Vikan


Vikan - 27.04.1967, Qupperneq 28

Vikan - 27.04.1967, Qupperneq 28
GEIMFARI IIERDUR IIL V ___________) EFTIR EDWARD A. HERRON ' 'N ÁÐUR EN GEIMFARI ÞÝTUR í FYRSTA SINN ÚT í GEIMINN, VERÐUR HANN AÐ GANGA f GEGNUM TVEGGJA ÁRA ÞJÁLFUN, ANDLEGA OG LÍKAMLEGA V ___________) Sjónvarpsmyndatökuvél sem kennir geimförunum aS taka myndir af tunglinu. Þetta cr æfingaklefi i beig Grumman flugbáts. Þeir komu í gegnum glerdyrnar, einn og einn eða iveir og Iveir saman, í einkennis- búningum frá lofther, sjóher og landgöngu- liði Bandaríkjanna, og einnig í borgaraleg- um fötum. Þeir hnöppuðust inn í fundarher- bergi í læknadeild geimfaraskólans á Brooks herflugslöðinni í Texas. Allir voru menn- irnir grannvaxnir og horaðir, eins og orr- ustuþotuflugmenn eru að jafnaði. Allir voru þeir umsækjendur um stöðu sem geimfar- ar hjá bandaríska geimferðaráðuneytinu (NASA). Hver þeirra var svo falinn umsjá eins hinna líu lækna, sem svo spurði hann spjörunum úr um heilbrigðisástand hans frá fæðingu. Svo fengu þeir lista yfir það hve- nær þeir áttu að mæta til rannsókna sem miðuðu að þvi að finna leynda líkamsgalla, ef þeir væru til staðar. Þessar hárnákvæmu prófanir voru sannast sagna ógnvekjandi. Dr. James Culver, undirofursti í flughernum og sérfræðingur í augnsjúkdómum sagði: - - Við höfum áhuga á rannsóknum sem gera okkur kleift að sjá fyrir, ekki aðeins hvernig hver einstakur geimfari rækir skyldur sínar, held- ur líka hve lengi þjóðin getur vænzt óað- finnanlegri þjónustu af hans hendi. Það er mikið í húfi. Það þarf mikinn tíma og pen- inga til að þjálfa þessa menn. Á deild Dr. Culvers einni saman eru fram- kvæmd 60 nákvæm próf á 10 mismunandi stöðvum augans, og allar rannsóknir, sál- fræðilegar og líkamlegar eru eftir því. Mönn- unum er fleygt fram og aftur í myrkvuðum herbergjum og þeytt í miðflóttaaflsstrokk- um, svo læknarnir geti mælt og rannsakað viðbrögð hjartans. Á öðrum stað eru gerðar rissmyndir af því er rafstraumi er beint í gegnum hjartað. Þeim er dengt niður í fleyti- 28 VTKAJST 1T- <*»• Hylki scm þjálfar geimfarana í að vinna við þyngdarleysi. fulll vatnsker, og svo er nákvæmlega mælt það vatnsmagn sem flýtur yf- ir, það er gert til að ákveða eðlis- þyngd. Röntgenmyndir, blóðpróf og nálarstungur voru alveg óteljandi. Þetla stóð yfir í sjö daga og þá lágu fyrir ótal skýrslur frá öllum 10 rannsóknadeildum. Flestir sem standast þessar próf- raunir eru fullþroska menn og hafa yfirleitt yfir 1800 flugtíma á orr- ustuþolum og verið undir heraga. Samt eru þessir menn eins og feimn- ir skóladrengir, þegar þeir ganga í fyrsta sinn inn um dyrnar á þjálf- unarstöðinni í Houston, Texas. En það fer fljótt af þeim, þeir eru fljót- ir að taka við sér. Kennsla þeirra og þjálfun er ekki tilviljunarkennd, hún fer fram eftir nákvæmlega skipulögðu kerfi. Það er Ray Zedekar, aðstoðar- maður við forskólaþjálfun hjá NASA, sem semur áætlun um þjálfun geimfaranna, en yfirum- sjón hefur Deke Slayton, einn af sjö fyrstu geimförunum. t Alhliða þjálfun stendur yfir í um það bil 18 mánuði. Þrjá daga vik- unnar í fyrstu fjóra mánuðina, mæta flugmennirnir kl. 8 á morgn- ana. Fyrsta kennslustundin stendur yfir í tvo tíma, svo er önnur kennslustund fyrir hádegi, og sú síðasta milli kt. 2 og 4. í hádegis- hléinu, er ætlast til að flugmenn- irnir viðhaldi líkamsþjálfun í fim- leikasal skólans. Þarna er um tíu námskeið að

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.