Vikan - 27.04.1967, Side 39
38 VIKAN 17- tbl-
Margir alþingismenn unna ís-
lenzkri tungu, bókmenntum og sögu,
enda vel menntaðir af námi og
störfum. Þeir ættu að vera dóm-
bærir um meginatriði þess, hvort ís-
lenzk mannanöfn séu fögur eða
Ijót. Þess vegna sætir undrum, að
þeir skuli una því ófremdarástandi,
sem nú ríkir í þessu efni, eins og
frystir í kæliklefa tregðunnar. Lands-
feðurnir eiga að vísu annrlkt, en
þessu máli og öðrum slíkum verða
þeir samt að sinna, enda til þess
kjörnir eins og að skipuleggja þjóð-
arbúskapinn. Væri mátulegt að
dæma þá að læra utan að bók
Þorsteins fyrrverandi hagstofustjóra,
ef þeir vanrækja enn um sinn að
láta sér hana að kenningu verða.
Lögunum yrði sennilega breytt á
sama alþingi.
☆
Rómantík í San Remo.
Framhald af bls. 5
Þarna málti líka sjá Marianne
Faithfull, Connie Francis, Dianne
Warwick, góðkunningja okkar
The Hollies, hina spænsku Los
Bravos og Sonny og Cher, sem
komu beint frá Hollywood til
þess að taka þátt í keppninni.
Ekki lét Marianne Faithfull það
á sig fá, þótt hún kæmist ekki í
úrslit, enda er sagt að hún hafi
verið með hugann við allt annað
— semsé Mikka Jagger, söngvara
Rollingana, en með þeim hafa
nú tekizt kærleikar. Mikki kom
til San Remo að keppninni lok-
inni til að hitta sína heittelsk-
uðu og varð þá uppi fólur og fit
hjá blaðaljósmyndurum. Mikki
hefur nú gefið Chrissie Shrimp-
ton upp á bátinn og snúið sér
að Marianne.
En rómantíkin var víðar á
sveimi en hjá Mikka og Mari-
anne. Bandaríski söngvarinn
Gene Pitney og unnusta hans
Lynn Gayton voru pússuð saman
í lítilli kirkju í útjaðri San Remo.
Myndin er af þeim hjónum.
Sterk og vöndud
Verd vicf allra hæfi
Gódir greidsluskilmálar
Litaval á plastáklaedi og bordplasti
Veltitappar á stólfótum án aukakostnadar
ALLT Í ELDHUSIÐ Á SAMA STAÐ
Angelique í byltingunni.
Framhald af bls. 23.
arinnar og Angelique rak litla hestasveininn til að leggja á hest prests-
ins.
Meðan hann var að því, hljóp hún út á heimreiðina og reyndi að
hlusta eftir fjarlægum jódyn. En vindurinn skrjáfaði í dauðu laufinu,
og hún heyrði ekkert annað. Hún kallaði:
— Florimond! Florimond!
Hróp hennar dó út i döggvotri nóttinni. Skógurinn daufheyrðist við
kalli hennar.
— Farið eins hratt og þér getið, sagði hún við prestinn, þegar hann
kom aftur. — Um leið og þér komið út fyrir garðana, skuluð þér leggja
eyrað að jörðinni til að heyra í hvaða átt hann hefur farið.
Hún stóð þarna alein, ófær um að gera upp við sig, hvort hún ætti
ekki einnig að söla hestinn sinn og fara í hina áttina, að leita að
Florimond.
— I sama bili gall við veiðihorn Isaac de Rambourgs. Djúpir tónar
og dapurlegir í næturkyrrðinni. Tónarnir flutu hver á eftir öðrum eins
og bólur, sem koma upp úr lygnu, dimmu vatni, Það var DAUÐA-
KALLIÐ!
Aftur hljómaði það, skar þögnina og aftur og aftur! Hvert nýtt kall
blandaðist saman við bergmálið af því síðasta. Skógurinn endurómaði
17. tbi. VIKAN 39