Vikan


Vikan - 01.02.1968, Blaðsíða 27

Vikan - 01.02.1968, Blaðsíða 27
hálf sex og staðnum skyldi lokað. Kúsnetof leit til dyra með skelfingar- svip. Stebner tók eitt skref inneftir gólfinu og kinkaði kollj. Rússinn bauð konu sinni og dóttur armana og hraðaði sér út. Verðirnir lögðu frá sér munina, sem þeir höfðu verið að fitla við, og eltu. Stebner skellti hurðinni á nefið á þeim, ýtti Kúsnetof og fjölskyldu inn [ baksæti bláa Fordsins og settist sjálfur inn í framsætið. Verðir Kúsnetofs komu æðandi út á gangstéttina, en [ næstu andrá ók á þá ININ-maður á reiðhjóli. Þegar þeir komust á fætur aftur, voru aðrir ININ-menn til taks að reka sig utan í þá og tefja nægilega fyrir þeim til þess, að bíllinn var horfinn fyrir horn áður en þeir komust feti lengra. Það var ekið á æsiferð norður ströndina, skipt um bíl og síðan ekið til Elsinore-flugvallar, þar sem flugvél af gerðinni Cessna 310 var reiðu- búin. Flugferðin var miður þægileg. Það bölvanlega veður, sem dæmigert er fyrir Norður-Evrópu, skall yfir og kastaði vélinni til og frá. Það dimmdi þegar þau nálguðust flugvöll brezka hersins í Celle, Norður-Þýzkalandi. Haft var samband við brezkan loftsiglingafræðing í flugturninum og hann stýrði þeim niður í gegnum skýjabakka og sviptibyIji: „Stingið ykkur niður . . . látið hana renna . . ." Ljósin á vellinum brutust til þeirra gegnum þokuna. Jeppi merktur FYLGIÐ MÉR fór % undan flugvélinni út á enda flugbrautarinnar, þar sem flugvél Nordstroms beið þeirra, merkt einkennisstöfum innanríkisráðuneytisins. Að fáum augnablikum liðnum var flugvél hans á lofti, brjótandi sér leið gegnum óveðrið áleiðis til Atlantshafsins . . . Ameríku . . . og And- rews-herflugvallar. ANNAR KAFLI. Hins háreista húss í Laurel, Maryland, var stöðugt gætt af fjórum Doberman-varðhundum og þremur gæzlumönnum. Tveir varðmenn voru stöðugt á vakki á lóðinni og sá þriðji svaf innan heyrnarfæris frá dauðskelkaðri Kúsnetof-fjölskyldunni. Tvær vikur liðu áður en Michael Nordstrom taldi þau hafa róazt nægilega til að þýddi að senda til þeirra Wilcox, aðalyfirheyranda ININ, og aðstoðarmenn hans. Bóris Kúsnetof reyndist Wilcox óþjáll í taumi, sagði honum næstum ekkert. Hverjum fundi þeirra lauk með þvf að Rússinn fékk sitt daglega þunglyndiskast. Nordstrom fannst ekkert liggja á. Ferðataskan sem send hafði verið á eftir þeim frá Kaupmannahöfn var full af skjölum. Það myndi taka tímann sinn að þýða þau úr rússnesku, og mánuðir myndu líða áður en úr þvr yrði skorið hvort þau hefðu eitthvert gildi eða væru fölsk. W. Smith, Rússlandssérfræðingur ININ hafði þegar rennt aug- unum í gegnum þau, taldi að þau fjölluðu að mestu leyti um Nató- málefni. Ef svo væri hlutu þeir að vera komnir á slóð. Á öll Nató-skjöl var merktur eintakafjöldi skjalanna, og nöfn þeirra sem höfðu lesið þau. Með þessu móti yrði ef til vill hægt um síðir að finna persónu, sem lesið hefði öll skjölin og fiska upp stórsvikara í herbúðum Nató. En til þessa hafði Bóris Kúsnetof ekki gert annað en leggja fyrir þá Stebner ýtti Kúsnetof og fjölskyldu inn í baksæti bláa Fordsins . . . tröllaukna gátu. Og hver