Vikan


Vikan - 22.09.1966, Side 41

Vikan - 22.09.1966, Side 41
'ENGLISH ELECTRIC’ LIBERATOR SJÁLFVIRKA ÞVOTTAVÉLIN heitt eða kalt vatn til á- fyllingar. stillanleg fyrir 8 mismun- andi gerðir af þvotti. hitar — þvær — 3-4 skol- ar — vindur. * Verð kr. 19.636, SJÁLFVIRKI ÞURRKARINN sjálfvirk tímastilling allt að 90 mín. aðeins tveir stillihnappar og þó algerlega sjálfvirk- ur. fáanlegur með eða án útblástursslöngu. * Verð kr. 12.950,— AFKÖST: 3% KG. AF ÞURRUM ÞVOTTI 1 EINU. INNBYGGÐUR HJÓLABÚNAÐUR. * EINS ÁRS ÁBYRGÐ — VARAHLUTA- OG VIÐGERÐA- ÞJÓNUSTA. CM&Sl Laugaveg! 178 Sfmi 38000 vestanverðri og er raunar áfram- hald af Ungverjasléttu. Þarna rennur Dóná á löngum kafla á landamærum Tékkóslóvakíu og Ungverjalands, áður en hún beyg- ir inn í síðarnefnda landið. Þarna drýpur smjör af hverju strái; bóndakonur með litríkar svuntur standa við kornskurð á ökrum, sem þekja landið út að ystu sjónarrönd; í bláum fjarska mó- ar fyrir fjöllum Slóvakíu. Þetta land hefur svip hraustlegrar feg- urðar og frjóorku. Það var unað- ur að horfa á það út um lestar- gluggann, að svo miklu leyti sem maður sá það fyrir svælu og reyk. f Prag höfðu Tékkarnir nefni- lega tengt framan við lestina dráttarvagn, sem hlýtur að hafa gengið fyrir kolum eða einhverj- um álíka óþverra, ef dæma mátti eftir þeim firnamekki af reyk og sóti, sem hann spúði yfir og inn í farþegavagnana, sem hann dró með sér. Farþegar voru flest- ir löðursveittir vegna hitans, og sótflygsurnar klíndust við hör- undið eins og mjöl við blauta málningu. Svo komum við til Sturovo. Bærinn með því nafni er ó- merkilegt skítapleis rétt við landamærin, og þar hafa toll- og landamæraverðir bækistöð. Þessi hroði þyrptist inn í lestina skömmu áður en hún kom til bæjarins, bæði Tékkar og Ung- verjar, margir af hvorri þjóð, eins og þeir ættu von á vopn- aðri mótstöðu. Síðan rápuðu þeir á milli klefanna með merkileg- heit og rýndu í vísur og passa. Þetta var allt í sómanum þangað til að mér kom; þegar Ungverj- arnir sáu, að ég hafði ekki enn orðið mér úti um vísum til ferð- ar í gegnum þetta merkilega land þeirra, var engu likara en íkaros hefði þegar rekizt á jörð- ina. Nú hafði ég eftir heimildum, sem ég hafði ekki séð ástæðu til að telja annað en ábyggilegar, að ef um það eitt væri að ræða að fá að fara gegnum eitt austantjaldslanda án viðstöðu, þá fengi maður uppáskrifað leyfi til þess á landamærunum. Þetta hafði, sem fyrr er ritað, geng- ið eftir hvað Austur-Þjóðverjum viðkom, og raunar líka Tékkum, þótt þeir hefðu að vísu röflað dálítið. En nú átti ég eftir að reyna, að Ungverjar eru af allt annarri og torsóttari manntegund, eins og kannski eðlilegt má kalla. Einn pótintátanna í þessum ljótu mórauðu einkennisbúning- um með rússneska sniðinu, sem þessir aumingja menn eru látnir ganga í, rýndi drykklanga stund í vegabréf mitt og spurði mig svo, hvort ég hefði leyfisbréf til dvalar í Ungverjalandi. Ég svar- aði því til, að ég hefði engan á- huga á að dvelja stundinni lengur í föðurlandi þeirra, en kæmist víst ekki hjá að fara í gegnum það á leið minni til Rúmeníu. Gerði ég kröfu til að fá bréf upp á það hér á landamærunum. En Móri hristi hausinn og glápti á mig eins og geðvondur kálfur. — Þér verðið að fara út, sagði hann, — taka lest til Brati- slövu og fá þar leyfi hjá ung- verska konsúlatinu. Ég taldi víst að þetta fífl, eins og flestir fulltrúar hins opinbera í þessum löndum sjálfsagt eru, og hugsaði mér fyrst að taka ekki mark á honum; gerði ráð fyrir að ég fengi mitt leyfisplagg eftir álíka smáströggl og við Tékkana um morguninn. En