Vikan


Vikan - 27.04.1967, Qupperneq 25

Vikan - 27.04.1967, Qupperneq 25
langt á skrifstofu Look, áfjáður f vera kallaður fyrir. Enginn kom. Þegar ég yfirgaf borgina um kvöld- ið, veittu einkaspæjarar f talstöðva- bílum mér eftirför til Connecticut, umkringdu einkaheimilið, sem ég dvaldi á sem gestur og kröfðust þess að ég kæmi út og tæki við pappír- unum þar — meðhöndluðu mig, í stuttu máli sagt, eins og stroku- mann. Innan skamms varð ég eins kon- ar strokumaður. Deilan var frétta- efni, en varfærni leikinna lögmanna minna útilokaði allar umsagnir af minni hálfu. Þeir sögu mér, að hvað sem gagnrýnendur mínir gerðu (í Þýzkalandi kölluðum við þá „hina óvinveittu"), yrði ég að haida mér saman. Þetta var há- mark kaldhæðninnar: Eg, hinn ein- dregni verjandi réttar almennings til vitneskju, varð að neita honum um þann rétt, meðan ég sjálfur var rógborinn og fjallhár stafli af varn- argögnum lá á borðinu hjá mér. Meðan blaðamenn stóðu í dyra- gættinni hjá mér og sjónvarpslið baðaði heimili mitt (og konu mína og börn) í flóðljósum, varð ég að sitja þungbrýnn uppi á lofti í dimmri vinnustofu minni og hvfslast á við útgefandur. Oft óskaði ég þess, að ég gæti tekizt hressilega á við Hina óvin- veittu, að minnsta kosti hið innra með mér. Beiskjan hefði verið upp- spretta andstyggilegrar fróunar. Það var ógerlegt. Reiðin var ein- faldlega ekki til staðar. Þar sem hún hefði átt að vera, var aðeins djúpur sorgarbrunnur vegna þess, að svo göfugt verkefni skyldi vera dregið niður í sora opinberrar deilu, sverta minningu þess sama manns sem það átti að heiðra. Eg er sann- færður um, að þessi tilfinning bjó einnig í brjóstum milljóna felmtri sleginna áhorfenda. Einu áhorfend- urnir, sem heilshugar nutu „Barátt- unnar um bókina", eins og blaða- menn skfrðu þessi átök, voru fé- lagar þess dapurlega safnaðar, sem enn ber sjúklegt hatur til nafnsins Kennedy. Einnig þeir skrifuðu mér til. Bréf þeirra, sem einhverra hluta vegna voru ævinlega borin út sér- staklega, voru einkar drungaleg. Eg fór að kvíða fyrir komu póstmanns- ins og f huga mér varð hann einn Hinna óvinveittu. Þótt þetta væri erfiður tfmi, var hann þó ekki sá versti. Ég átti sterka fylgismenn, meðal þeirra út- gefanda og ritstjóra LOOK, sem voru jafn ákveðnir og ég að vernda sögulega skýrslu í heilu lagi. Þar að auki, og það skiftir mestu máli, átti ég fullgert handrit og bar traust til þess. Hin langvarandi þjáning sköpunarinnar var mér að baki. Og fyrir mér, að minnsta kosti, er saga þeirrar sérstöku baráttu jafn minn- isstæð og erjurnar og klögumálin í átökunum við Kennedy-ana vet- urinn 1966—67, sem enduðu með upprunalegum landamærum en of- urlítið breyttum, í dómsal í New York's Foley Square. Nú hefur Dauði forseta verið viðurkennd, er jafnvel í tízku. Þeir, sem eru andstæðir bókinni, vita að minnsta kosti um tilveru hennar. Það sem fáir gera sér grein fyrir, er það, að áður en nokkur maður sá staf úr bókinni, hafði ég verið á orrustuvellinum í 26 mánuði, án þess að nokkur veftti því athygli. Síðar kallaði Publishers' Weekly hana „bókina, sem lengi hefur ver- ið beðið eftir." En það var eftir að innihald hennar var dregið fram í dagsljósið. Þau ár, sem texti bók- arinnar var í deiglunni. biðu henn- ar ekki fleiri en ef til vill fimm manns, allt vinir. Vissulega höfðu yfir 400.000 eintök bókarinnar verið pöntuð fvrirfram þremur mánuðum áður en hún kom út, og New York Times spáði, að hún yrði ,.ein allra söluhæsta bókin ( sögu bókaútgáfunnar." En samt, þremur árum áður en hún leit dags- ins Ijós, taldi f jármálaráðunautur minn í alvöru að