Vikan - 22.09.1966, Page 27
Blaðamaður Vikunnar, Dagur Þorleifsson, hugðist eyða sumarleyfi sfnu í Rú-
meníu og fara þangað landveg. En enginn veit sfna ævina fyrr en ðll er, og kcm
f Ijðs, að landvegur þangað var torfarinn, þvl
„Þá var einhverskonar fas-
istastjórn við völd í Pól-
landi og slík ríki hafa til
að heimta margbrotin skil-
ríki af mönnum sem áforma
að ferðast þángað jafnt fyr-
ir því þó mennirnir œtli
sannarlega hvergi að stíga
út úr lestinni í öllu landinu
(þó ekki Þýzkaland undir
Hitler). Svona skítaríkis-
stjórnir heimta líka af sér-
hverjum ferðamanni svo
margar Ijósmyndir að hvur
ráðherra geti fengið eina að
heingja upp hjá sér. Það
verður af fylla út skýrslur
í sex samritum með œvi-
ágripi ferðamannsins og
ættartölu fram og aftur í
tímann, og svara ótal hót-
fyndnum aúlaspurníngum.
Þessar spurníngœr eru sett-
ar til að veiða menn í snöru
svo kontóristar í sendiráð-
um og stjórnarskrifstofum
getið fundið átyllu til að
hefja rex og ýfingar við
þennan aumingja, sem œtl-
ar að fara í ferðalag ...“
(H.K. Laxness, Skáldatími,
bls. 164—165.)
Ég tel fara vel á því að
hefja greinina með þessari
tilvitnun, því að þótt
nokkrir áratugir séu nú
liðnir frá því að Kiljan átti
leið gegnum Pólland, þá
hafa landsvenjur í þeim
hluta álfunnar breytzt
furðulítið síðan þá. Þar
sitja enn að völdum fasist-
ískar skítaríkisstjórnir, sem
eru andlega skyldari Rúss-
um á tímum ívans grimma
en nútímamönnum og eru
vísar til takmarkalauss
óþverraháttar gagnvart
meinlitlum ferðamönnum
fyrir nú utan allt það illa,
sem þær gera af sér að
auki. Þær kalla kannski
riki sín alþýðulýðveldi eða
einhverjum álíka heimsku-
legum heitum, sem þær
halda að séu fín, en auð-
þekktur er asninn á eyr-
unum.
Þetta mátti ég sanna,
þegar ég í júlí síðastliðnum
var á leið suðaustur eftir
meginlandinu á leið til
Rúmeníu, sem nú er menn-
ingarlegasta ríkið austan
járntjalds; þar hafa þeir
Ég geri fastlega ráð fyrir að þeir hafi verið að bræða með sér pyndingaraðferðirnar, sem
skemratilegast væri að beita við mig. Að minnsta kosti var þeim þetta mikið hitamál. . .
meðal annars hætt að
kenna rússnesku sem erlent
mál númer eitt, en annars-
staðar í þessum löndum er
fólk pyndað til að læra
þessa tungu á undan öðr-
um málum. Ég var hýr og
afslappaður eftir þægilegt
flug með Loftleiðum gegn-
um Gautaborg til Kaup-
mannahafnar, þar sem ég
tók hraðlestina Neptún til
Berlínar. Fyrstu kynni mín
af Austmönnum í þessari
ferð urðu á ferjunni frá
Gedser á Falstri til Warne-
miinde í strönd kommalýð-
veldisins austur-þýzka, þar
sem áður var hið virðulega
furstadæmi Mecklenburg-
Schwerin. Þar fékk ég um-
yrðalaust leyfi til ferðar
gegnum Austur-Þýzkaland.
Náungarnir, sem afgreiddu
mig, töluðu meira að segja
ensku og voru svo kurteis-
ir og fágaðir í framkomu,
að þeir hefðu alveg eins
getað verið Vestur-Evrópu-
menn eða Ameríkanar.
