Vikan - 22.09.1966, Síða 50
Gólfklæðning frá DLW
er heimskunn gæðavara.
GÓLFDÚKAR
GÓLFFLÍSAR
GÓLFTEPPI
við allra hæfi.
Munið
merkið
er trygging yðar fyrir beztu
fáanlegri gólfklæðningu.
Deutsche Linoleum Werke AG
ett, sem er miklu hægari og
byggist mikið á látbragðsleik.
Hann er talinn mjög hentugur
fyrir sjónvarp.
— Mannstu eftir nokkrum
skemmtilegum atvikum úr skól-
anum, sem gaman væri að segja
frá?
— Það væri auðvitað hægt að
tína ýmislegt til. Það er til dæm-
is mjög gaman að minnast þess,
að þegar fjögur beztu pör dans-
skólans voru valin til að dansa
í kvikmynd, sam gerð var eftir
Leðurblöku Jóhanns Strauss, þá
voru þrír fslendingar þar á með-
al, við Jón Valgeir og stúlka að
nafni Guðrún Brandsdóttir.
— Er langt síðan þú ákvaðst
að fara út á dansbrautina?
— Það er langt síðan hún
vakti áhuga hjá mér. Annars er
ég líka klæðskeri að mennt og
stundaði auk þess lengi hljóðfæra-
leik, meðal annars í hljómsveit
norska farþegaskipsins Oslo-
fjord, sem sigldi milli Evrópu og
Amer(ku. Meðan skipið stoppaði
vestra notaði ég tækifærið til að
fara í tíma í djassballettskólum
þar til að kynna mér það, sem
þar var að sjá. Ég sótti líka dans-
skóla í Noregi og Svíþjóð.
— Hverjar eru svo helztu
framtíðaráætlanirnar?
— Þær eru tengdar danskennsl-
unni, vitaskuld. Sem stendur er
ég á förum á danskeppni í Kaup-
mannahöfn, en þar mæta dans-
endur frá öllum Norðurlöndtun.
— Að lokum: Hvernig dansa
íslendingar? Betur eða verr en
til dæmis Danir?
— Þeir eru miklu rytmískari
en Ðanir. dþ.
Dey ríkur, dey glaður
Framhald af bls. 5.
atlögu enn, en ekki meira en eina.
Aftur varð það hinn, sem réðist
til atlögu, en Craig vék sér und-
an glitrandi stólinu og sló í óttina
að hólsi mannsins með handarjaðr-
inum. Að þessu sinni var hann of-
urlítið hittnari, svo hann hitti öxl
hins svo fast, að hann greip and-
ann á lofti, um leið og Craig sveifl-
aði flöskunni, en hann var fljót-
ur að bera af sér lagið og glerið
skall á stálblaðinu, stúturinn féll
úr hönd Craigs, um leið og mað-
urinn réðist til einnar atlögunnar
enn, í víðu, bogadregnu hliðar-
stökki. Craig stökk að manninum
og læsti handleggnum um handr-
legginn, sem hélt á hnífnum, og
að þessu sinni var það þyngd lík-
ama hans, sem vann um leið og
hann sneri sér í hring án þess að
sleppa takinu. Maðurinn æpti, þeg-
ar þrýstingurinn á handleggnum og
snúningurinn jókst, svo við lá að
beinið brysti; hann sleppti hnífn-
um, síðan sparkaði Craig; hitti háls-
inn og maðurinn lá máttvana. Craig
þreif hnífinn og sneri sér við, svo
hann stóð móti þriðja manninum.
Fyrir aftan Craig flissaði Serafin.
Hann hélt á byssunni, og hans
gamla hönd skalf ekki.
— Þessi meiðir þig ekki, sagði
hann.
Hann benti með byssunni á
dökka veruna frammá.
— Komdu hingað, sagði hann.
Fyrst var engin hreyfing, síðan
þegar byssan lyftist, kom veran
inn í Ijósgeislan . . . Svört ullar-
peysa, svartar síðbuxur, hættuleg-
ur kattarþokki. Serafin tók upp þil-
farsluktina og lyfti henni hátt.
Möndlulaga augu, svo brún, að
þau voru eins og svört; mikið hár,
glampandi; stolt, fremur hátt nef
og þrýstinn, ástríðufullur munnur.
Peysan og síðbuxurnar voru mjög
aðskornar og vöxturinn var stór-
kostlegur. Hörund hennar var gull-
inbrúnt, andlitið mýktarlegt, óum-
breytanleg grímd, sem Ijóstraði ekki
upp um neinar tilfinningar, þegar
hún horfði inn í svart skammbyssu-
hlaupið.
— Hvað heitirðu? spurði Sera-
fin.
