Vikan


Vikan - 22.09.1966, Page 21

Vikan - 22.09.1966, Page 21
0 Tvær myndir af gereyðileggingu trúboðsstöðvar í Congo, scm áð- ur laut Beigíu. Þegar kvikmyndatökumcnnirnir flugu þarna yfir á leið til Súdan, sáu þeir þetta úr lofti. Á stöðinni voru átta hvítir prestar, skóli með tuttugu og fjórum nemendum og spítali með sjö- tíu sjúklingum. Uppreisnarmenn tóku stöðina fyrst um sinn og prest- unum var þá séð fyrir vistum úr lofti, sem voru látnar síga niður í fallhlífum. En svo gaus hatrið upp í ljósan loga og þá voru allir prestarnir drcpnir. O Þessi litii svertingjadreng- ur er ekki aldeilis á hrakhól- um. Hann situr í fanginu á ungri harnfóstru, sem fékkst til starfans með auglýsingu x ensku blaði. Hún á að kenna honum „the british way of life“, svo sem slíkum barn- fóstrum er fyrir lagt. Þetta er algcngt með enskumælandi þjóðum í Austur-Afríku. Svört- um efnamönnum og góðborgur- urn er annt um að börn þeirra verði menntaðir menn á enska vísu — sannir sjentilmenn. Hér má sjá eitt hið hörmulegasta, sem gerzt hefur við stjórnarfarsbreytingar Afríkuianda. Þessi mynd er frá Zanzibar þar sem Arabar hafa verið hin ráðandi stétt £ aldaraðir. f janúar 1964, þegar sjálfstæði landsins var lýst yfir, gaus hatur svartra manna, ekki ein- ungis á Engilsöxum, heldur líka Aröbum, út í ljósan loga. Soldáninn, sem ekki gat af- stýrt uppreisninni, flýði. Fimm þúsundir Araba voru myrtir með ýmsu móti. Sumir reyndu að flýja á bátum, en þeir voru þá söklclhaðnir og drukknuðu flestir. Daginn eftir tóku kvik- myndatökumennirnir mynd af strönd þar sem líkin lágu 1 hrönnum eins og rekið þang. Þarna á ströndinni og á þeim hluta hennar sem næst er Kenya, sá Jacoppetti það sem hann lýsir hér á eftir: „Úr þyrilvængjunni minni sá ég götuslóða sem hvarf inn í skógar- þykknið. Ég fylgdi honum eftir og mætti þá brátt langri fylkingu manna sem allir höfðu hendur kræktar yfir höfði sér. Fylkingunni fylgdu verðir á báðar hendur. Svo kom hún að rjóðri, líklcga niðurlögðum kirkjugarði, og þar fór hún inn um leið og ég þaut hjá. Ég fór í hálfhring þarna yfir og varð þá vottur að þessu hræðilega blóðbaði. Svartir menn úr liði uppreisnarmanna höfðu þarna fengið útrás fyrir sitt gamla innibyrgða hatur. Þeir skutu alla sem í fylkingunni voru. Hinar ólöglegu veiðar eru stórhættulegar dýralifi Afríku, en yfirvöldin gcra hinsvegar allt sem í þeirra valdi stendur til að varna því að of mikið sé að gert, og má vera að sumt af því sé fum- og fálmkennt, cn kemur að gangni engu að síður í heild. En mikill skaði mundi vera að því að svo nærri væri gengið dýrastofnunum, að af tækjust villidýraveiðar, og því hörmulegra ef svo tækist til að dýratcgundir, scm hvérgi cru til annarsstaðar, hyrfu með öllu. Hér má sjá hvernig farið er að því að bjarga krókódílum. Þeir eru fluttir á þyrilvængjum yfir í fenjasvæði, þar sem þeim cr minni hætta búin en í vötnum, þar sem innlendir menn veiða þá unnvörpum og drepa. Veiðitækin eru gildra, sem er lykkja og agn, en til þess að víst sé að þeir náist á land er lykkjan áföst fljótandi kúlu. Dýrið sem hangir neðan í þyrilvængjunni (til hægri) cr zebrafolald. Móðirin var felld af leyniskyttu. Til þess að bjarga folaldinu þarf að hafa hraðar hendur, því folaldið var á spena og getur ekki lifað nema það fái mjóik fyrst um sinn. Stjórnarvöldin sjá þannig fyrir því að dýrastofnarnir deyi ckki út og ef vel tekst til, má ætla aö gresjurnar (savanna) fyllist að dýrum að nýju. .......IIERTU SÆL ATRIKA

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.