Svö var það Ostbahnhof
í Austur-Berlín. Þangað
kom ég upp úr hádegi og
beið fram á kvöld eftir
annarri lest, sem gengur
alla leið til Búkarest. Ég
varði deginum til að labba
út í borgina, mér til lít-
illar skemmtunar, enda eru
járnbrautarstöðvar með ó-
yndislegri stöðum og
hverfi þau, sem að þeim
liggja, oft í samræmi við
það. Enda sá ég þarna ekk-
ert, sem vakti neina for-
vitni augans, nema ef telja
skyldi töluvert af braki og
rústum frá The Last Battle,
sem Úrval sagði nýskeð
frá. Þessi borg er paradís
fyrir f ótgangandi menn, því
að ökutæki eru hér heldur
fá og því óhætt að vaða í
hugsunarleysi yfir hvaða
stræti sem er þar sem mað-
ur kemur að því, án þess
að eiga verulega á hættu
að vera keyrður niður í
malbikið eins og stöðugt
vofir yfir manni í hvaða
sveitaþorpi sem er vestan-
tjalds. Þegar kom framyfir
kvöldmatartíma keyrði
þetta umferðarleysi um
þverbak; eftir það mátti
heita að ég hefði borgina
fyrir mig einan, því þá
hættu gangandi manneskj-
ur líka að sjást. Þetta er
víst alsiða þarna fyrir aust-
an; dönsk hjón, sem ég hitti
í Vín, sögðu mér til dæmis
að Prag, sem er þó ein
merkilegasta borg í þessum
löndum, væri jafn auð af
mönnum og farartækjum á
kvöldin og draugaborgir í
villta vestrinu.
Þegar leið að brottfarar-
tíma lestarinnar, hypjaði ég
mig á stöðina og fékk mér
snarl á veitingastað henn-
ar. Meðan ég var að snæða,
komu þrír hermenn inn í
salinn, allir með vélbyssur
og hjálma eins og það væri
komið stríð. Tveir þeirra
slöngruðu tómlátlega áfram
milli borðanna og skimuðu
til beggja handa, en sá
þriðji stóð kyrr við dyrnar,
unglingur með kúpt andlit
og rjótt og skimaði flótta-
legum músaraugum undan
hjálminum, sem var í lag-
inu eins og kúskel. Það
setti að mér forvitni og mér
var næst í huga að standa
upp og spyrja: „Að
hverjum leitið þér?“ en
stillti mig, minnugur þess
hvernig fór fyrir öðrum á-
gætismanni, sem einu sinni
endur fyrir löngu spurði
þessarar spurningar, og var
hann þó víst jafnmikill
sakleysingi og ég. Og til
baka komu hermennirnir
tveir, gerðu ólundarlega
honnör fyrir unglingnum
með kúskelina og svo
gengu þeir út, hafandi
fundið engan réttlátan
mann til að færa sínum
æðstu prestum í kvöldmat-
inn, enda sjálfsagt fyrir
löngu búið að krossfesta
alla slíka, sem einhvern-
tíma kunna að hafa fyrir-
fundizt í þessu landi.
Annars fór tími minn
þennan Berlínardag mest í
að rangla um járnbrautar-
stöðina, þar sem ég átti
lengi í miklu stríði við að
finna afgreiðslu, þar sem
ég gæti keypt mér setpláss,
og misheppnaðist það. Á
því rangli komst ég að raun
um, að á þessari járnbraut-
arstöð, sem er sjálfsagt með
þeim fjölfarnari í álfunni,
er ekki starfandi ein ein-
asta manneskja, sem kann
svo mikið sem hálft orð í
ensku og átti ég síðar betur
eftir að finna fyrir himln-
hrópandi fákunnáttu aust-
a&tjaldsmanna í þessari
sjálfsögðu heimstungu. Ég
rakst að vísu á tvær mann-
askjur þarna, sem ensku
kunnu. Önnur var karl-
Hiaður ríflega á miðjum
aldri, sóldökkur með breitt
.kartöflunef og grá augu.
jlfann var að leita að platz-
I fcarte eins og ég og spurði
'ttiig hvert hann ætti að
snúa sér í því sambandi,
hvað ég auðvitað ekki gat
sagt honum. Þegar hann
heyrði að ég vildi mæla á
ensku spurði hann hvort ég
Væri Bandaríkjamaður.