á svip samferðafólks míns þóttist ég ráða, að það teldi atburð þenn- an til engra gamanmála. Því er sjálfsagt ekki láandi, því undan- farna áratugi hefur návist ein- kennisbúinna manna í þessum löndum venjulega þýtt morð, pyndingar, gasklefa og Síberíu, og við það situr kannski enn. Pólska kunnkona mín spratt upp og halaði inn imi klefadyrnar annan stríðsmann, sem var lítið eitt dökkmórauðari en hinn og skildist mér að hann væri Tékki. Ræddi hún við hann í ákafa og leyndi sér ekki, að hún hét á hann mér til liðsinnis. Mér skild- ist að hann væri mér ekki óhlið- hollur, enda fylgir sjálfsagt nokkur kraftur orðum fólks, sem stigið hefur með óbrotna bana- kringlu niður í gálgum Þriðja ríkisins. Þó svaraði hann fáu og hélt áfram ferð sinni til næsta klefa. Sú pólska sneri sér að mér. — Það er reynandi að þú talir við hann sjálfur, sagði hún, — það er ekki óhugsandi að hann geti bjargað málinu. Ég taldi rétt að athuga þetta og fór fram á ganginn og í þá átt, sem ég hafði séð Tékkann hverfa í. En ég var skammt kom- inn áleiðis þegar ungverski ná- unginn, sem fyrst hafði talað við mig, varnaði mér vegarins. Ég ætlaði án frekari formála að ryðjast framhjá þessu afstyrmi, en hann gerðist þá hávaðasamur og jafnskjótt komu einir tveir aðrir af sama sauðahúsi til liðs við hann. Ég var í þann veginn að springa í loft upp af reiði og viðbjóði á allri þessari viður- styggð í mannsmynd, en stillti mig þó furðanlega og tók að tína fram eitthvað hröngl af þýzkum orðum ef vera mætti að þau kynnu að tendra einhvern ó- verulegan neista af mannviti í þesum búpeningssálum. En því var auðvitað ekki að heilsa. — Fara út, sagði sá, sem fyrst hafði rætt við mig af Ungverj- um. — Aftur til Bratislava, fá vísúm hjá ungverska konsúlat inu. Þetta var sennilega næstum það eina, sem hann kunni í þýzku, og hafði trúlega lært það utan- að. Þetta var opinmynntur mað- ur og skakktenntur og með augu, sem minntu á illa gefin húsdýr, 40 VIKAN I þegar þau eru í vondu skapi. Mig sárlangaði til að drepa hann, en það mátti ég auðvitað ekki frekar en annað þarna. Ég lét því svo lítið að ávarpa skepnuna einu sinni enn og gaf henni til kynna, að ég hefði ekk- ert við hana að ræða, en hygð- ist ná sambandi við Tékkann, sem nú hyllti undir í fólksþvögunni skammt frá á ganginum. En við þetta umhverfðist fíflið alveg, eins og heimskum mönnum er tamt þegar gert er lítið úr á- toríteti þeirra. Skipti það nú eng- um togum, að ég var rifinn út úr lestinni, og var rétt svo að ég fékk að taka farangurinn með. Samferðafólk mitt gerði enn nokkrar heiðarlegar tilraunir til að tala um fyrir þessu hermanna- pakki; meira að segja kom fólk úr öðrum klefum, sem ég hafði aldrei augum litið, til að tala mínu máli, enda eru Slóvakar með afbrigðum hjartagott fólk og velviljað, og átti ég eftir að sanna það oftar. En eins og mannkynssagan vitnar um, eru Ungverjar allra manna ólíkleg- astir til að láta sér segjast við viturlegar fortölur, og út varð ég að fara. Þarna mátti ég þá standa á skítugum brautarpalli, eftir sól- arhringsþvæling gegnum tvö lög- regluríki, þar sem hvinur í hverju strái er andvarp myrtra milljóna og þar sem flögð úr jötunheimum lúta yfir sofandi sakleysingja í járnbrautarvögn- um .Svartur í framan af sóti og bræði stóð ég hér undir sam- hryggðarfullum tillitum sam- ferðafólksins, sem lá úti í glugg- um svo langt sem augað eygði meðfram vagnaröðinni; átti sýni- lega á engu góðu von mér til handa. Þetta var heitasti dagur sem komið hafði þetta sumar, loftið mengað sólmóðu sem var eins og gullsandi hefði verið stráð