Ekkert svar.
— Nafnið, sagði Craig á ara-
bisku. — Tala þú.
— Selina bin Hussein, sagði
stúlkan.
— Farðu inn í. káetuna, sagði
Craig. — Náðu handa mér í tin-
öskjuna, sem er á hillunni við
dyrnar. Stúlkan hreyfði sig ekki. —
Far þú, sagði Craig. Ég tala ekki
þrisvar.
Framhald í næsta blaði.
Fiskréttur.
1 pk. fryst þorskflök, 1 púrra, 1 grænt piparhulstur, V2 dós tómatar.
Skerið fiskflökin 1 ca. 2 cm. þykkar sneiðar, skerið púrruna og paprikuna í
þunnar lengjur og látið renna af tómötunum. Sjóðið púrruna og piparhulstrið
í smjöri (notið sama pottinn og þið berið réttinn fram í, ef svo ber undir) legg-
ið fiskbitana ofan á, kryddið með salti og pipar cg kreistið úr hálfri sítrónu
yfir. Setjið tómatana í pottinn og stráið svolitlu timian eða basiliku yfir. Lát-
ið réttinn malla (varla sjóða) við mjög lítinn hita í 20—30 mín. eða þar til
fiskurinn er hvítur í gegn. Soðnar kartöflur bornar með.
Pizza-brauð.
Þetta er hentugur forréttur. Skerið kringlóttar sneiðar með glasi úr fransk-
brauðssneiðum, smyrjið með smjöri og dýfið ofan í smásaxaðan lauk. Leggið
ansjósuflak í kross á hverja sneið og tómatsneið ofan á. Þekið með rifnum osti
og bakið við mikinn hita í 5—7 mín.
Hæna í sítrónusósu.
Hæni eða stór kjúklingur er soðinn 1 vatni, þannig að vel renni vfir hann,
svolítið af púrru. salti og piparkorn sett í vatnið. Sjóðið í u.þ.b. 3 klukkutíma
látið kólna og síið soðið. Dragið skinnið af og skerið fuglinn í bita. Gerið sós-
una með því að baka upp 3 matsk. af smjöri og aðrar af hveiti og jafnið með
ca. 6 dl. af soðinu og látið malla í nokkrar mínútur. Þeytið eggjarauðu með
Vz dl. af þykkum rjóma og hrærið saman við sósuna um leið og hún er borin
fram má ekki sjóða eftir það). Setjið rifinn sítrónubork eftir smekk og saf-
ann af 1 sítrónu í og kryddið með salti og pipar. Hitið kjúklingabitana upp
í dálitlu soði, látið renna af þeim og leggið á fat og hellið nokkru af sósunni
yfir. en berið afganginn með í sósuskál. Grænar, litlar baunir góðar með og
laussoðin hrísgrjón.
Kaffihlaup.
Gerið sterkt kaffi og sætið það eftir smekk. Leysið 6 blöð af matarlími upp
í hverjum hálfum lítra meðan það er volgt og bætið V2 stífþeyttri eggjahvítu
í þennan skammt, þegar það er kalt, en ekki byrjað að stífna. Sett 1 ábætis-
glös og kælt. Gott er að hafa möndlumakkarónur eða smákökur með hlaupinu.
/
Appelsínu-súrmjólk.
Þeytið súrmjólkina vel og blandið álíka miklum appelsínusafa I og dálitlum
rjóma. Sætið eftir smekk og bætið e.t.v. nokkrum dropum af sítrónusafa í. Ber-
ið fram í ábætisglösum og skreytið með appelsínulaufum.
Kjötfars í fati.
Kaupið venjulegt gott kjötfars, blandið dálitlu af raspi í það, sem hefur ver-
ið bleytt í mjólk. Smásaxið lauk og setjið í farsið, ásamt kapris, smásöxuðum
rauðbeðum (soðnum) og ediksgúrku og þynnið með rauðbeðusoði og rjóma,
en farsið á að vera heldur þynnra en notað er I bollur. Setjið í eldfast fat, ca.
3—4 cm. þykkt. Smjörbitar settir ofan á og steikt í 30 mín. við 225 gr. hita.
Grænt salat borið með og nýjar kartöflur.
Ávextir í gelé.
Sé niðursoðnum ávöxtum blandað í gelé, verður það heidur hátíðlegri mat-
ur en ef þeir eru bornir fram beint úr dósinni. Gerið gelé úr pakka eftir leið-
beiningunum utan á og þegar það er aðeins farið að stífna, blandið þið ávöxt-
unum í, eftir að hafa látið renna vel af þeim löginn. Þeyttur rjómi borinn með.
50 VIKAN