Vikan - 01.02.1968, Blaðsíða 3
r
^viini i inn?
Jrinu i inUð.
— Heyðu elskan, var það
ekki á laginu „Við hötum hina
ríku“, sem við græddum
fyrstu milljónina?
— Handrit yðar hefir bók-
menntalegt gildi og það er
synd, þar sem þér hafið svona
mikla þörf fyrir peninga!
Iffl r
mii n 11 rmTiT
M m
■^' \ ^
7«se-
- '['■
IÞESSARIVIKU
— Nei, ástin mín, það er
ekki vatn í mótornum, það
er mótor í vatninu.
— En gott að ég var búin
að ljúka námskeiðinu!
SIÐAN SÍÐAST ................. Bls. 6
ÖLDURMENNI í UNGLINGABOÐI .... Bls. 8
SMYGLARAR RÁÐA GULLMARKAÐINUM Bls. 10
EFTIR EYRANU.................. BIs. 12
TÍGRISTÖNN ................... Bls. 14
ÉG, JESPER OG JÚLÍAN.......... BIs. 16
MESTA NÝJUNG í 30 ÁR.......... Bls. 24
KROSSGÁTA .................... Bls. 30
STJÖRNUSPÁ.................... BIs. 32
MYNDASÖGUR .................... Bls. 34,38,42
VIKAN OG HEIMILIÐ ............ Bls. 46
SÍÐAN SÍÐAST ................. Bls. 48
MYNDAHÚMOR.................... BIs. 50
VÍSUR VIKUNNAR:
í þúsund ár var þjóðin að rumska af svefni
en þykir nú auðug en kannski dálítið smá
og margir telja sig fædda forsetaefni
og farnir jafnvel í kosningaslaginn að sjá.
Og menn eru spenntir og margt er ritað í blöðum
þó mörgum þyki af fjölmæli komið nóg
en víst er mikil búsæld á Bessastöðum
beitilönd ræktuð og grásleppa næg í sjó.
ÓSKALAGIÐ
er að þessu sinni fyrir Kaupmannasamtökin:
„Fram, fram fylking,
forðum okkur hættu frá . . . . “
FORSIÐAN:
í þessu blaði hefjum við flutning hinnar frægu sögu Tópaz
eftir Leon Uris. Tópaz er sem kunnugt er skáidsaga sem höf-
undurinn byggir á sannsögulegum viðburðum, að því að talið
er, og koma fyrir í henni ýmsir þekklir aðilar, þó margir með
breyttum nöfnum. Við helgum forsíðunni að þessu sinni sög-
unni um Tópaz.
VIKAN — ÚTGEFANDI: HILMIR HF.
Ritstjóri: Sigurður Hreiðar. Meðritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaða-
maður: Dagur Þorleifsson. Útlitsteikning: Snorri Friðriksson.
Dreifing: Óskar Karlsson. Auglýsingastjóri: Sigríður Þorvalds-
dóttir.
Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33.
Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 35,oo.
Áskriftarverð er kr. 470,oo ársþriðjungslega, greiðist fyrirfram.
Prentun og myndamót Hilmir hf.
A
I NffSTU
í næstu Viku verður ýmislegt
forvitnilegt efni á boðstólum.
Við byrjum þar til dæmis á
nýrri framhaldssögu, sem
heitir Hin vota gröf. Þetta er
spennandi leynilögreglusaga
en ekki eins harðsoðin og
njósna- eða gagnnjósnasög-
urnar, sem vinsælastar hafa
verið upp á síðkastið, í þess-
ari sögu kemur rómantíkin
líka við sögu og þar er margt
vel sagt. Hin vota gröf er fyr-
ir þá, sem hafa gaman af sög-
um á borð við þær, sem
Agatha Christie semur og
fleiri af þeim skólanum. Þess
má ennfremur geta, að hún er
ekki löng.
Þá er grein eftir S. H. sem
nefnist Hugsað á rauðu ljósi
(meðan þess er beðið að
græna ljósið loksins komi). —
Þar er rabbað um skjólföt
fyrr og nú, gangtregðu bíla í
kuldum og bætiefni fyrir bíla,
hitaveituhneykslið og neyðar-
rim í dægurlagasöng. Halldór
Pétursson hefur myndskreytt
þessa syrpu. f næstu Viku er
sagt frá nokkrum bílum af ‘68
módelinu, við birtum myndir
af þeim og segjum lítilsháttar
frá helztu breytingum sem
orðið hafa frá ‘67 módelinu.
Einnig ber að nefna annan
hluta stórverksins Tópazar,
eftir Leon Uris, en sú saga
hefst í þessu blaði. Ef ein-
hverjir vilja halda Tópazi sér-
staklega til haga, er rétt að
benda þeim á, að auðvelt er
að kippa fjórum síðum úr
miðju blaðinu og raða þeim
saman i möppu.
6. tbi. VIKAN 3