Vikan


Vikan - 24.09.1964, Síða 12

Vikan - 24.09.1964, Síða 12
ÞflÐSEM EKKI TOKST flÐ MYNDfl ÚR DAGBÓK THELDU VICTOR - FYRRI HLUTI Það er mikið ritað og rætt um fræga kvik- myndaleikara, og hvað þeir gera í fríi og á vinnustað. Þegar stóru kvikmyndafélögin taka myndir, er venjulega hópur af blaðamönnum umhverfis, sem skýra frá öllu sem þeim þykir markvert. Við þekkjum og höfum flest lesið slíkar frásagnir. Fyrir nokkru var verið að taka kvikmyndina „Night of the lguana“ í Mexico City. Ein starfsstúlka kvik- myndafélagsins, Thelda Victor, sem hafði 100 dala laun á viku, tók sig til og skrifaði dagbók um hvað kvikmyndaleikar- arnir aðhefðust á milli þess að þeir voru að leika í myndinni. Þessi frásögn hennar varð svo látlaus en jafnframt óvenju skemmtilega skrifuð, að VIKUNNI finnst fengur í að birta hana. — VIKAN 39. tbl. Mexíkóborg, 21. september. Á morgun er sá mikli dagur. Við, þessar venjulegu manneskjur höfum hangið hérna i viku, prófað langferðabílinn, sem nota á i kvikmyndinni, en eiginlega verið að biða þess að hinar konunglegu persónur — Liz og Richard — haldi innreið sína. Það ætti að verða eftirminnilegur atburður. Burton fær 500,000 dollara fyrir leik sinn í kvikmyndinni. Ava Gard- ner sem ekki fær nema 400,000 dollara, kom í dag —• en hún kom hávaðalaust. Mér sýnist hún eiga allavega heima í lilutverki sinu, sem útlæg og lifsþreytt gistihússtýra í sóðalegri, mexikanskri borg. Hún er með dökkt húðsig undir augunum. Ætti að láta taka það. Ég átti stutt samtal við að- stoðarmann Johns Huston, Emilio Fernandez. Þetta er alger villimaður. Hann ber tvær skamm- byssur við belti og barðastóran stráhatt á höfði. Hann virðist þegar vera farinn að gefa Övu Gard- ner eldhýrt auga. Kveðst vera mjög þakklátur fyrir þetta starf, þar eð hann hafi verið á svört- um lista hjá mexikönskum kvikmyndaframleið- endum síðustu sjö árin. Særði víst kvikmynda- framleiðandann, sem hann vann lijá síðast, all- hættulega með skammbyssuskoti. Mér var sagt í dag, að auk skyldustarfa minna sem ritari leikstjórans, Johns Huston, ætti ég að fá þarna mitt fyrsta leikhlutverk. Ég á að leika eina af kennslukonunum frá Texas í langferða- bílnum. Burt leikur fararstjóra okkar! Mexíkóborg, 22. september. Þau konunglegu eru komin með föruneyti sínu. Ekki hávaðalaust. Sjálf var ég ekki viðstödd athöfnina, en undan- tekningarlaust vissu allir, sem fyrir voru, hvað gerzt hafði, innan klukkustundar frá því að það gerðist. Tennessee Williams hefði ekki samið leik- rænna atriði. Ef marka má, sáu þau það úr flug- vélinni að mikill mannfjöldi beið þeirra á vellin- um. Richard Burton vildi að þau færu út, strax og flugvélin var lent, en Elizabeth Taylor var ekki á því. Um það hnakkrifust þau svo með' hrópum og köllum. í sömu svifum ruddistEmilioFernandez inn í flugvélina með skammbyssurnar dinglandi á mjöðmunum. Hann greip um arm Elizabeth og kallaði: „Komið með mér!“ Hún varð dauðskelk- uð æpti og veinaði. Þá öskraði Burton: „Út úr flugvélinni með þennan brjálæðing, áður en ég drep hann!“ Engu að siður kom það í dagblöð- unum að Elizabeth hefði sagt: „Ég hef alltaf þráð að mega koma aftur til Mexíkó.“ Þar var einnig vitnað i orð Burtons, sem ekki var eins hæversk- ur: „Þetta er í fyrsta skipti, sem ég kem til Mexíkó, og ég vona, einnig það síðasta.“ Mexikóborg, 23. september. Sue (Lolita) Lyon kom í dag — hljóðlega, þar eð enginn virtist hafa sérlegan óhuga í því sambandi. Hún lýsti yfir því, að hún sæktist einungis eftir peningum, bætti því við, að hún hefði ekki hugmynd um hvað hún ætlaði sér að verða i lífinu, og sagði loks að hún AVA GARDNER SUE LYON biði komu „vinar síns“, Hampton Fanchers III, með óþreyju. Það vill svo til, að þessi vinur hennar er kvæntur. Ilún er sannarlega girnileg. Hún er íturvaxin, frekar há og tággrönn, og hárið, sem er silfurljóst, fellur slétt og þykkt að herðum. Hún er eggjandi og kynheit, en yfirbragðið sakleysislegt og ferskt enn, enda ekki nema 17 ára. Ég Iauk við að lesa handritið að „Iguana“ í dag. Leiksagan fjallar um siðspilltan, bandarískan prest, séra Lawrence Shannon (Burton), sem tekur að sér fararstjórn kennarahóps, sem ferðast um Mexíkó í langferðabíl. Yngsti þáttakandinn í ferðinni, (Sue Lyon), reynir að fá hann til við sig, en árangurs- laust, en aðstæðurnar eru þó þannig, að hann óttast um að hann haldi starfinu. Loks lætur stúlkukornið sefazt í faðmlögum bílstjórans, (Skip Ward). Hóp- urinn fær nú gistingu í hrörlegu hóteli, sem rekið er af ekkju nokkurri, Ava Gardner). Þar hittir prest-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.