var þessi Bóris Kúsnetof? Hvernig höfðu þessi Nató-skjöl komizt til Moskvu? Að loknum mánuði, sem Wilcox hafði varið til einskis, kvartaði hann við yfirmann sinn, bitur [ skapi. ,,Ég hef ekkert haft upp úr honum. Ekki einu sinni hvar hann er fæddur. Ef ég má segja mitt álit, Mike, þá held ég að við ættum að skilja þennan mannskratta eftir á tröppum rússneska sendiráðsins." ,,Þá þyrði enginn Rússi að strjúka til okkar framar." „Ég hef aldrei fengizt við neinn líkan þessum." „Þú ert þreyttur, Wilcox. Taktu þér nokkurra daga frí." Michael Nordstrom tók ekki sjálfur þátt í yfirheyrslunni, lék aðeins hlutverk vinar, sem Kúsnetof gat borið fram umkvartanir við og kannski sýnt meiri trúnað en öðrum. Smám saman fór Rússinn að láta skfna í það, að hann þekkti ýmis leyndarmál niður í kjölinn. „Viljið þið að ég segi ykkur hversvegna þið rákuð Þjóðverjann, von Behrmann höfuðsmann, úr yfirmannsstöðu hans hjá Nató? Ég skal segja ykkur það. Hann var of margmáll um það í rúminu hve merkilegur maður hann væri, og líka sagði hann fleira en gott var um kafbáta Nató og ferðir þeirra nálægt sovézkum ströndum." „Láttu nú ekki svona Bóris, þú segir mér aldrei annað en að það sé vatn undir brúnni." „Jæja, hvað segirðu þá um þetta?" Þar kom loks að því að Kúsnetof sýndi eitthvað af þvf sem hann hafði [ pokahorninu. í meira en klukkustund las hann upp úr sér skipu- lag alls njósnakerfis Bandaríkjanna, nöfn deildarstjóranna, aðstoðar- manna þeirra, sérþjálfaðra starfsmanna og leynistöðva. Honum skjátlaðist ekki ( einu einasta atriði. „Ég er innibyrgður! Olga, konan mín, kvartar dag og nótt. Tamar'a ber sig illa." „Hvern andskotann viltu?" sagði Nordstrom. „Þú hefur neitað að fara út úr þessum herbergjum í þrjá mánuði. Þú ert dæmdur til að sitja á egg." En hann bætti við: „Við skulum sjá hvort ég get ekki gert eitthvað. Ef til vill get ég útvegað ykkur stað uppi í sveit. Þið verðið örugg þar." Camp Patrick hafði verið yfirgefinn staður þegar Nordstrom dubbaði hann upp sem stöð fyrir ININ. Fyrir kom að hann hýsti þar flóttamenn og nú fékk hann Kúsnetof-fjölskyldunni bústað þar. Um veturinn virtist Rússinn kunna vel við sig f þessu umhverfi. Bandartkjamaðurinn og Rússinn tóku sér góðan tíma í gönguferðir meðfram ánni, og í þeim krufði Bóris til mergjar kommúníska rökfræði, bókmenntir, bandartsk tækniundur, tónlist. Hann drap ekki á persónuleg málefni nema hvað hann gat þess að Tamara hefði góðar tóngáfur og leiðinlegt væri að hún gæti ekki haldið áfram námi. Þolinmæði Michaels Nordstroms borgaði sig. Bóris og fjölskylda hans voru vön að horfa vikulega á kvikmynd, sem sýnd var í dagstofunni þeirra. Eitt kvöldið snemma um vorið stóð Michael við hjá þeim og horfði á myndina. Ný tegund njósnarabókmennta hafði séð dagsins Ijós. Hetja myndarinnar var þessi venjulegi, mjúkláti, slungni og tví- benti Breti, sem eltur var af sæg hálfnakinna stúlkna og alltaf með tæknilega töfragripi á reiðum höndum til að koma ímyndunaraflinu á hreyfingu. Andstæðingar hans voru skuggalegir Rússar með skft undir ». tbi. VIKAN.27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.