Vikan


Vikan - 01.02.1968, Blaðsíða 29

Vikan - 01.02.1968, Blaðsíða 29
Smyglararnir ráða gullmarkaðinum Framhald aí bls. 11 DOLLARINN HEFIR EKKI FULLA GULLTRYGGINGU. Ef allar þjóðir keyptu jafnmik- ið magn af vörum og þjónustu frá öðrum löndum, eins og þeir selja viðkomandi þjóðum, með öðrum orðum, ef fullkomið jafn- vægi væri milli innflutnings og útflutnings, þyrfti ekki að vera neitt alþjóðlegt greiðslukerfi. En slíkt jafnvægi er ekki fyrir hendi. Eitt land getur komizt í meiri eða minni greiðsluhalla í viðskiptum sínum við annað land, og stendur þar af leiðandi í skuld við viðkomandi land. Svo getur það aftur á móti komið fyrir að það hafi kröfur á hendúr við- komandi ríki. Á góðærum reyna flestar rík- isstjómir að koma sér upp gjald- eyrisforða, sem svo er hægt að grípa til á mögrum árum. Þetta er skýringin á því að þjóðbankarnir safna óhemju miklum gullforða. Gull er viður- kennt sem gjaldmiðill alls staðar. Það er Bandaríkjadollarinn, sem stendur sig hvað bezt með vara- gjaldeyrisforðann, og þar næst kemur enska pundið. Með því er hægt að segja að dollarar og pund séu gjaldgeng um allan heim, í stað guils. Þess vegna Y hafa þjóðbankar um allan heim mikinn forða af dollurum (og nokkuð af pundum) í gjéildeyris- sjóðum sínum. Við þessa tvo hornstólpa, doli- ara og gull (pundið er ekki talið með) er allur gjaldeyrir á Vest- urlöndum miðaður. Til þess að önnur lönd treysti gildi dollarsins sem varagjaldeyr- is (þ. e. a. s. jafngildi gulls) hafa Bandaríkin skuldbundið sig til að leysa inn dollarainnstæðu er- lendra ríkja með því að borga 35 dollara fyrir únsuna af gulli. Það eru þó aðeins þjóðbankar sem geta gert þessa kröfu til Bandaríkjanna. Einkafyrirtæki eða einstaklingar geta komið með dollara og heimtað gull í staðinn. Hingað til hefir þetta fyrir- komulag gengið snurðulaust, en á síðari árum hafa þó komið sprungur í þennan trausta vegg, —- sprungur, sem gera órótt þeim, sem stjórna efnahag heimsins. Orsakir þessa er að finna í þróun atburðanna eftir heims- styrjöldina síðari. f stríðslok voru Bandaríkjamenn með fulla framleiðslumöguleika, og geymd voru í Fort Knox 60% af gullforða heimsins, sem opin- berlega var vitað um, eða meira en 220 milljarðar dollara. Evrópa var í sárum, og þurfti nauðsyn- lega á bandarískum vörum að halda til uppbyggingar. En til að geta keypt vörur frá Bandaríkjunum, þurfti Evrópa gull eða dollara, en hvorugt var fyrir hendi, eða að minnsta kosti mjög takmarkað magn. Þetta voru tímar dollaraskorts- ins. Vandamálið var að nokkru leyti leyst með Marshallhjálpinni, sem var í því fólgin að láta Ev- rópu í té dollara og dollaravörur. Og smátt og smátt komst eðli- legt ástand á. Sárin greru og gamli heimurinn varð aftur sam- keppnisfær á heimsmarkaðinum. Evrópa gat aftur farið að safna gulli og doliurum. Það orsakaði aftur á móti, að síðan árið 1950 hefir verzlunarjöfnuður Banda- ríkjanna verið stöðugt á hallandi fæti. Þetta er bein afleiðing fjár- mála og þó sérstaklega hernaðar- legra skuldbindinga, sem þe’ir hafa tekið á sig víða um heim. Dollarar og gull hafa bókstaflega streymt út úr Bandaríkjunum síð- ustu 15 árin. Þessir 22 milljarðar dollara í gulli hafa nú hjaðnað niður í 13 milljarða, en hin lönd- in, sem árið 1945 réðu yfir 15 milljörðum, eiga nú 28 milljarða, samanlagt. Þess utan eru um 30 milljarðar dollara í gangi utan Bandaríkj- anna og næstum helmingur, eða um 14 milljarðar, eru í eign er- lendra þjóðbanka. DE GAULLE TÆMDI NÁLEGA GULLH) ÚR FORT KNOX. Þessi gull- og dollaraleki frá Bandaríkjunum hefir haft í för með sér að greiðslumöguleikar, hinn svokallaði viðskiptajöfnuð- ur, hefir aukizt á eftirstríðsárun- um og aukið heimsviðskipti. Þetta er allt gott og blessað. En..... Hinn stórkostlegi útflutningur dollaranna hefir líka haft það í för með sér, að traustið á því að Bandaríkjamenn geti staðið við skuldbindingar sínar, þ. e.a. s. geti fyrirhafnarlaust leyst inn doll- ara sína með gulli, hefir minkað mikið. Því hvað yrði, ef bankastjórar allra þjóðbanka kæmu allt í einu til Bandaríkjastjómar, og settu fram kröfur sínar: — Nú viljum við skipta á gjaldeyrisvarasjóði okkar sem samanlagt er 14 milljarðar doll- ara, og gulli. Gjörið svo vel að leysa þá inn! Traustið á Bandaríkjunum yrði þá fyrir hnekki á alþjóðavett- vangi. Gullforði ríkisins er að- eins 13 milljarðar og af þeim eru 11 frystir. Eftir bandarískum lög- um verður 25% af seðlaforðanum að vera tryggður með gulli. Móti 14 milljarða skuld eru aðeins 2 miiljarðar gulltryggðir. Þetta dæmi gengur ekki upp. Gullforðinn í Fort Knox gæti orðið að engu á einni nóttu, ef fjármálaráðherrar og þjóðbanka- stjórar Evrópu kærðu sig um. En það gera þeir ekki. Slík stórárás á dollarinn myndi að- eins skapa óreiðu og vandræði, og rífa niður máttarstólpana und- r HlióOfærahús Renkiavíkur Laugaveg 96 - Sími 13656 SÆNSKU HAGSTRÖM GÍTARARNIR ERU HEIMSÞEKKTIR Tirano kr. 4.334.00. ísab|Bjla kr. 3.940.00. Espana kr.. 5.732.00. Jumbo kr. 6.50.00. Jumbo 12 str. kr. 6.830.00. _____________________________________________________ 5. tbi. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.