Vikan


Vikan - 06.08.1964, Page 36

Vikan - 06.08.1964, Page 36
Fyrst DEW KISS, miúkt, ólitað, fljótandi cream til að vernda með húðina, síðan TONE "N"TINT, sérstaklega gott make-up með mjúkri, mattri áferð í tíu fallegum litasamsetningum. Eða notið AVON FACE POWDER, sem þér getið blandað saman eftir hörundslit yðar. Veljið yður réttan varalit úr 24 nýtízku litum í tvennskonar glæsilegum hylkjum. Í8 AVO11 cosmetics LONDÓN • NEW YORK • MONTREAL — VIKAN 32. tbl. Svona lærir maður ýmsa hluti í starfinu, bæði illa og góða. Ann- ars lærði ég mest af félögum mínum og vinum í alþýðustétt, fólkinu, sem bæði kom inn á blaðið til mín og rabbaði við mig um landsins gagn og nauð- synjar, stjórnmál og fleira, og svo hinum, sem skrifuðu mér bréf. Ég man sérstaklega eftir einu atviki í þessu sambandi. Kunn- ingi minn einn kom oft inn á blað til mín og við sátum þá góða stund og ræddum saman ýmis mál, sem okkur lágu mest á hjarta. Hann hét Kristófer Bárð- arson og hafði áður verið verka- maður hjá Olíufélaginu, eða D.D.P.A. eins og þáð var skamm- stafað. Kristófer var rólyndur maður, orðheppinn og íhugull um marga hluti. Hann var að benda mér á að of mikill æsitónn væri í stjórnmálaskrifunum. Hann vissi að fólkið lagði ekki eyru við slíkum skrifum, það þyrfti meiri alvöruþunga og röksemdir í skrif- unum gegn íhaldinu. Þetta rædd- um við nokkra stund, og mér fannst vænt um ábendingar hans. Svo fór hann, og ég hélt áfram að skrifa. Það leið stuttur tími þangað til ég heyrði vælið í slökkviliðsbíl- unum, sem þeystu framhjá. Þá voru það fréttir, ef slökkviliðið var á ferðinni, og ég hringdi strax niður á slökkvistöð til að fá upplýsingar um hvar hefði kviknað í. Mér var sagt að það væri á Bergþórugötunni. Þangað fór ég, og sá slökkviliðið vera að berjast við eld í Bergþórugötu 16, sem virtist alelda. Ég gaf mig á tal við einhvern áhorfanda, og hann sagði mér að fullorðin hjón hefðu brunnið þarna inni. Eitthvað fannst mér ég kann- ast við húsið, og skyndilega rann það upp fyrir mér. Það var einmitt í þessu húsi, sem Kristófer vinur minn átti heima ásamt konu sinni. Það voru þau, sem höfðu brunnið þarna inni.“ — Þú hefur verið í mjög nánu sambandi við lesendur blaðsins? „Já, mjög nánu, af því lærði maður mest og bezt. Það barst mikið af bréfum til blaðsins, fólk vildi koma á framfæri kvörtun- um sínum um ýmsa hluti, sem aflaga fóru í þjóðfélaginu. Það var eiginlega hvergi neitt pláss fyrir slík skrif, og þess vegna var það, að ég skapaði Hannes á horn- inu 1938. Það var fyrsti smálet- ursþátturinn, sem fram kom í íslenzkri blaðamennsku, og hon- um hefur vegnað vel æ síðan.“ — Já, segðu mér Hannes .. . fyrirgefðu. Vilhjálmur, ætlaði ég að segja. Ert þú ekki stundum kallaður Hannes? „Jú, það kemur oft fyrir. Hann- es á horninu er orðinn svo lif- andi í huga fólksins, að það áttar sig oft ekki á því í fljótheitum, að þetta er gervinafn þáttarins." — Manstu eftir öðrum atvik- um, sem þér eru sérstaklega minnisstæð? „Ég gleymi líklega aldrei þegar Ölfusárbrúin hrundi. Ég hafði farið yfir hana nokkrum sinnum síðustu vikurnar áður en hún brast, og fannst endilega að eitt- hvað væri athugavert við hana, en gat ómögulega komið auga á hvað það væri. Samt skrifaði ég greinar um ástand brúarinnar, og krafðist þess að hún yrði endur- nýjuð eða að minnsta kosti skoð- uð og styrkt. Og það endaði með því, að Geir Zoega vegamála- stjóri setti verði við brúna og bauð þeim að láta alla farþega stærri bifreiða ganga yfir hana.. Þetta var gert í allflestum tilfell- um, en mér brá samt ónotalega, þegar dóttir mín kom einu sinni að austan, þar sem hún hafði verið á barnaheimili, og sagði mér að bíllinn hefði ekið með öll börnin yfir brúna. Ég rauk upp og hringdi til vegamálastjóra, sem sagði að þetta hlyti að vera einhverri van- rækslu að kenna, og lofaði að athuga það. Um nóttina var hringt til mín, og mér sagt að brúin hefði hrun- ið, og tveir stórir mjólkurbílar hrapað ofan í djúpa, straumharða ána. Manntjón varð samt ekkert, sem betur fór. Ég flýtti mér austur og fékk bát til þess að fara með mig yfir ána. Þar hitti ég annan bílstjór- ann, sem lá í rúminu og sagðist hafa beðið eftir mér, til að segja mér sína sögu. Eftir að ég ræddi við hann litla stund, fór ég út til að litast um, og sá þá Geir Zoéga vegamála- stjóra styðjast þar við staf, virðu- legan og háttvísan, eins og hans var vandi. Stór og föngulegur maður. „Jæja, svona fór húri þá,“ sagði ég. „Já, Vilhjálmur. Svona fór hún,“ svaraði hann þunglega.“ — Þú ert löngu hættur að leggja út í slíkar raunir, eins og að galgopast yfir Ölfusá á ára- bát, er það ekki? „Jú, það eru um 18 ár síðan ég hætti slíku. Ég er nú orðinn minn eigin herra, ef svo mætti segja, vinn hérna heima hjá mér við rit- vélina, skrifa Hannes daglega, sem og set saman bækur, viðtöl og ýmsilegt annað. Ég hefi ann- ars verið starfandi blaðamaður í ein 38 ár ... varð líka sextugur þann 4. okt. s.l., svo að mesti SIGILDÁR MEÐ ^MYNDUM FÁST í NÆSTÚ VERZLUN.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.