ég stefndi að fjárhagslequ hruni. Hann benti á, að þar sem ég hafði kveðið á um, að obbinn af ágóða bókarinnar skyldi renna til Kennedy-bókasafns- ins, myndi ég ekki hafa nóg eftir í aðra hönd nema bókin yrði óveniuleqa vinsæl. Og það — þá — sýndist hreint útilokað. Hann og aðrir vinir mínir í bóka- útgáfu álitu afar ólíklegt, að ég gæti einu sinni látið endana ná saman. Þeir minntu mig á, að alla þá hræðilegu helgi, sem kom á eftir morðinu, hefðu allar þrjár sjónvarpsstöðvarnar fyllilega mett- að þjóðina með fréttum og lýsing- um, og þær tíu vikur, sem síðan voru liðnar, hefði þegar mikið ver- ið gefið út á prenti. „Hvað þýðir að reyna?" spurði fréttamaður Associated Press, sem hafði það á sinni könnu að fylgiast með frétt- um hjá Dómsmálaráðuneytinu. „AP sagði alla söguna í bók sinni The Torch Is Passed." Sjö mánuðum síðar. rétt sem éq var að koma frá Dallas, rakst ég á sama frétta- mann. Alvarlegur í bragði rétti hann mér eintak af Warrenskýrsl- unni. Hann hristi höfuðið og sagði: „Þarna hefurðu það. Það verður harðsótt að koma á eftir þessu." Ég hafði ekki hugsað mér að revna. An þess að pressan vissi. hafði forseti Hæstaréttar heimilað mér aðqanq að leyndarskjölum og úth'utað mér skrifborði í VFW bygg- ingu nefndarinnar á Maryland Avenue, bak við Hæstarétt; þar hafði éa tregðulausan aðgagn að öllum vitnisburði, skjölum, sönnun- argögnum og yfirlýsingum. (Mér fannst það nokkuð slungið hjá honum, að hann bauð mér einnig að lesa fyrsta uppkast skýrslunn- ar og lýsa því yfir, sem fjölskyldu- vinur, að niðurstöður Warrennefnd- arinnar væru að öllu leyti aðgengi- legar fyrir Kennedyfólkið. Þótt ég hefði verið honum samvinnuþýður ( öðrum efnum, hafnaði ég þessu, á þeirri forsendu, að mér þætti það ekki viðeigandi. Þegar allt kom til alls, var ég óháður þegn, og átti mikið óunnið í mínum eigin rann- sóknum.) Öfugt við Mark Lane hafnaði ég einnig boði um að vitna, af sömu ástæðu. Ég forðaðist að vera dómhvatur árið 1964. Sannast sagna var ég að vinna á nýjum og allt öðrum grundvelli. Sorgar- saga allrar helgarinnar, ekki aðeins glæpurinn ( Elm Street, átti að verða strigi minnar myndar. [ fyrstu sýndist hlægilegt, jafn- vel unggæðislegt, fyrir einn mann að ætla sér að kanna orrustuvöll, sem var mun stærri en sá, sem nefnd skipuð af forsetanum hafði nýlega sópað. En ég átti marga ósýnilega samherja. Einn þeirra var tíminn. Mennirnir í Maryland Avenue 200 höfðu unnið undir þvingandi þrýstingi þeirra tímatak- marka, sem Johnson hafði sett. Eins og ég vissi þá, og þjóðin hef- ur síðan uppgötvað, voru nöfnin glæstu á lista Earl Warren Ktið annað en skraut; erfiðið hvíldi á nafnlausum starfsmönnum. Þeim var helgað starfið. Þeir voru líka ungir; ég held að ég hafi haft meiri reynslu í rannsóknum en nokkur þeirra. Loks — og ég áleit það mín að- al hlunnindi — vann ég einn. Hálf- opinber aðstaða mín í VFW húsinu hcKði fært mér sanninn um, hve m;Ög krafan um skoðanasamræmi getur veikt niðurstöðuna. Samhugs- un getur ekki verið skyniandi. En einstaklingur, ábyrgur aðeins gagn- vart sinni eigin samvizku, getur yfirstiqið örðugleika sem varna safnvizku- vegarins. Ég hef alltaf haft gaman af sög- unni um manninn í Detroit, sem varð fyrir bví 21. maí 1927, að einkaritari hans kom þjótandi inn í skrifstofuna til hans og hrópaði: ,,Mr. Murphy, bað hefur flogið maður frá New York til Parísar al- einn!" Hann hélt rólegur áfram vinnu sinni, oa aftur hrópaði hún: „Skiliið þér ekki! Það hefur mað- ur flooið a'einn frá New York til Parísar!" Nú leit Mr. Murphy uop. ..Aleinum er manninum ekkert ógerleat." sagði