Vikan - 06.08.1964, Page 49
hafði lent við framandi strönd og hann gaf mér ögn af ósnortinni jörð,
sem mannlegur fótur hafði aldrei troðið, að því er hann sagði, að minnsta
kosti. Það er staðreynd, að ósnortin jörð inniheldur lífsfrjó málmanna.
Það er að segja grundvöllinn að „vizkusteininum“. En hann hefur svik-
ið mig. Þessi jörð hefur ekki verið ósnortin, sagði þessi lærði munkur,
hryggur í bragði, — því að ég náði aldrei þeim árangri, sem ég hafði
ætlazt til.
Angelique leit á mennina þrjá, sem stóðu fyrir framan hana. Þegar
hún bar Joffrey de Peyrac saman við þessa tvo fulltrúa erkibiskupsins,
fannst henni hann svo frjáls og falslaus, að hjarta hennar fylltist að-
dáun.
Ég elska hann, flaug henni skyndilega í hug. Ég elska hann, og ég
er hrædd. Bara að Þeir geri honum ekki mein. Ekki áður en....Ekki
áður en....
Hún þorði ekki að hugsa óskina til enda: Ekki áður en hann hefur
tekið mig í fang sér.
20. KAFLI
— Að elska, sagði Joffrey de Peyrac, — listin að elska, er dýrmæt-
asti eiginleiki mannkynsins. Eg hef ferðazt um mörg lönd og allsstaðar
rekizt á Það sama. Gleðjumst yfir því, herramenh og hefðarkonur, en
höfum gát á. Því ekkert er veikara en þessi fullyrðing, ef sál og líkami
fylgjast ekki að. Þessvegna erum við nú saman komin, hér í Höll hinna
glöðu vísinda. Eg bauð ykkur samt ekki hingað, til þess að við snerum
aftur til fortíðarinnar. Ég mun að sjálfsögðu rifja upp það, sem meist-
ari okkar í listinni að elska kenndi okkur um tilfinningar ástarinnar,
en við megum ekki horfa fram hjá því, sem síðan hefur bætzt við tií
að fullgera þessa list: Samræðulistina, skemmtilistina, gamansemina,
og jafnvel lægri skemmtanir, sem þó einnig hafa glæðandi áhrif á ást-
ina — góðan mat og drykk.
— Já, þetta likar mér, hrópaði Germontas. — Enga tilfinningasemi!
Ég get étið hálft villisvín, þrjár akurhænur, sex kjúklinga, skolað þessu
niður með flösku af kampavíni og hopp! upp í rúmið ljúfan mín!
— Og þegar ljúfan heitir Madame de Montmaur, segir hún, að, þér
hrjótið hátt og vel, og það sé það eina, sem þér getið í rúminu.
Segir hún það? Ó, svikula kona! Það er satt, að eina nóttina var ég
dálítið þungur í höfðinu....
Hláturbylgja greip fram í fyrir de Germontas, sem lét það ekki á sig
fá, heldur lyfti silfurlokinu af einu fatinu og þreif kjúklingsbringu milli
tveggja fingra.
— Þegar ég borða, þá borða ég. Ég er ekki eins og þið, sem blandið
öllu saman, og reynið að koma að tilfinningasemi og flottheitum,- þar
sem ekki er nokkur staður fyrir slíkt.
— Þér gráðuga svín! sagði de Peyrac greifi mjúklega. -— Hve, mjög
ég nýt þess að virða yður fyrir mér. Þér eruð persónugerfingur alls
þess, sem við höfum andstyggð á hjá meðbræðrum okkar, alls' þess, er
við hötum. Sjáið, herramenn, og sjáið hefðarfrúr, hér hafið þið afkom-
anda barbaranna. Afkomanda krossfaranna, sem fóru í kjölfar biskupa
sinna, til þess að kveikja í þúsund köstum milli Albi, Toulouse og Pau.
Þeir voru svo ofsalega afbrýðissamir, vegna þessa dásamlega lands,
þar sem allir sungu um konur og ástir, aðí þeir brenndu það til ösku
og breyttu Toulouse í óþolinmóða, tortryggna borg, þar sem ofstækið
ræður. Við meigum ekki gleyma því....
Hann ætti ekki að tala svona, hugsaði Angelique.
Allir hlógu, en hún sá grimmdarglampa í nokkrum dökkum augum.
