Vikan


Vikan - 01.02.1968, Blaðsíða 48

Vikan - 01.02.1968, Blaðsíða 48
r Spilið hér á eftir er á ýmsan hátt lærdómsríkt og undir- strikar vel nokkrar grundvallarreglur: ^ Á-K-10-4 y Á-7-3 + K-6-2 * K-9-2 N V A 8 A G-9-3 y K-D 4 Á-D-5-4 * Á-G-10-4 Vestur lætur út spaðafimm gegn sex granda samningi Suð- urs. Hvernig er skynsamlegast að spila spilið? Fyrsta reglan: frestum svíningu í spaða — kannski þurfum við ekki á henni að halda. Við tökum því á spaðaás. Á hvaða lit eigum við þá að byrja? Tíglinum? Laufinu, því að ef tígullinn liggur vitlaust og laufsvíningin misheppn- ast, er samningurinn í hættu strax. Hvernig eigum við þá að svína laufinu? „Alveg sama,“ segir kannske einhver. En bíðum við. Ef við spilum láglaufi úr borði og svínum, tekur Vestur e.t.v. á drottninguna og spilar aftur spaða, og þá verð- ur að taka ákvörðunina strax: eigum við að svína spaðanum eða spila upp á að tígullinn falli? Þessvegna verðum við að svína laufinu gegnum Vestur. En ef Vestur á drottninguna fjórðu? Þá megum við ekki taka á laufásinn fyrst, því að þannig náum við ekki drottningunni. Við spilum okkur því inn á hjartakóng og setjum út laufgosa. Vestur leggur ekki á tþað bjargar engu). Þá er fjarkanum spilað á níuna, og síðan er laufkóngurinn tekinn. Nú er samningurinn kominn heim. Ef Austur á laufdrottninguna, er ennþá góð von: annað- hvort gætu tíglarnir fallið 3—3, og við reynum það fjrrst, eða spaðasvíningin heppnast. Þegar þetta spil var spilað í keppni, lágu reyndar tíglarnir jafnt, eða 3—3 hjá andstæðingunum. Sagnhafi í spilinu byrj- aði á því að hreinsa út tígulinn, svínaði laufdrottningunni vitlaust, en átti samt 12 slagi. Hann lagði spilin á borðið með þreytusvip, eins og spilið hefði verið svo ómerkilegt, að það tæki því ekki að tala um það. Hefði tígullinn ekki legið jafnt, er hætt við, að eitthvað hefði heyrzt úr Norðri. ________________________________________________________________/ r Lítla niósnasaoan ■ w . sem bsrtti aötrnfli Carleton Bridges, frá gagnnjósnastofnuninni „Löng töng“ hafði aldrei Jeiðzt eins hræðilega, hve hann var barnalegur á svipinn, og þennan dag, þegar hann stóð ásamt lögreglumanni fyrir utan sóða- legt hótelherbergi og bankaði á dyrnar. í slíkum tilfellum er það mun betur viðeigandi að vera þreytulegur og lífsleiður, til þess að láta það koma berlega í ljós, að maður sé vanur að eiga við stærri og merkilegri mál en þetta. En Carleton Bridges varð að láta lög- reglumanninn, sem var með honum, um þessa hlið málsins. Hann var svo sem bæði stór og kraftalegur. Þeir biðu þarna, en það anzaði enginn barsmíðunum á hurðina. Samt voru þeir fullvissir um, að það væri einhver inni í herberg- inu. Bridges reyndi að stinga lykli í skrána, en annar stóð í henni innan frá. — Brjóttu hurðina upp, skipaði Bridges. Lögreglumaðurinn kastaði sér og sínum 100 kílóum á hurðina, og hún lét strax undan. Úr rúmi í hinu hálfrökkvaða herbergi heyrðist geðvonzkuleg karlmannsrödd tvinna saman formælingar. Kona við hliðina á honum sneri nöktu bakinu í þá og reyndi að skýla sér með teppi. — Þið verðið að afsaka, sagði Bridges kaldhæðinn — en við er- um að leita að Kate Allington. Við þurfum að leggja nokkrar spurn- ingar fyrir hana. Hún er eftirlýstur njósnari. Lögreglumaðurinn tók fram blað og blýant og spurði: — Hvað heitið þér, með leyfi? Konan hafði komið teppinu utan um sig, en sneri sér undan og svaraði snúðugt. Það fór ekki milli mála að henni fannst heimsókn- in vera miður viðeigandi, og hafði í hyggju að hespa þessi forms- atriði af hið fyrsta. Meðan lögregiumaðurnn spurði ótrauður fleiri spurninga, litað- ist Bridges um í herberginu. Á stól, við hliðina á öðru rúminu, lágu föt mannsins, frakki hans og skyrta. Bindið hékk á stólnum og skórnir stóðu á góifinu. Á öðrum stól var kjóll konunnar, kápa og hin mismunandi nærklæði. Skyndilega gaf Bridges lögreglumann- inum merki um að hætta. — Þetta er nóg, sagði hann. — Tökum þau með okkur. Ég sé, að þetta er konan, sem við erum að leita að. Hvernig gat hann séð það? •nijAq i;i jnSiiaS unq ua angB ‘uinqqos So uioqs Jn varj jjb — 1}Í uitufiBj iqqa jnjaq vga — jiuiXaiS ‘luuniSajSoi bjj uqpsuiioq u uoa e unq jju ssaq vuSaA •P '1 ‘ífioqjo i uijoj jas je Jijæj uias ‘ns suiaqv •JiSaiueeCs iqqa iuoa jeqqos So jeuunuoq joqs ge ‘jiSÁqje iai[ jjioa igjeq tiueu msneq V. 48 VIKAN 5. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.