Vikan - 22.09.1966, Síða 4
Eftir James Munro
3. hluti
— Rétt, sagði Craig. — Ég ætti
að vera dauður fyrir mörgum ór-
um.
Hann herti sig upp og tók á öllu
cínu viljaþreki til að standa á fæt-
ur.
— Mig langar í sjúss, sagði hann,
— og ég ætla að ná í hann.
— Sittu kyrr, sagði Loomis. — Eg
veit hvar brennivínið er.
Hann náði í flöskuna og tvö
klunnaleg, ódýr glös.
Craig hellti í þau og ýtti öðru
glasinu yfir til Loomis. Afengið
brenndi hræðilega, en sá feiti drakk
það án þess að láta minnstu svip-
brigði á sér sjá, og það þótti Craig
hlægilegt.
— Allt í lagi, sagði hann. — Þú
ert ekki kominn hingað til að rabba
um gamla daga. Hvern viltu að
ég drepi núna?
— Engan, sagði Loomis. — Ég
vil, að þú haldir manni lifandi.
— Nokkrum, sem ég þekki?
— Manni að nafni Naxos, Arist-
ides Naxos. Vinir hans kalla hann
Harry. Hann er olíu- og skipakóng-
ur. Fimmtíu og eins árs. Hundrað
milljón punda virði.
— Vindlar, sagði Craig. — Hann
er mikið fyrir vindla. — Romeo y
Julietas. Ég var vanur að útvega
honum þá — kaupa þá ódýrt í
Tangier, selja honum þá dýrt á
snekkjunni hans. Vissirðu, að ég
hafði hitt hann?
— Auðvitað, sagði Loomis. — Það
er þessvegna sem ég vil fá þig.
— Það var alltaf blondína þar.
Hann var fiskinn á blondínur.
— Hann er giftur einni, sagði
Loomis. — Hann heldur, að hún sé
sólin sjálf, og það getur verið hún
sem á að deyja.
— Eins og Tessa, sagði Craig,
rétti fram höndina og horfði á
fingurna skjálfa.
— Þú kemur of seint, Loomis. Ég
er búinn að vera.
Hann hellti aftur í glösin og ýtti
öðru til Loomis.
— Þú hefðir átt að finna mig
fyrir nokkrum árum. Nú er ég ekki
skíts virði. Og þar að auki . . . hann
hikaði.
— Áfram, sagði Loomis.
— Þar að auki er ég alltaf full-
ur.
Hann tæmdi glasið og Loomis sá,
hve fljótt áfengið vann á honum,
hversu auðveldlega það slævði
sterkan vilja hans.
— Ég átti í erfiðleikum með að
finna þig, sagði hann. — Þú hefur
alltaf verið slyngur að hverfa. Eng-
inn af þínum grísku vinum vissi
hvar þú varst.
— Þeir eru góðir vinir, sagði
Craig.
— Þeir geta orðið hjálp í þessu
starfi.
— Ekkert starf, sagði Craig.
Hann fálmaði eftir glasinu, fann
það, siðan þreifaði hann áfram út-
eftir borðinu ( áttina að flöskunni,
varfærnislega, svo hann hellti ekki
niður.
Loomis flýtti sér að segja: —
Þessi stúlka, sem Naxos giftist —
hún er töluvert lík Tessu.
— Hún er amerísk — var ein-
hverskonar smástirni. Eftir því, sem
ég hef komizt næst, þýðir það,
að hún sagði þrjár setningar í fjór-
um kvikmyndum og fjöldinn allur
af karlmönnum svaf hjá henni,
meira að segja nokkrir kvenmenn.
Undarlegur staður Hollywood. Svo
tóku þeir af henni Ijósmyndir við
og við — í ekki allt of miklu af
fötum. Og svo kenndi einhver henni
að nota eiturlyf.
— Lík Tessu? sagði Craig. — Láttu
ekki eins og fífl.
Hönd hans hélt áfram að leita
að flöskunni.
— Hún er afar falleg, ekki mjög
gáfuð, afar vingjarnleg, mjög þægi-
leg. Alveg eins og Tessa. Hún var
líka í vandræðum, var ekki svo?
Og hún þarfnaðist karlmanns, til
að hjálpa henni út úr þeim v/and-
ræðum.
— Eg hjálpaði henni svo sem.
Beint undijr neðanjarðarlest!
— Það var ekki þér að kenna.
Þú gafst henni nokkuð, sem hún
þarfnaðist. Það er það, sem Nax-
os hefur gefið þessari stúlku.
— Það, og hundrað milljón pund.
— Það líka. Þá það. Allir þessir
peningar gera það auðveldara, en
að venja hana af eiturlyfjunum —
það var ekki auðvelt. Að forða
henni frá þv( að fyrirfara sér, var
heldur ekki auðvelt.
— Ég tárast, sagði Craig. — Hvar
er fiðlan mín?
Andlit Loomesar varð eldrautt.
— Þú ert sannarlega búinn að
vera, sagði hann. — Situr þarna
og drekkur flösku eftir flösku af
brennivini, aðeins vegna þess að
ein stelpa er dauð. Þessi stúlka er
miklu mikilveegari en Tessa gat
nokkurn tíma vonazt til að verða.
4 VIKAN