Það var eitthvað, sem alltaf kom henni á óvart. Beiskja sunnlending-
anna, sem nú hafði enzt í fjórar aldir. En ódæði krossfaranna var enn
svo ferskt, að enn tíðkaðist það í sveitum nágrennisins, að mæður ógn-
uðu börnum sínum, með hinum hræðilega Montfort. De Peyrac greifi
gerði í þvi að hræra í þessari ólgu, ekki vegna staðarofstækis, heldur
vegna meðfædds viðbjóðs á þröngsýni, heimsku og ruddaskap. Ange-
lique sat við hinn enda borðsins og horfði á rauðá skikkju hans, sem
var brydduð demöntum. Hár hvítur flibbinn skar sig vel úr, vegna svörtu
grímunnar og þykka dökka hársins. Sjálf var hún hvítklædd, og það
minnti hana á brúðkaupsdaginn. Eins og á þeim degi^ var fyrirfólkið
i Languedoc og Gascogne viðstatt, og sat við veizluborð í samkomusal _
hallarinnar. En í dag voru hvorki gamlir menn né yfirmenn kirkjunnarí
í veizlunni. Angelique var nú orðin svo kunnug, að hún þekkti, að flest'*'
pörin voru ógift. D’Andijos hafði komið með ástkonu sína, íburðar-.H
mikla Parísarstúlku, Madame de Saujac. Eiginmaður hennar var dómari
í Montpeljer. Á þessari stundu hallaði hún sér daðrandi yfir öxl skip-^j
stjóra með ljóst skegg. Nokkrir kvennalausir herramenn leituðu félags-ij
skapar við sjálfstæðar konur, sem höfðu komið fylgdarlausar til „hirð- ;<
ar ástarinnar". T
Fegurð og æska ljómaði um þetta skartklædda fólk. Gull og eðal- ■
steinar glitruðu I skininu frá blysunum. Gluggarnir voru galopnir útl|
i hlýtt vorkvöldið. Til þess að halda mýbitinu í skefjum, brenndu Þjón-
arnir sítrónuviðarlauf og reykelsi, og höfugur ilmurinn blandaðist sam-
an við angan vínsins. 1
Angelique fannst hún vera klaufaleg og eiga ekki þarna heima, frem-'
ur en villiblóm í rósabeði. Þó var fegurð hennar i fullum blóma og fram-
koma hennar stóðst samanburð við það, sem bezt gerðist í þessum hópi.
Hönd litla hertogans de Forba des Ganges, straukst um naktan hand-
legg hennar.
— Það er grætilegt, madame, hvíslaði hann, — að slíkur snillingur
skuli eiga yður! Þvi ég get ekki haft augun af yður í kvöld.
Hún sló glettnislega á fingurgóma hans með blævængnum sínum.
— Flýtið yður ekki of mikið, að hefjast handa með verklegar fram-
kvæmdir á þvi, sem yður er kennt hér. Hlustið frekar á orð þess, sem
reynsluna hefur: „Bölvaður er sá, sem þýtur og snýst fyrir hröðum
vindi.“ Hafið þér ekki tekið eftir því, hve fallegt nef og rjóðar kinnar
nágranni yðar á hægri hönd hefur? Mér er sagt, að hún sé ekkja, sem
bíði eftir því, að einhver huggi hana, eftir fráfall aldraðs eiginmanns
hennar.
— Kærar þakkir fyrir ráðlegginguna, Madame. \
— „Ný ást rekur þá gömlu á brott,“ segir Monsieur le Chapelain.
— Ráðleggingar af fögrum vörum yðar krefjast þess, að þeim sé
fylgt. Leyfið mér að kyssa á fingur yðar, og ég lofa þvi, að ég skal lita
eftir litlu ekkjunni.
Við hinn enda borðsins voru umræður í fullum gangi milli Cerbalaud
og Monsieur de Castel-Jalon. I
; t
í
at
w
7*
't*
-......... ■ ‘
Olufsen í Struer á Jótlandi. Verk-
smiðja þessi er ekki stór ef mið-
að er við iðnhringa stórþjóðanna,
en vörur hennar hafa reynst mjög
vel, og til dæmís hefur framleiðsla
hennar fengid sérstaka viðurktnn-
ingu á vörusýningunni í Hannover,
síðastliðin 3 ár í röð, en vörusýn-
ing þessi er ein hin stærsta á meg-
inlandi Evrópu.
Við munum leitast við að hafa
eitthvaö af B & O sjónvarpsvið-
tækjum fyrirliggjandi, eftir því
sem við verður komið, en munum
annars útvega þau með stuttum
fyrirvara, og verðið er svo hag-
stættf að hagnaður hvers kaupanda
skiftir þúsundum króna.
Víðtœhjflvinnustofan
Idugivegi 178