Vikan - 27.04.1967, Side 24
Saga Wiliiam®
l¥iainGh©@ters um
þa@, hvorreig hökín
„ DAUÐl FORSETA “
varð «11 og það
erfflðlelkatfmabil,
sem tðlc við þegar
hariciritið lá ffyrir.
1. HLUTI
Á marzkvöldi órið 1966, þegar
Ijósaskiptahiminninn úti fyrir var
bryddaður rauðu, lauk ég fyrsta
uppkasti að Dauði forseta, smellti
lokinu ó svarta Esterbrook-lindar-
pennann minn og ýtti frá mér arka-
staflanum.
Næsta dag skrifaði ég Jacqueline
Kennedy: „I morgun reis ég árla
úr rekkju og horfði á dögunina. Ég
hafði ekki séð svo fagra sólarupp-
rás síðan ég fór frá Bæjaralandi
1963." Svo bætti ég við: „Ég hefi al-
drei skilið, hvað Samuel Butler átti
við þegar hann skrifaði í Fragments.
„ . . . skáld vaxa af þjáningu sinni".
Nú vissi ég það."
Þá hélt ég, að mínu mikla erfiði
væri lokið. Það var ekki aldeilis.
Miklu seinna eftir hálft brambolts-
ár, þegar ótrúlegar ásakanir voru
fram bornar, ófyrirgefanleg orð
sögð ög dýrmætri vináttu spillt,
minnist ég tveggja annarra tilvitn-
anna. Sú fyrri var úr Areopagi-
tica Johns Miltons: „ . . . sem hið
góða næstum eyðir manninum,
svo eyðir góð bók: sá er drepur
mann, drepur skyni gædda veru,
ímynd guðs; er sá sem eyði-
leggur góða bók, drepur skynsem-
ina sjálfa, drepur ímynd guðs, eins
og hún blasti við auganu". Seinni
tilvitnunina heyrði ég hljóma frá
John Fitzgerald Kennedy:
Heiðurinn er mannsins, sem
raunverulega er á vígvellinum,
hvers andlit er mettað af ryki
og svita og blóði .... sem finn-
ur hina miklu ákefð, hinn mikla
trúnað; sem fórnar sér fyrir verð-
ugan málstað; sem þegar bezt
lætur nýtur sigurvissunnar um
að hafa áorkað miklu, og . . . .
ef honum mistekst, hefur hann
að minnsta kosti teflt djarft, svo
hann á aldrei stað með þeim
köldu og huglausu sálum, sem
þekkja hvorki sigur né ósigur.
Eftir þessum heiðri sækist engin
veimiltíta. Ryk, blóð og sviti eru
viðbjéður, einkum þegar það er af
völdum fólks, sem hefur1 staðið
manni nærri. Vígvöllurinn er jafn
miskunnarlaus og hann er grimmur;
þar er aðeins hægt að sigra með
því að fórna öllu nema heiðrinum
— aðeins ef sá, sem berst, er bók-
staflega reiðubúinn til að fórna
lífinu fremur en gefast upp. Ef til
vill hljómar þetta óþarflega melo-
dramatískt. Samt minnist ég greini-
lega sólbjarts morguns í Hyannis
Port á síðasta ári. Að boði frú
Kennedy var ég kominn þangað í
þeirri veiku von, að við gætum
lægt ágreining sem stóð djúpum
rótum — sannfæringu hennar um
það, að frásögn ákveðinna atvika
á prenti væri skerðing á persónu-
frelsi hennar, og þeirri sannfær-
ingu minni, að þessar frásagnir
væru nauðsynlegar sögu Ameríku.
Milli þess, sem við töluðum saman,
syntum við. Einu sinni missti ég
sjónar af h'enni. Ég var svo barna-
legur að halda, að hún kynni að
vera hjálpar þurfi og hætti mér of
langt út, og meðan hún, búin sund-
fitjum úr gúmmí náði auðveldlega
til lands, var ég um stund í háska
staddur. Því lauzt niður hjá mér,
að ég myndi sökkva. Um leið flaug
fyrir í huga mér-. myndi það hjálpa
bókinni eða skaða hana?
Þegar ég hugsaði til þessa síðar
um daginn, þótti mér atburðurinn
annarlegur. Hann virtist óraunveru-
legur. En þegar ófriðarblikan hækk-
aði á lofti um haustið og veturinn,
varð óraunveruleikinn alls staðar.