hann hóglátlega. „Látið mig vita, þeqar nefnd flýg- ur yfir Atlantshafið." Eftir þv( sem ég bezt veit, hefur enqin nsfnd nokkurn tima samið geislandi sinfóníu, málað heillandi málverk — né skrifað minnisverða bók. Eitt og sér greinir augað og skynjar það sem fer fram hjá röð af augum. I auaum sögumanns eru persónur í miklum harmleik jafn mikilvægar og til dæmis „spektró- grafi'skar" rannsóknir og parafín- prófanir. Kvikmynd Zapruders er óumdeilanlega mikilvægasta ein- stakt sönnunargagn varðandi glæp- inn í Dallas. Ég horfði á hana þar til ég sá fyrir mér með lokuðum auaum hverja hreyfingu og fann nokkuð, sem starfsmönnum nefnd- arinnar hafði yfirsézt, það er hik- ið á öryggisvörðunum í framsæti Lincolns forsetans, SS 100 X. Samt á Zapruder aðeins heima í annál þessa nóvembermánaðar líka. Sama er að segja um hughrifin, sem geisluðu út til fjarlægustu borga þjóðarinn- ar og hvernig þjóðstofnanir okk- ar brugðust við þeim, og — hvort sem líkar betur eða ver — nöpur beiskjan milli hrelldra fylgjenda forsetans, sem misst höfðu hirði sinn, og áberandi persónu Lyndon Baines Johnson. Þegar frú Kennedy bað mig að skrifa bókina, sagði ég þegar upp störfum við Wesleyan University í Middletown, Conneticut. Það var 5. febrúar 1964. Þar með var ég at- vinnulaus, að því er virðist, mið- aldra, hámenntaður umrenningur. Þar sem fjárhagur minn var þröng- ur, lifði ég spart. Það væri fjarstæða að láta í það skína, að yfir mér vofði gjaldþrot. Fyrirfarandi 15 ár hafði ég látið frá mér fara sjö ábatasamar bæk- ur, unnið sem fréttaritari og rit- stjóri og skrifað fyrir næstum sér- hvert hinna meiri tímarita þjóðar- innar. Sem barn kreppunnar var ég aðsjáll af gömlum vana; ég var orðinn það sem Suður-Bostonar kalla „a roll" (slanguryrði; sýnist nánast þýða samansaumaður — þýð.) En það lá í augum uppi, að aðdragandi og úrvinnsla sögulegs efnis á borð við þetta myndi taka langan tíma, svo ég skar niður fjárhagsáætlunina og fékk ofurlítið fyrirfram frá Harper (útgefanda bókarinnar). Ég át í matsölum stjórnarinnar. Með aðstoð vinar hafði ég uppi á ódýrustu herberjum suðaustur- Washington og leigði þau. Til að spara leigubílakostnað, fór ég fót- gangandi. Þetta fyrsta erfiða vor og sumar, hlýt ég að hafö gengið að minnsta kosti 10 mílur að með- altali á dag. Dæmigerður dagur hjá mér hófst með gönguferð frá Þjóðskjalasafninu til Hvita hússiris, þaðan eftir Pennsylvania Avenue til Þinghússins, aftur sömu leið til Utanríkisráðuneytisins, alls fram hjá 62 húsasamstæðum. Oft gekk ég yfir Memorial Bridge til Arlington (viðsjál leið fyrir göngumenn), þótt það væri ekki af sparnaðarástæð- um. Það verður að hafa í huga, að ég var enn í greipum þeirrar þjqn- ingar, sem herjaði þjóðina í 74 klukkustundir um haust; ég gat ekki fengið af mér að aka að gröf for- setans. Oðrum stundum gekk ég af því að mér er ókunnugt um aðra betri aðferð til að skynja borg. Tvisvar gekk ég 30 húsaraðir á enda til þáverandi heimilis Jacque- line Kennedy, frá neðri Washing- ton til 3017 N Street NW í George- town, og einu sinni, þegar hitinn stóð í röskum 34 gráðum á Celsíus, skálmaði ég frá skrifstofu Mike Mansfields öldungardeildarþing- manns til Fort Myer's BOQ, nærri fimm mílna leið. Og þetta reyndist raunar afar skynsamlegt. Fyrstu vikuna brá fyr- ir nokkrum vandræðalegum andar- tökum, þegar ég kom til stefnu- móta í Hvíta húsið rennvotur af svita, en ég sá bráðlega við því, ef ég var kominn í loftkælda bið- stofuna fimmtán mínútum of snemma, voru „drip dry" fötin mín 17. tw. VTTCAN- 25

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.