandi fallegt fyrir augað, ekki
vantaði það, en olli herra Whinspoon, yfirmanni deildarinnar, þar
sem þetta rándýra, hollenzka postulín var á boðstolum, engu aS
siður nokkrum áhyggjum. „Hvernig fer, ef einhver tekur sig til
og anar beint á þetta?“ spurði hann.
Þessar áhyggjur hans urðu til þess, að heðið var afgirt með stólp-
um og keðjum, en til frekara öryggis átti sá, sem sá um allar slikar
gólfuppsetningar tal viS yfirmenn gluggasýningardeildarinnar og
bað þá um nokkrar viðeigandi klæddar gínur, stærri en fólk ger-
ist og gengur, til þess að setja á þá staði við girðinguna, þar sem
hættan virtist mest, sem einskonar lögregluvörð. Og ekki leiS á löngu
áður en sást til ferða fyrstu gínunnar — brosandi, hallenskrar
bóndastúlku, sem smávaxin, stóreyg stúlka með hárið klippt sam-
kvæmt ítalskri tízku, kom bambrandi með i fanginu.
„Gerið svo vel að lofa mér aS komast,“ sagði liún hæversklega við
áhorfendurna, sem þegar stóðu i þéttum hring við girðinguna um-
hverfis blómabeðið.
jttv w
Lítill og væskilslegur náungi,
sem staðið hafði og starað þungt
hugsi á hollenzka postulínið,
leit um öxl, beint i andlit þeirr-
ar hollenzku, varð svo mikið
um að hann hrökk aftur á bak
í fangið á stórri og stæðilegri
frú, sem virtist ekkert kæra sig
um hann þar þá stundina og
hratt honum svo duglega frá
sér, að hann skall af afli á smá-
vöxnu stóreygu stúlkunni með
þá hollensku á örmum sér —
og með þeim afleiðingum aS sú
smávaxna missti jafnvægið; féll
með þá stórvöxnu, hollenzku í
örmum sér á keðjuna mill
stólpanna, sem rólaði til og
sveiflaSi henni beint inn i
blómabeðiS. ÞaS verður hver að
reyna aS imynda sér brothljóðiS,
sem minnti nokkra nærstadda
eiginmenn á það, þegar þeir
vlldu hjálpa konunni við fram-
reiðslustörfin á einhverri stór-
hátið — og ráku tána í dregil-
inn og skullu kylliflatir meS
fullan bakka af dýrindis krist- 'v------------—----------------------
alsglösum .
Þetta var slæmur dagur hjá þeim i postulínsdeildinni; aftur á
móti var ös i lyfjadeildinni, þar sem taugaróandi lyf seldust upp
á svipstundu.
Þegar Melissa var dregin upp úr postulínsbrotahrúgunni, gerðist
það að liinn fráneygi deildarstjóri bar kennsl á hana.
„Heyrið þér mig,“ sagði hann, „eruð þér ekki einmitt stúlkan,
sem festist i færistiganum? Og eruS þér ekki stúllcan, sem felldi
ÖII kappakstursreiðhjólin ur grindinni? Kannske við ættum aS tala
nánar saman. . . .“
Hann leiddi hana fyrir einn af fulltrúunum. Og sá var ekki lengi
að komast að niðurstöðu — hrakfallabálkur, hugsaði hann með
sér, þvi fyrr, sem við losum okkur við hana, því betra; annars er
ógerlegt að segja um hvaða óhöpp geta hlotizt af henni.
En ungfrú Herkimer, forstöSukona gluggasýningadeildarinnar,
bað lienni vægðar. Ein af allraduglegustu starfstúlkunum i minni
deild, sagði hún, og það er fyrst núna, sem þessij óheppni fer að
elta hana. Ég legg til að við veitum henni. að minnsta kosti frest
og reynum að athuga hvað aS henni amar.“
Fulltrúinn afréð að afhenda dr. Dillon máliS. Dr. Dillon var sál-
fræðingur, utskrifaður frá Yale, sem einkum fékkst við að rann-
saka orsakirnar að afbrigðilegri hegðun afgreiðslufólks i starfi.
Hann var ákaflega fræðilegur náungi í útliti og framkomu, og hvað
kvenfólk sncrti, þá voru það einungis tveir flolckar þess, sem liann
hafði áhuga á —■ „normal“ og svo allar liinar; þaS er aS segja, hann
hafði áhuga á þeim hinum, ef vera mætti að hann fyndi einhverja
„normala“ á meðal þeirra, hvað honum hafði ekki enn tekizt.
Þegar hann hafði skráð allar fáanlegar heimildir og vitnisburði
varðandi Melissu-fyrirbærið, og raðað þeim vandlega í skjalabindi
eftir stafrófsröð, boðaði liann Melissu sjálf á sinn fund. Hnn skýrði
henni frá að hann væri doktor í sálarfræi, og að sér mundi þykja
mikils um vert, ef sér tækizt að veita henni þá aðstoð, sem með
— VIKAN 32. tbl.