Næstum allt var hugsanlegt. Klukk-
að þrjú um nótt, 3. febrúar síðast
liðinn, hringdi náttborðssíminn
heima hjá fjölskyldulækni mínum f
Connecticut. Hann lyfti tólinu hálf-
sofandi og heyrði tikkið í fjarritum;
síðan kom karlmaður í símann og
kynnti sig sem næturvarðstjóra rit-
símans. Röddin sagði: „Eruð þér
læknir herra Manchesters?" Hann
jánkaði því. „Hann var að deyja,"
hélt röddin áfram. „Viljið þér segja
eitthvað um það?" Það kom á lækn-
inn og það varð þögn, svo spurði
hann: „Eruð þér viss?" ,,Ó, já,"
svaraði maðurinn sannfærandi.
„Það hefur verið staðfest. Hann dó
í Mexico City." „Ég hef ekkert að
segja," sagði læknirinn minn ein-
arðlega og lagði á. Hann hafði
rekið minni til þess, sem hinn ó-
kunni vissi greinilega ekki — ég
var í Nassau, ekki Mexico. Þetta
atvik, eins og svo mörg/ önnur,
hefur aldrei verið upplýst.
Eins og hin, var það líka ógn-
vekjandi. Var það í raun og veru
mögulegt, að útgefandi minn og ég
hefðum setið í samanbitinni þögn
í hótelíbúð á Manhattan, meðan
þingmaður í öldungadeild Banda-
ríkjanna, harðákveðinn í að breyta
bókinni, lét hnefana ganga á hurð-
inni og kallaði upp nafn mitt hvað
eftir annað? Að sjálfsögu man rit-
stjórinn þetta líka, en ef til vill geta
tveir menn heyrt sömu ofheyrnirnar.
Ég rakst á sálfræðing sem ég þekkti
á götu og spurði hann: „Heldur þú,
að ég geti þjáðst af ímynduðurr.
ofsóknarótta?" Hann brosti dauft.
„Ekki ímynduðum" svaraði hann.
Hann hafði rétt fyrir sér. Tilraunin
til þvingunar var nógu raunveruleg,
og sem námsmaður frá Þýzkalandi
nazistaáranna, fann ég eins konar
ameríska Nacht und Nebel Erlass
(HitlerstiIskipun). Það var eins og
fyrsti og fjórtándi viðaukinn hefðu
verið strikaðir út úr stjórnarskrá
Bandaríkjanna.
En þá var ég engu að síður
studdur fjölda vina, sem skildu þrá
mína eftir fullkomnun sem ég átti
sameiginlega með forsetanum, sem
Kennedy fjölskyldan hafði beðið
mig að skrifa eftirmæli um. Stárfs-
bræður mínir voru uppörvandi. Þeir
voru fylgjandi hinum gullna meðal-
vegi milli akademísks frelsis og
prentfrelsis skynjuðu að deilan hafði
risið af þeim tilfinningahita sem enn
grípur svo mörg okkar, þegar við
hugsum um nóvembermánuð 1963,
og létu í Ijós áhyggjur sínar. Þegar
deilan stóð sem hæst, vissi ég ekki
að George Gallup, sem var að gera
skoðanakönnun í landinu, komst
að því að þeir Ameríkumenn, sem
létu uppi skoðun sína, studdu rétt
bókarinnar til að lifa með svo
miklum meirihluta, að þeir voru
þrír móti einum. Engu að síður
vissi ég.. að handritið átti sér marga
velunnara. Bláókunnugir menn
stöðvuðu mig á götunni; yfir þús-
und skrifuðu mér samúðarbréf.
Inntakið f erindi þeirra var alltaf
hið sama: Þeir vonuðu, að ég héldi
fast við mitt, þótt þeir vissu, að
það yrði erfitt.
Auðvitað kom aldrei til mála að
láta undan. Enginn hefur rétt til
að afskræma það, sem liðið er;
engin staðreynd, hversu ógeðfelld
sem hún er, má liggja í láginni.
Þar að auki höfðu hinir ókunnu
rétt fyrir sér: Þetta var erfiður tími.
Nafnlausir „talsmenn" rægðu út-
gefendur mína og reyndu að sverta
Dauða forseta áður en bókin gat
varið sig sjálf.
Mannorð mitt varð skotspónn ó-
trúlegra ásakana, eftir 20 flekk-
iaus ár sem rithöfundur. Þegar lög-
fræðingar Kennedysfólksins sneru
sér til ríkisdómstóls New York til
að hindra birtingu bókarinnar, var
ég á Manhattan. Ég dvaldi daginn
24 VIKAN 17- tbl-