Vikan - 22.09.1966, Page 8
DMPERIAL
23" NISSA
KR. 16.680
RADIOVER S.F.
12" CHICO
Skólavörðustíg 8. — Sími 18525. KR. 13.900
ÍSLENDINGAR
RYTMÍSKARI
EN DANIR
RÆTT VIÐ SIGVALDA ÞORGILSSON
DANSKENNARA
Sigvaldi Þorgilsson heitir
maður, rúmlega þrítugur
Reykvíkingur, sem nýverið hefur
lokið tveggja ára námi við fræg-
asta skóla Dana fyrir danskenn-
ara, Institut Carlsen í Kaup-
mannahöfn. Vikan hitti Sigvalda
fyrir skömmu að máli og spurði
hann nokkurra spurninga varð-
andi nám hans við skólann og
fyrirætlanir í framtíðinni.
— Mér er kunnugt um tvo
aðra íslenzka danskennara, sem
lokið hafa námi við þennan skóla,
þá Hermann Ragnars og Jón
Valgeir, sagði Sigvaldi. — Þarna
eru ekki einungis kenndir sam-
kvæmisdansar, heldur engu síð-
ur ballett, stepp o. fl. Ég lagði
sérstaka áherzlu á að læra djass-
ballett og keppnisdansa, en þeir
eru iðkaðir af fólki, sem þegar
er orðið þjálfað í dansi. Þar er
mest lagt upp úr stíl.
— Hvaða dansar eru einkum
iðkaðir sem keppnisdansar?
— Quick step, vals, vínarvals,
tangó, slow foxtrot, latínamer-
ískir dansar o. fl.
— Er mikið um danskeppnir
erlendis?
— Já, þær eru mjög víða háð-
ar, til dæmis allan veturinn í
Kaupmannahöfn. Eitt er það
líka enn, sem ég lagði sérstak-
Tvö danspör frá Institut Carlsen
sýna Charleston. Herrann til
vinstri á báðum myndunum er
Sigvaldi.
8 VIKAN