Vikan


Vikan - 06.08.1964, Side 37

Vikan - 06.08.1964, Side 37
ævintýramóðurinn er farinn að dofna. Blaðamennskan er margbreyti- leg. Kurteisleg ágengni eða ósvífni á fyrst og fremst við í öflun frétta, en þessarar bardaga- aðferðar þarf ekki að gæta í við- tölum eða skrifum um almenn málefni. Sambandið við starfandi fólk, er hverjum blaðamanni nauðsynlegt. Það vildi ég að lok- um segja við þá, sem nú eru ung- ir og eru jafnvel að gera blaða- mennsku að ævistarfi sínu. Blaða- mennskan er annars skemmtileg, ævintýraleg á stundum, en hún krefst manns, maður verður að vera blaðamaður af lífi og sál til þess að geta náð nokkrum ár- angri. Ég held líka að það sé alveg rétt sem sagt hefur verið, að sá, sem gerist blaðamaður og eigi í sér neistan verði alltaf í raun- inni blaðamaður þó að hann leiti annarra starfa.“ BeðiS eftir D-degi framhald AF BLS. 11. mér að ljúka við að klæða mig og hljóp út á götu,, án þess að koma við í eldhúsinu og fá mér mjólkursopa, eins og venja mín var fyrr og síðar. Og þegar ég var kominn út á horn hjá Hjálp- ræðishernum — ég átti þá heima í Tjarnargötu 3B, sem nú er eitt af útibúum Hótel Skjaldbreið — sá ég hvers kyns var. Það moraði af hermönnum í Miðbænum, meðal annars í grennd við Lands- símahúsið, taugamiðstöð fjar- skiptakerfis landsins. Ó-já, ég er kannske ekki hlaupalegur núna, en í þann tíð gat maður sprett úr spori, ef þess gerðist þörf, og væri oft þörf þá var nú sannarlega nauðsyn. Vega- lengdirnar voru ekki eins miklar í henni Reykjavík þá, svo að ég var fljótur á ritstjórnina. Ég man nú ekki lengur, hvað klukkan var, þegar aukablaðið kom út þennan dag, en hitt er mér minnisstætt, hvað í því voru margar myndir. Annað eins myndablað hafði nefnilega ekki sézt hér á landi áður, svo að það var einnig nýjung að því leyti. Myndirnar tók Þorsteinn Jóseps- son, eða að minnsta kosti flestar, og man ég vel, þegar við fórum saman um miðbæinn, og ég fékk t.d. einn hermanninn til að leggj- ast á götuna við Bren-véibyssu þá, sem hann var vopnaður, en Þorsteinn „skaut“ hann svo þar, sem hann lá.“ — Hvernig var svo með hitt aukablaðið? Ef ég man rétt, heyrði ég einhvern ávæning af því, þegar ég var hjá Vísi, að það hefði verið í undirbúningi eða eiginlega tilbúið að mestu mán- uðum saman? „Já, eitthvað mun vera til í því. Það vissu náttúrlega allir, að styrjöldinni mundi ekki ljúka, fyrri en bandamenn hefðu ráð- izt á land í Vestur-Evrópu, og vitanlega vildu bandamenn hraða þeirri hernaðaraðgerð eftir mætti, en þeir voru bara ekki til- búnir fyrr en komið var fram á árið 1944. Þegar fór að nálgast vorið, gerðu menn að sjálfsögðu ráð fyrir, að innrásin mundi hefj- ast þá og þegar. Spurningin var aðeins: Hvar verður hún gerð og hvenær? Um veturinn fór ég að hug- leiða, hvort ekki væri rétt, að Vísir byggi sig undir þessi miklu tíðindi — hefði blað tilbúið að meira eða minna leyti, svo að hægt væri að koma út aukablaði eldsnemma að morgni innrásar- dagsins. Ég fór síðan að velta því fyrir mér, hvaða efni ætti fyrst og fremst að taka í slíkt biað, hvað væri hægt að skrifa fyrir fram og þar fram eftir götunum. Ég skrifaði svo stutta grein um Eisenhower, sem þá var yfirmað- ur alls herafla bandamanna, er átti að ráðast á land í „Evrópu- virkið“, sem Þjóðverjar nefndu svo, aðra um von Rundstedt, sem Hitler hafði sett yfir herafla sinn í Frakklandi, og loks skrifaði ég grein um staðhætti á norður- strönd Frakklands, þar sem gera mátti ráð fyrir, að ráðizt yrði á land. Allt var þetta með viðeig- andi myndum, og það fyllti hálfa aðra síðu af tveggja síðna „kálfi", sem mér hafði komið til hugar að gera að aukablaði okkar. Tveir menn í prentsmiðjunni vissu um það, sem til stóð. Það voru Sigurður Þ. Guðmundsson vélsetjari, sem látinn er fyrir nokkrum árum, og Jón Thorlac- ius, handsetjari, sem var í „um- broti“ blaðsins þá, en er nú verk- stjóri í Félagsprentsmiðjunni. Orðtakið segir, að „þjóð veit, þá þrír vita“, en það átti ekki við um þetta, því að það spurðist aldrei út fyrir veggi prentsmiðju og ritstjórnar. Ég held, að ég megi segja, að ég hefi sjaldan vit- að um leyndarmál, sem betur var þagað um en þetta. Þegar þetta efni var allt til- búið, það hafði verið sett og brot- ið um, að svo miklu leyti, sem hægt var á þessu stigi málsins var ekki um annað að ræða en að bíða átekta. Þetta var allt und- irbúið seint i marz, og næstu vik- ur og mánuði vaknaði ég eld- snemma á hverjum virkum degi til að ganga úr skugga um, hvort D-dagur væri runninn upp. Ég vaknaði fyrst klukkan fimm og hlustaði á útvarpið, sem var við rúmið mitt, sofnaði svo aftur, og lét klukkuna hringja á ný klukk- an sex, og loks enn klukkan sjö. Þetta var vitanlega ósköp þreyt- andi, þegar til lengdar lét, en þetta varð ég að gera, ef það átti að koma að einhverju gagni, sem þegar hafði verið unnið af undir- búningi. Svo var það 6. júní, að BBC, brezka útvarpið, tilkynnti klukk- an sex — með mesta sakleysis- I

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.