í himininn. í fárra metra fjarlægð frá mér á pallinum virtist eitt- hvað sögulegt í þann veginn að gerast. Þar höfðu einir sjö eða átta mórar, bæði Tékkar og Ung- verjar, hnappazt saman og virt- ust ekki vera á eitt sáttir. Ég þóttist vita, að ég væri orðinn þeim deiluefni, því að öðruhvoru heyrði ég orðinu íslandú bregða fyrir innan um hraglandann, sem út úr þeim streymdi. Ég geri fastlega ráð fyrir, að þeir hafi verið að bræða með sér pynd- ingaraðferðirnar, sem skemmti- legast væri að beita mig. Að minnsta kosti var þeim þetta mikið hitamál, því áður en varði voru þeir farnir að steita hnef- ana hver framan í annan og arga. Drottinn rétttrúaðra manna, bað ég og hóf augu mín til þessa sólgullna himins yfir sléttu Ung- verja, vertu nú svo vænn að svipta þessi untermenschen þeirri lúsarögn af skynsemi, sem þú kannt af bruðlunarsemi þinni 0 að hafa gefið þeim framyfir ap- ana, svo að þeir bregði pístólun- um, sem þeir bera við rasskinn- arnar, og sprengi heilana hver út úr öðrum. Þá skal ég ekki mögla þótt svo ég verði að ganga til Bratislövu. En Alfaðir hefur sjálfsagt haft í mörgu að snúast þetta kvöld, því ekki gat hann unnt mér þess lítilræðis að koma af stað styrj- öld milli Tékkóslóvakíu og Ung- verjalands. Rifrildið leystist upp, Ungverjarnir hundskuðust inn í lestina, Tékkarnir litu á eftir þeim, svo á mig og ypptu öxlum. Svo kom einn þeirra til mín, gerði honnör og rétti mér þvæld- an blaðsnepil, margklesstan rauð- um stimplum, og þekkti ég að þar var komið hið sama visúm, sem ég hafði fengið í Decin og gilt hafði til ferðar gegnum Tékkósló- vakíu. Skildist mér, að ég fengi það nú aftur til merkis um, að dvalarleyfi mitt í landinu væri framlengt. Þetta var breiðleitur maður með góðleg augu grá; hann benti á vagninn, sem Ungverj- arnir voru að fara inn í, og hristi höfuðið með svip, sem gaf til kynna að hann hefði ekki meira álit á því fólki en ég var nú bú- inn áð fá. Hinsvegar kunni hann varla orð í þýzku, svo að ég taldi hæpið að leita hjá honum upp- lýsinga um lestarferðir til Brati- slövu. Hinum megin við brautarpall- inn var heilmikil langavitleysa af skúrum og bíslögum, en önn- ur byggð ekki sjáanleg. Slatti af fólki var á vakki þar út og inn um hinar og þessar dyr, einkan- lega einar þeirra, og hugði ég þar brautarhýsi staðarins. Þang- að gekk ég, en lestin rann ýlfr- andi af stað inn í Ungverjaland. Bölvað veri það land og þjóð- in sem það byggir þangað til hún mannar sig upp í að gera næstu gagnbyltingu. Amen. * Hvernig yrSi dómurinn Framhald af bls. 15. sem hér um ræðir, hefði refsingin líklega orðið tveggia óra fangelsi að minnsta kosti, missir ökuréttinda ævilangt, sektir og háar skaðabæt- ur til aðstandenda þeirra, sem fór- ust. England: 3 ár. Þar er tekið mjög hart á ölvuðum ökumónnum, sem gera sig seka um brot á umferðareglum, hvað þá ef þeir valda banaslysum. Slíkir öku- menn missa ökuréttindin, verða dæmdir í háar sektir og allt að þriggja ára fangelsi eða þrælkun- arvinnu. í Englandi hefði Biebaut sennilega verið dæmdur I þriggja ára þrælkunarvinnu og ökuréttind- in hefði hann misst ævilangt. Raun- ar má samkvæmt enskum lögum Ifta á afbrot hans sem manndráp, og fyrir það má dæma menn f BARNALJÖSMYNDASTOFAN sem var í Borgartúni er nú að Grettisgötu 2. — Myndatökur daglega. Pantanir í síma 15905. BARNALJÖSMYNDASTOFAN Grettisgötu 2. LUX0R - LUXOR Sjónvörp Útvörp útvarpsfónar Luxor-verksmið'|urnar f Svíþjóð hafa yfir 40 ára reynslu ! radiotækni. Húsgagnaverzlunin Búslóð við Nóatún VIKAN 41

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.