Vikan - 27.04.1967, Síða 19
Undirbyggingin úr hlöðnu grjóti, grasið í hlíðinni, rabarbarinn rænfangið
ásamt girðingunni og hliðinu, allt stuðlar þetta að því að húsið fellur
þrátt fyrir allt mjög vel inn í umhverfið.
Nýi tíminn fæðist á grýttum berangri þar á Patreksfirði; báturinn gamli
sem stendur einn og yfirgefinn niðri á mölinni og myndar skemmtilega
andstæðu við splunkunýtt og skemmtilegt íbúðarhús Finnboga Magnús-
sonar skipstjóra, það var í byggingu þarna upp í hlíðinni. Hann hefur
verið mjög fengsæll skipstjóri eins og sjá má á húsinu.
Guðrún Guðmundsdóttir, 18 ára, hefur unnið við afgreiðsustörf á Pat-
reksfirði. Hún er þaðan úr plássinu. Hún hefur verið í skóla á Núpi 1
Dýrafirði; falleg ung stúlka með látlausa og elskulega framkomu, góður
fulltrúi fyrir ungu kynslóðina vestur á fjörðum. Hún sagði að það gæti
verið miklu meira fjör á vetrarvertíðinni á Patreksfirði, en margt ungt
fólk færi þó i burtu. Og á sumrin fara margir á síidina. Samkomuhúsið
á Patreksfirði heitir Skjaldborg og þar eru ekki mjög oft böll á sumrin
en þá er farið í Birkimel á Barðaströnd. En það er bíó á Patreksfirði og
Guðrún íer oft i bíó. Henni finnst gott að vera þar og getur prýðilega
vel hugsað sér að eiga þar heima.
IIESTUR Á FJORDUM
Vestfir8ingar hafa lengi haft orð á sér fyrir það að vera þrekmikið og gott fólk.
Þeir þurftu ó þrekinu að halda í viðureign við nóttúruna; það varð ekki komizt
milli staða öðruvísi en að ýta bóti á flot eða klifa fjöll. Nú er samgöngurnar orðnar
greiðari, ógætir vegir tengja firðina saman og síðan bilaeign varð almenn, hefur
fólk úr öðrum landshlutum flykkzt þangað að sumarlagi, enda er landslagið í
senn stórbrotið og hrikalegt. Sumsstaðar er afskekktin allt að þvi yfirþyrm-
andi, á öðrum stöðum verður maður ekki var við þessa tilfinningu og víða er
uppbygging í fullum gangi eins og annarsstaðar á landinu. Hér á eftir eru
nokkrar svipmyndir af stöðum og fólki vestur á fjörðum.
TEXTI OG MYNDIR: GÍSU SIGURÐSSON.
:: ■ '■ ■
Ef til vill eru gluggarnir ekki alveg eins stórir eins og tíðkast að hafa
hér syðra, en að öðru leyti minnir þessi nýja húsaröð á Patreksfirði
mjög á ný hverfi t.d. í Reykjavík. Og maðurinn við staurinn er sjálfur
sýsluskrifarinn í plássinu, Skúli Magnússon, fæddur í Teitsdal í Arnar-
firði. Hann er spakur að viti, hefur numið heimsspeki í Kína og eiga
ekki margir íslendingar sammerkt með honum í því. Eftir stúdentspróf
frá Laugarvatni fór hann til Kína árið 1957 og var í Peking á vegum
Menningartengsla íslands og Kína. Hann lærði kínverskuna og lagði
auk þess stund á heimsspeki, sem raunar var ekki marxistisk nema að
litlu leyti. Þar var hann hátt í fjögur ár og þóttist þá nægilega undir-
búinn til þess að geta aftur horfið á bernskuslóðir vestur á fjörðum.
Honum líkaði mjög vel við fólkið í Kína, taldi það vinsamlegt og for-
dómalaust og engri mætti hann andúð. Þá voru rauðir varðliðar óþekkt
fyrirbrigði.
Heimkominn kenndi hann einn vetur á Bíldudal, en hefur verið sýslu-
skrifari hjá sýslumanninum á Patreksfirði síðan 1963. Það starf er aðal-
lega fólgið í innheimtu skatta, tollútreikningi, þinglýsingum og umsjón
með bókhaldi sjúkrahússins.
Skúli segir mest af fólkinu á Patreksfirði aðflutt af Barðaströnd eða
Rauðasandi, en tiltölulega lítið af gömlum innfæddum Patreksfirðingum.
Nú orðið flytur fólk þó orðið lítið í burtu, enda er afkoman prýðileg
og oftast aflast vel frá Patreksfirði.
17. tbi. vikan 19