Vikan - 01.02.1968, Blaðsíða 12
ANDRÉS SNDRSÐASON
Verða tveggla
laga plötur
senn úreltap
A sama hátt og vígbúnað'arkapphlaupið er kapp-
hlaupið um að komast með hljómplötu á vinsælda-
listann ferlíki, sem ekkert fær stöðvað. Til eru þó
frómar sálir, sem þora að skera upp herör gegn
þessum ósköpum og láta álit sitt í ljósi. Scott Walker,
einn hinna fyrrverandi Walker bræðra hefur látið
svo um mælt, að hann hafi ekki lengur áhuga á að
syngja inn á tveggja laga plötur, heldur kjósi hann
að einbeita sér að hæggengum plötum. Nú hafa þeir
Eric Clapton, Jack Bruce og Ginger Baker, sem skipa
hljómsveitina Cream, lýst því yfir, að þeir hafi ekki
lengur áhuga á að leika inn á tveggja laga plötur.
Með þessu eru þeir að reyna sniðganga þá skipan
mála, sem viðtekin hefur verið, að aðeins tveggja
laga plata geti skapað auglýsingu, atvinnu og pen-
inga. í ljósi framangreindra staðreynda spyrja menn
nú: Er tveggja laga platan að verða úrelt eða eru
þessar yfirlýsingar Scott og Cream aðeins sérvizka?
Eric hefur gert nánari grein fyrir þessari afstöðu
Cream:
— Það er ekki fastákveðið að við munum ekki gefa
út tveggja laga plötu aftur. Höfuðástæðan fyrir því
að við höfum ekki áhuga á slíku er sú, að við erum
mikið á móti öllu þessu verzlunarbraski. Ég er þeirr-
ar skoðunar, að tveggja laga plötur muni missa gildi
sitt og hæggengar plötur muni koma í staðinn. Þess-
ar plötur munu verða á 16 snúninga hraða og verð-
ur því mögulegt að spila þær helmingi lengur en 33
snúninga plöturnar. Við gerð tveggja laga plötu er
nauðsynlegt að starfa eftir ákveðinni formúlu með
það í huga að platan seljist, en slíkt háttarlag er
mér ekki að skapi. Eg hata allt þetta umstang sem
fylgir því að reyna að skapa metsöluplötu. Hitt er
svo annar handleggur, að ef eitthvað, sem við hefð-
um gert upprunalega fyrir hæggenga plötu væri til
þess fallið að gefa út á tveggja laga plötu, væri ég
slíku ekki mótfallinn. Sannleikurinn er nefnilega sá,
að vinsældalistinn stjórar músikbraskinu og fólk er
heilaþvegið á þann hátt að það haldi að það lag,
sem kemst 1 efsta sæti, sé það bezta sem völ er á.
Og það líkar mér bara ekki!
Sybilla er einlæg-ur aðdáandi
hljómsveitarinnar „German
Bonds“ og í þessum umbúð-
um spókar hún sig á götunum
til að auglýsa hljómsveitina.
F|öPir
feður
eirín sonur
L0N6 10HN
BiLDRY
Long John Baldry hafði í tíu
ár fengizt við að syngja og
reynt að geta sér frægðar, þeg-
hann loksins hafði erindi sem
erfiði. Lag hans „Let the Heart-
aces Begin“ komst í efsta sæti
vinsældalistans í Bretlandi f
nóvember sl. Hann hefur nú í
hyggju að iáta gamlan draum
rætast: að stofna kvikmyndafé-
lag, sem starfar eingöngu að
því að taka kvikmyndir af
brezkum og amerískum hljóm-
sveitum og söngvurum. Þessar
myndir hyggst hann síðan selja
sjónvarpsstöðum í Bretlandi,
Bandaríkjunum og Japan. Long
John er mikill á velli, eins og
þessi mynd af honum við hlið
Brendu Lee ber með sér.
Brenda er nú orðin tuttugu og
tveggja ára og hún er enginn
nýgræðingur í sviðsljósinu.
Stjarna hennar skin að visu
ekki eins skært nú og áður
fyrri, enda hefur hún haft í
mörg horn að líta næstliðin ár
við að gæta bús og barna.
SybiUa var aðeins 18 ára, dökk á brún og brá, þegar hún
varö áslfangin af hljómsveitinni „German Bonds“. Hljóm-
sveitin iék lagið „Sing Halteluja“ og staðurinn var „Star Club“
í Hamborg. Þegar piltarnir lögðu frá sér hljóðfærin litla
stund, gekk hún til þeirra, og þá kviknaði mikið ástarbál.
En Sybila gat ekki gert upp á milli þeirra: „Ég elska ykkur
alla“, sagði hún.
Níu mánuðum siðar leit Óskar litli dagsins ljós. Og þá kom
babb í bátinn. Allir liðsmenn hljómsveitarinnar þóttust eiga
tilkall til lilla snáða, og allir báðu úm hönd hinnar ungu
móður. En Sybilla var enn í sama vanda stödd. Hún gat ekki
tekið ákvörðun um, hver þeirra ætti mest ítök í hjarta henn-
ar. Hún lýsti því yfir, að hún mundi aðeins ganga að eiga
hinn raunverulega föður drengsins. Þessir ágætu herramenn
yrðu að hafa biðjund, þar til útlit drengsins kæmi skýrar í
Ijós og sjá mætti, hver faðirinn væri. Þetfa samþykktu liðs-
menn hljómsveitarinnar í einu hljóði.
Óskar litli dafnaði vel, elskaði feður sína og varð allra
augasteinn. Nú er hann að verða tveggja ára, og að því er
móðir hans segir, ber hann greinilegt svipmót bassagítarleik-
arans, sem heitir Dieter Horn. Sybilla er nú ákveðin í að
ganga að eiga bassagítarleikarann — og þegar bamið verður
tveggja ára á brúðkaupið að fara fram að því tilskildu að
útlit Óskars litla haldizt óbreytt!
12 VIKAN 5 tbl