— Nei, svaraði ég. — Ég
er frá fslandi.
— Iceland? endurtók
hann. — Er það í New
York?
— Nei, svaraði ég og
hélt að honum hefði eitt-
hvað misheyrzt. — Ég er
frá íslandi.
Hann kinkaði kolli og
sagði mér síðan, að hann
væri pólskrar ættar, en
búsettur í Pennsylvaníu.
Við ræddumst við um hríð,
niér þó ekki að raunalausu,
því hann var einhver and-
rammaasti maður, sem ég
hian eftir að hafa hitt.
Bljótlega varð ég þess var,
að hann skoðaði mig sem
„fellow American" ennþá,
en nennti ekki af hafa
tneira fyrir því að koma
vitneskjunni um tilvist
lands míns á framfæri við
hann. Hann var á leið til
Szczecin í heimsókn til ætt-
ingja sinna. Sú borg hét
áður Stettin og var þá þýzk.
Hún er á því svæði, sem
Rússar og Pólverjar stálu
í stríðslokin og kölluðu sitt
land, þótt það hafi verið
svo til albyggt þýzku fólki
síðan á Sturlungaöld og
sé eins nátengt þýzkri sögu
og nokkur annar hluti
Þýzkalands. Þar er Slésía,
eitt mikilvægasta iðnaðar-
hérað landsins, og þangað
sótti Gerhart Hauptmann
efni í Vefara sína. Þar er
Austur-Prússland með
Königsberg; þar var Kant.
En hráum barbörum úr
austurvegi hefur aldrei
verið neitt heilagt. Þar er
það víst haft fyrir satt, að
einn glæpur réttlæti annan,
og í anda þeirrar reglu
voru íbúar þessara héraða,
sem fyrir stríð voru álíka
MÓRAROQ
KETTUR VORNUÐU
VEGARINS
Ég vaknaði með andfælum. Einhver ókennileg vera grúfði sig yfir mig á hekknum, hrikaieg forynja með gul krókódílsaugu full
með það ómennska hatur, sem maður sér í þjóðsagnamyndum Ásgrims.
fólksmörg og Svíþjóð,
reknir eins og sauðfé vest-
ur yfir Oder og Neisse;
máttu víst þakka fyrir að
vera ekki drepnir.
Drepnir já. Vélrænn
kuldi þess orðs er ónota-
lega nálægur hér á dapur-
legri járnbrautarstöð í
framandi heimi Þjóðverja
og Slava. Dönsk smörri-
brauðsbros og alúðlegar
enskar regnhlífar eru óra-
fjarri; líklega tilheyrir
þetta eftir alltsaman heimi,
sem enn er ekki til,
draumaheimi þar sem ein-
staklingurinn er heilagur
og dauðinn hryggilegt slys.
En hér æpa kaldar þýzkar
raddir Achtung í hátalara
og kolavagnarnir, sem
renna út af stöðinni í aust-
urátt, fóru kannski sömu
leið fyrir fáeinum árum
með lifandi farm áleiðis til
Ásvits.
Hin manneskjan, sem ég
fann viðmælandi á ensku
þarna á stöðinni, var tékk-
nesk stúlka, sem vann á
ferðaskrifstofu ríkis síns í
Prag. Hún var falleg og
smart, eins og undarlega
margt kvenfólk er þar í
landi.
Síðla vun kvöldið hafði ég
komið mér fyrir í klefa í
hraðlestinni Balt-Orient,
hafandi þrátt fjwir allt
Fyrrl
lilutl
26 VIKAN
VIKAN 27